Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. mars 2025 18:02 Kári Sigurðsson er starfandi formaður Sameykis sem greiðir því laun tveggja formanna í á þriðja ár. Sameyki Stjórn Sameykis segir að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara varð tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur niðurstaðan. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu stjórnar Sameykis sem birt var á heimasíðu þeirra í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um starfslokasamning Þórarins Eyfjörð, fyrrverandi formanns félagsins, og stjórnar þess þegar í ljós kom í aðdraganda aðalfundar Sameykis sem fór fram í dag að Þórarinn héldi óbreyttum launum út kjörtímabilið sem nær til tveggja ára og hálfs sem nemur tæplega sjötíu milljón krónum. Gagnrýnisraddir innan verkalýðshreyfingarinnar Aðrir leiðtogar innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt starfslokasamninginn harkalega í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir sjálftöku Þórarins skefjalausa og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við málalyktir. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu misseri. Í byrjun október 2024 var ljóst að formaðurinn nyti ekki lengur trausts stjórnar og starfsfólks Sameykis né forystu BSRB og vék því úr stjórn. Það var hvorki einföld né auðveld ákvörðun en nauðsynleg til að tryggja starfsemi og hag félagsins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Sameykis. Þar kemur fram að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum en að þegar ljóst hafi orðið að formaðurinn myndi ganga úr stjórn væru tvö og hálft ár eftir af kjörtímabili hans. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara hafi niðurstaðan verið sú að Þórarinn myndi halda óbreyttum launakjörum út kjörtímabilið, en þau eru ákvörðuð af launanefnd Sameykis. Starfsemi félagsins verði gagnsærri „Stjórn Sameykis vinnur nú að því að setja sér starfsreglur til að tryggja að svona aðstæður geti ekki komið aftur upp innan félagsins. Á sama tíma er nauðsynlegt að gera starfsemi þess gagnsærri en hingað til – meðal annars með því að birta fundargerðir stjórnar á vef þess,“ segir í yfirlýsingunni. „Sameyki stendur á sterkum grunni og með samstöðu, virðingu og ábyrgð að leiðarljósi höldum við áfram að byggja upp öflugt félag sem berst fyrir hagsmunum félagsmanna.“ Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu stjórnar Sameykis sem birt var á heimasíðu þeirra í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um starfslokasamning Þórarins Eyfjörð, fyrrverandi formanns félagsins, og stjórnar þess þegar í ljós kom í aðdraganda aðalfundar Sameykis sem fór fram í dag að Þórarinn héldi óbreyttum launum út kjörtímabilið sem nær til tveggja ára og hálfs sem nemur tæplega sjötíu milljón krónum. Gagnrýnisraddir innan verkalýðshreyfingarinnar Aðrir leiðtogar innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt starfslokasamninginn harkalega í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir sjálftöku Þórarins skefjalausa og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við málalyktir. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu misseri. Í byrjun október 2024 var ljóst að formaðurinn nyti ekki lengur trausts stjórnar og starfsfólks Sameykis né forystu BSRB og vék því úr stjórn. Það var hvorki einföld né auðveld ákvörðun en nauðsynleg til að tryggja starfsemi og hag félagsins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Sameykis. Þar kemur fram að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum en að þegar ljóst hafi orðið að formaðurinn myndi ganga úr stjórn væru tvö og hálft ár eftir af kjörtímabili hans. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara hafi niðurstaðan verið sú að Þórarinn myndi halda óbreyttum launakjörum út kjörtímabilið, en þau eru ákvörðuð af launanefnd Sameykis. Starfsemi félagsins verði gagnsærri „Stjórn Sameykis vinnur nú að því að setja sér starfsreglur til að tryggja að svona aðstæður geti ekki komið aftur upp innan félagsins. Á sama tíma er nauðsynlegt að gera starfsemi þess gagnsærri en hingað til – meðal annars með því að birta fundargerðir stjórnar á vef þess,“ segir í yfirlýsingunni. „Sameyki stendur á sterkum grunni og með samstöðu, virðingu og ábyrgð að leiðarljósi höldum við áfram að byggja upp öflugt félag sem berst fyrir hagsmunum félagsmanna.“
Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22
Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02
Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51