Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. mars 2025 21:15 Hamasliðar vonast til að vopnahlé náist áður en hátíðin Eid al-Fitr hefjist. AP/Jehad Alshrafi Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan. Ísraelsk stjórnvöld hafa lagt fram móttillögu sem unnin var í samstarfi við bandarísk stjórnvöld. Guardian hefur eftir ísraelskum miðlum að þarlend stjórnvöld fari fram á að tíu þeirra 24 sem þau telja á lífi á Gasasvæðinu verði látin laus. Af þeim 251 gísl sem tekinn var föngum í áhlaupi Hamasliða á Ísrael í október 2023 eru 58 enn staddir á Gasasvæðinu. Ísraelsk stjórnvöld telja að 34 þeirra séu látnir. Haft er eftir Khalil al-Hayya, sem fer fyrir vopnahléssamninganefnd Hamas, að ekki komi til greina að samtökin afvopnist fyrr en hernámi Ísraels á Gasasvæðinu ljúki. Í síðustu viku hóf Ísrael árásir á Gasa að nýju. Samkvæmt palestínskum heilbrigðisyfirvöldum hefur 921 látið lífið síðan vopnahléð var rofið. Í dag gengust ísraelsk hernaðaryfirvöld við því að hafa hafið skothríð á sjúkrabíla á sunnanverðu Gasasvæðinu. Þeir hafi talið að um „grunsamleg ökutæki“ væri að ræða. Hamas-samtökin lýsa atvikinu sem stríðsglæp og segja að einn hið minnsta hafi látið lífið. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa rúmlega fimmtíu þúsund Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega 133 þúsund manns særst frá því í október 2023. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21 Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. 24. mars 2025 06:58 Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. 26. mars 2025 07:31 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld hafa lagt fram móttillögu sem unnin var í samstarfi við bandarísk stjórnvöld. Guardian hefur eftir ísraelskum miðlum að þarlend stjórnvöld fari fram á að tíu þeirra 24 sem þau telja á lífi á Gasasvæðinu verði látin laus. Af þeim 251 gísl sem tekinn var föngum í áhlaupi Hamasliða á Ísrael í október 2023 eru 58 enn staddir á Gasasvæðinu. Ísraelsk stjórnvöld telja að 34 þeirra séu látnir. Haft er eftir Khalil al-Hayya, sem fer fyrir vopnahléssamninganefnd Hamas, að ekki komi til greina að samtökin afvopnist fyrr en hernámi Ísraels á Gasasvæðinu ljúki. Í síðustu viku hóf Ísrael árásir á Gasa að nýju. Samkvæmt palestínskum heilbrigðisyfirvöldum hefur 921 látið lífið síðan vopnahléð var rofið. Í dag gengust ísraelsk hernaðaryfirvöld við því að hafa hafið skothríð á sjúkrabíla á sunnanverðu Gasasvæðinu. Þeir hafi talið að um „grunsamleg ökutæki“ væri að ræða. Hamas-samtökin lýsa atvikinu sem stríðsglæp og segja að einn hið minnsta hafi látið lífið. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa rúmlega fimmtíu þúsund Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega 133 þúsund manns særst frá því í október 2023.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21 Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. 24. mars 2025 06:58 Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. 26. mars 2025 07:31 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21
Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. 24. mars 2025 06:58
Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. 26. mars 2025 07:31