„Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. mars 2025 21:54 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Vísir/Viktor Freyr Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur viðurkenndi að finna fyrir áhyggjum vegna frekar slaks leiks hans manna í sigrinum gegn KR í kvöld. Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar. „Þetta var mjög flatt í gegnum allan leikinn. Skrýtið því við erum búnir að tala um alla vikuna að þetta sé leikur til að koma sér af stað eftir langt hlé. Þetta var lengi af stað og við í raun komumst aldrei af stað, hvorki í vörn né sókn,“ sagði Jóhann Þór þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Eitt og eitt atriði þar sem við náum einhverjum neista. Alls konar planað varnarlega alla vikuna og menn engan veginn í takti. Skrýtið að þetta sé svona á þessum tíma. Það er eins og það er, við unnum og núna hefst alvaran eftir viku,“ bætti Jóhann Þór við en Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum en það verður endurtekning á úrslitarimmu liðanna frá því á síðasta tímabili. Jóhann Þór viðurkenndi að hann væri ögn áhyggjufullur yfir því á hvaða stað Grindavíkurliðið væri statt og að liðið væri ekki að spila betur. „Já og nei. Við erum með hörkugott lið og við þurfum að þjappa okkur saman og finna takt, það er alveg hægt. Ég horfði á Grindavík spila við Hamar/Þór hér í gær og sá einhverja furðulegustu ákvörðun sem ég hef séð síðan ég byrjaði að horfa á körfubolta. Það voru ansi margar hjá mínum mönnum sem voru ansi nálægt þeirri ákvörðun í kvöld.“ „Þannig að mér líður ekkert ofboðslega vel en mér líður heldur ekkert svakalega illa. Það er bara þetta og við fórum alla leið í úrslit í fyrra og þangað viljum við fara. Við vitum hvernig það er og ég trúi því að við og mínir menn þjappi sér saman og komi sér á þann stað sem þurfum að vera á.“ Hann sagðist eiga von á hörkueinvígi gegn Val í 8-liða úrslitum. „Valið hjá okkur stóð á milli þess að fara á Hlíðarenda eða norður á Sauðárkrók. Þannig að ég held að Fjóla [gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur] sé bara sátt við að við séum að fara á Hlíðarenda. Tökum því eins og hverju hundsbiti. Það er talað um að Valsarar séu bestir í dag og eru það ekki liðin sem þarf að fara í gegnum til að vinna. Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Bónus-deild karla Grindavík KR Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
„Þetta var mjög flatt í gegnum allan leikinn. Skrýtið því við erum búnir að tala um alla vikuna að þetta sé leikur til að koma sér af stað eftir langt hlé. Þetta var lengi af stað og við í raun komumst aldrei af stað, hvorki í vörn né sókn,“ sagði Jóhann Þór þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Eitt og eitt atriði þar sem við náum einhverjum neista. Alls konar planað varnarlega alla vikuna og menn engan veginn í takti. Skrýtið að þetta sé svona á þessum tíma. Það er eins og það er, við unnum og núna hefst alvaran eftir viku,“ bætti Jóhann Þór við en Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum en það verður endurtekning á úrslitarimmu liðanna frá því á síðasta tímabili. Jóhann Þór viðurkenndi að hann væri ögn áhyggjufullur yfir því á hvaða stað Grindavíkurliðið væri statt og að liðið væri ekki að spila betur. „Já og nei. Við erum með hörkugott lið og við þurfum að þjappa okkur saman og finna takt, það er alveg hægt. Ég horfði á Grindavík spila við Hamar/Þór hér í gær og sá einhverja furðulegustu ákvörðun sem ég hef séð síðan ég byrjaði að horfa á körfubolta. Það voru ansi margar hjá mínum mönnum sem voru ansi nálægt þeirri ákvörðun í kvöld.“ „Þannig að mér líður ekkert ofboðslega vel en mér líður heldur ekkert svakalega illa. Það er bara þetta og við fórum alla leið í úrslit í fyrra og þangað viljum við fara. Við vitum hvernig það er og ég trúi því að við og mínir menn þjappi sér saman og komi sér á þann stað sem þurfum að vera á.“ Hann sagðist eiga von á hörkueinvígi gegn Val í 8-liða úrslitum. „Valið hjá okkur stóð á milli þess að fara á Hlíðarenda eða norður á Sauðárkrók. Þannig að ég held að Fjóla [gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur] sé bara sátt við að við séum að fara á Hlíðarenda. Tökum því eins og hverju hundsbiti. Það er talað um að Valsarar séu bestir í dag og eru það ekki liðin sem þarf að fara í gegnum til að vinna. Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“
Bónus-deild karla Grindavík KR Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira