Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Gunnar Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 22:39 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, mun ekki dvelja lengi við tap kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, hefði óneitanlega verið til í að sjá meira frá sínu liði þegar það tapaði 99-95 fyrir Hetti, sem var fallið úr úrvalsdeildinni, í lokaumferðinni í kvöld. Einbeitingin eftir leik fór strax á úrslitakeppnina sem er framundan. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa körfuboltaleikjum, það er bara þannig. Við komum hingað í kvöld með það að markmiði að vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Hattarmenn voru orkumiklir í kvöld. Mér fannst það sem vera það sem stendur upp úr eftir leikinn. Þetta var erfiður leikur við að eiga, sá leikur sem minnst gat hreyft við stöðu liðanna og ég held hann hafi borið þess merki. Spennustigið var frekar skrýtið. Þetta var vissulega jafn leikur. Hattarmenn settu í fjórða leikhlutanum stór þriggja stiga skot sem slitu leikinn aðeins í sundur. Okkur tókst að gera þetta að leik í lokin með að pressa þá stíft en þessi stóru skot gerðu útslagið.“ Álftanes mætir Njarðvík Úrslit kvöldsins gera það að verkum að Álftanes féll úr fimmta sæti niður í það sjötta og mætir Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni. Njarðvíkingar hafa spilað mjög vel í vetur. Undirbúningurinn byrjar strax í kvöld. Við þjálfarateymið horfum á leikinn þeirra frá í kvöld uppi á hóteli til að greina þá. Við erum með einhverjar hugmyndir um hvað við viljum gera. Við vitum ekki hvorn leikdaginn við fáum enn, það kemur í ljós. Núna verður spilað þéttar og þá snýst undirbúningurinn mikið um að halda skrokknum góðum. Sjúkraþjálfarnir byrja strax að meðhöndla leikmennina. Það þarf líka að halda sálinni góðri og spennustiginu réttu.“ Loks fullskipað lið Álftanes hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum að undanförnu og engin ný gerðu vart við sig í kvöld. „Það voru alla veganna allir heilir inni í klefa þegar ég gáði áðan. Við höfum verið í smá meiðslabrasi í vetur. Í rauninni er þetta annar leikurinn þar sem við erum með fullskipað lið í þessari mynd. Við náðum flokkum takti í seinni umferðinni og komum með hann inn í úrslitakeppnina.“ Justin James missti af leikjum í febrúar en var stigahæstur hjá Álftanesi í kvöld og leiddi stigaskorið algjörlega framan af. „Hann fann taktinn snemma í leiknum. Þegar á leið fóru aðrir að draga vagninn. Stigaskorið hefur dreifst mjög vel og við höfum fundið gott jafnvægi í því sem við viljum gera. Við höldum því áfram.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa körfuboltaleikjum, það er bara þannig. Við komum hingað í kvöld með það að markmiði að vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Hattarmenn voru orkumiklir í kvöld. Mér fannst það sem vera það sem stendur upp úr eftir leikinn. Þetta var erfiður leikur við að eiga, sá leikur sem minnst gat hreyft við stöðu liðanna og ég held hann hafi borið þess merki. Spennustigið var frekar skrýtið. Þetta var vissulega jafn leikur. Hattarmenn settu í fjórða leikhlutanum stór þriggja stiga skot sem slitu leikinn aðeins í sundur. Okkur tókst að gera þetta að leik í lokin með að pressa þá stíft en þessi stóru skot gerðu útslagið.“ Álftanes mætir Njarðvík Úrslit kvöldsins gera það að verkum að Álftanes féll úr fimmta sæti niður í það sjötta og mætir Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni. Njarðvíkingar hafa spilað mjög vel í vetur. Undirbúningurinn byrjar strax í kvöld. Við þjálfarateymið horfum á leikinn þeirra frá í kvöld uppi á hóteli til að greina þá. Við erum með einhverjar hugmyndir um hvað við viljum gera. Við vitum ekki hvorn leikdaginn við fáum enn, það kemur í ljós. Núna verður spilað þéttar og þá snýst undirbúningurinn mikið um að halda skrokknum góðum. Sjúkraþjálfarnir byrja strax að meðhöndla leikmennina. Það þarf líka að halda sálinni góðri og spennustiginu réttu.“ Loks fullskipað lið Álftanes hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum að undanförnu og engin ný gerðu vart við sig í kvöld. „Það voru alla veganna allir heilir inni í klefa þegar ég gáði áðan. Við höfum verið í smá meiðslabrasi í vetur. Í rauninni er þetta annar leikurinn þar sem við erum með fullskipað lið í þessari mynd. Við náðum flokkum takti í seinni umferðinni og komum með hann inn í úrslitakeppnina.“ Justin James missti af leikjum í febrúar en var stigahæstur hjá Álftanesi í kvöld og leiddi stigaskorið algjörlega framan af. „Hann fann taktinn snemma í leiknum. Þegar á leið fóru aðrir að draga vagninn. Stigaskorið hefur dreifst mjög vel og við höfum fundið gott jafnvægi í því sem við viljum gera. Við höldum því áfram.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira