„Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kári Mímisson skrifar 27. mars 2025 23:32 Ágúst Jóhannsson er þjálfari deildarmeistara Vals sem eiga hörku Evrópueinvígi framundan. Vísir/Pawel Það var létt yfir Ágúst Þór Jóhannssyni þegar hann mætti í viðtal strax eftir stórsigur Vals gegn Gróttu nú í kvöld. Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Fram undan er svo öllu stærra verkefni gegn MKS Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum Evrópubikarsins. „Mér fannst þetta vera mjög faglega gert hjá liðinu. Við vorum auðvitað búin að vinna leikinn nánast í hálfleik og tókst að spila á öllum okkar leikmönnum. Margir ungir leikmenn sem fengu góðar og dýrmætar mínútur. Við erum auðvitað að fara í mjög stóran leik á sunnudaginn. Á meðan Iuventa liðið fær frí á milli leikja þá getur HSÍ ekki boðið okkur upp á það, þannig að við þurftum bara að klára þennan leik til að tryggja okkur deildarmeistaratitilinn í kvöld sem ég er auðvitað gríðarlega ánægður með og er stoltur af mínu liðið að hafa gert. Við höfum spilað allra liða best í vetur, sýnt gríðarlegan stöðugleika og frammistaðan verið mjög góð á köflum.“ Sagði Ágúst Þór. Spurður að því hvernig gangi að halda liðinu við efnið þegar verið er að berjast á jafn mörgum vígstöðvum segir Ágúst það ekki vera einfalt. Leikurinn stóri á sunnudaginn sé auðvitað eitthvað sem allir eru að hugsa um en á sama tíma hafi þeim tekist að hvíla vel í kvöld. „Það er bara ekkert einfalt, það segir sig sjálft. Þessi Evrópuleikur er alltaf einhvers staðar aftast í hausnum á okkur. Ég er með mjög reynda og góða leikmenn í bland við unga sem hafa náð að höndla þetta gríðarlega vel og gera þetta mjög faglega. Við vissum auðvitað að það væri deildarmeistaratitill undir hér í kvöld. Við vildum klára þetta vel og náðum að gera það ásamt því að okkur tókst að hvíla lykilmenn. Elín Rósa hvílir allan tíman í dag, Thea hvílir mikið í dag og auðvitað fleiri sem fengu góða hvíld í dag. Okkur tókst að rúlla hafsentunum okkar vel þannig að stelpurnar okkar verða ferskar á sunnudaginn.“ Ágúst segir svo að lokum að hann sé virkilega spenntur fyrir framhaldinu. Leikurinn á sunnudag er sá stærsti sem íslenskt félagslið hefur leikið og í fyrsta sinn er tækifæri að íslenskt lið geti komist í úrslit Evrópukeppni kvenna sem er auðvitað eitthvað sem enginn íslenskur handboltaáhugamaður ætti að vilja missa af. „Staðan er góð á liðinu fyrir framhaldið og núna er það bara fullur fókus á þennan risastóra leik á sunnudaginn sem er í raun og veru bara stærsti leikur í sögu íslensk kvennahandbolta. Það hefur aldrei neitt lið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni áður og ég bara trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum á sunnudaginn. Leikmenn annara liða í bæði Olís deildinni og Grill 66 deildinni hljóta að fjölmenna á þennan leik enda hefur hann gríðarlega mikla þýðingu fyrir kvennahandboltann, fókusinn okkar er þar. Svo eigum við auðvitað einn leik eftir í deildinni gegn Stjörnunni sem við munum auðvitað mæta í af fullri virðingu og svo koma þarna nokkra vikur í pásu hjá okkur fram að úrslitakeppni. Við erum með gott rútínerað lið sem er að spila vel og ég hlakka til framhaldsins.“ Olís-deild kvenna Valur EHF-bikarinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
„Mér fannst þetta vera mjög faglega gert hjá liðinu. Við vorum auðvitað búin að vinna leikinn nánast í hálfleik og tókst að spila á öllum okkar leikmönnum. Margir ungir leikmenn sem fengu góðar og dýrmætar mínútur. Við erum auðvitað að fara í mjög stóran leik á sunnudaginn. Á meðan Iuventa liðið fær frí á milli leikja þá getur HSÍ ekki boðið okkur upp á það, þannig að við þurftum bara að klára þennan leik til að tryggja okkur deildarmeistaratitilinn í kvöld sem ég er auðvitað gríðarlega ánægður með og er stoltur af mínu liðið að hafa gert. Við höfum spilað allra liða best í vetur, sýnt gríðarlegan stöðugleika og frammistaðan verið mjög góð á köflum.“ Sagði Ágúst Þór. Spurður að því hvernig gangi að halda liðinu við efnið þegar verið er að berjast á jafn mörgum vígstöðvum segir Ágúst það ekki vera einfalt. Leikurinn stóri á sunnudaginn sé auðvitað eitthvað sem allir eru að hugsa um en á sama tíma hafi þeim tekist að hvíla vel í kvöld. „Það er bara ekkert einfalt, það segir sig sjálft. Þessi Evrópuleikur er alltaf einhvers staðar aftast í hausnum á okkur. Ég er með mjög reynda og góða leikmenn í bland við unga sem hafa náð að höndla þetta gríðarlega vel og gera þetta mjög faglega. Við vissum auðvitað að það væri deildarmeistaratitill undir hér í kvöld. Við vildum klára þetta vel og náðum að gera það ásamt því að okkur tókst að hvíla lykilmenn. Elín Rósa hvílir allan tíman í dag, Thea hvílir mikið í dag og auðvitað fleiri sem fengu góða hvíld í dag. Okkur tókst að rúlla hafsentunum okkar vel þannig að stelpurnar okkar verða ferskar á sunnudaginn.“ Ágúst segir svo að lokum að hann sé virkilega spenntur fyrir framhaldinu. Leikurinn á sunnudag er sá stærsti sem íslenskt félagslið hefur leikið og í fyrsta sinn er tækifæri að íslenskt lið geti komist í úrslit Evrópukeppni kvenna sem er auðvitað eitthvað sem enginn íslenskur handboltaáhugamaður ætti að vilja missa af. „Staðan er góð á liðinu fyrir framhaldið og núna er það bara fullur fókus á þennan risastóra leik á sunnudaginn sem er í raun og veru bara stærsti leikur í sögu íslensk kvennahandbolta. Það hefur aldrei neitt lið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni áður og ég bara trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum á sunnudaginn. Leikmenn annara liða í bæði Olís deildinni og Grill 66 deildinni hljóta að fjölmenna á þennan leik enda hefur hann gríðarlega mikla þýðingu fyrir kvennahandboltann, fókusinn okkar er þar. Svo eigum við auðvitað einn leik eftir í deildinni gegn Stjörnunni sem við munum auðvitað mæta í af fullri virðingu og svo koma þarna nokkra vikur í pásu hjá okkur fram að úrslitakeppni. Við erum með gott rútínerað lið sem er að spila vel og ég hlakka til framhaldsins.“
Olís-deild kvenna Valur EHF-bikarinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn