Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 23:32 Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópuríki undir einni stjórn með hliðstæðum hætti í grundvallaratriðum og ítrekað hefur verið reynt áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði en áður hefur allajafna verið beitt. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins. Þá ekki sízt framlag sitt til grundvallarlöggjafar þess. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ sagði forsetinn fyrrverandi meðal annars. Verði stórveldi með eigin her Frá upphafi hefur lokamarkmið samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess að til yrði sambandsríki. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, gjarnan nefndur faðir sambandsins, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi. Hreinlega hefur verið leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins og stofnunum þess á liðnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen og forveri hennar Jean-Claude Juncker. Samhliða því hefur Evrópusambandið stöðugt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Vægið færi eftir íbúafjölda Íslands Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að forðast það að vera tekið yfir af Bandaríkjunum stenzt þannig enga skoðun. Til þessa hefur engum áhuga verið lýst af hálfu bandarískra stjórnvalda á því að innlima landið. Á hinn bóginn hefur ítrekað komið fram áhugi á því af hálfu ráðamanna í Brussel á liðnum árum að Ísland verði hluti sambandsins sem stefnir að því að verða sambandsríki og hvar vægi landsins tæki allajafna mið af íbúafjölda þess. Með inngöngu í Evrópusambandið yrði vægi okkar Íslendinga á þingi þess sex þingmenn af yfir 700 eða á við það að hafa um hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðs sambandsins, valdamestu stofnunar þess, þar sem vægið yrði allajafna á við einungis 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið“ sem Evrópusambandssinnar hafa gjarnan talað um í seinni tíð í stað þess að tala um áhrif innan sambandsins eins og áður. Við Íslendingar eigum vitanlega hvorki að taka það í mál að fara undir stjórn amerísks sambandsríkis, sé á annað borð einhver áhugi á því þar, né verðandi evrópsks. Hagsmunum okkar er sem fyrr bezt borgið með því að standa vörð um fullveldi landsins sem gerir okkur kleift að taka ákvarðanir um okkar eigin mál í samræmi við hagsmuni okkar og aðstæður. Jafnvel formaður Viðreisnar og núverandi utanríkisráðherra virðist loks hafa áttað sig á mikilvægi þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópuríki undir einni stjórn með hliðstæðum hætti í grundvallaratriðum og ítrekað hefur verið reynt áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði en áður hefur allajafna verið beitt. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins. Þá ekki sízt framlag sitt til grundvallarlöggjafar þess. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ sagði forsetinn fyrrverandi meðal annars. Verði stórveldi með eigin her Frá upphafi hefur lokamarkmið samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess að til yrði sambandsríki. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, gjarnan nefndur faðir sambandsins, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi. Hreinlega hefur verið leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins og stofnunum þess á liðnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen og forveri hennar Jean-Claude Juncker. Samhliða því hefur Evrópusambandið stöðugt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Vægið færi eftir íbúafjölda Íslands Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að forðast það að vera tekið yfir af Bandaríkjunum stenzt þannig enga skoðun. Til þessa hefur engum áhuga verið lýst af hálfu bandarískra stjórnvalda á því að innlima landið. Á hinn bóginn hefur ítrekað komið fram áhugi á því af hálfu ráðamanna í Brussel á liðnum árum að Ísland verði hluti sambandsins sem stefnir að því að verða sambandsríki og hvar vægi landsins tæki allajafna mið af íbúafjölda þess. Með inngöngu í Evrópusambandið yrði vægi okkar Íslendinga á þingi þess sex þingmenn af yfir 700 eða á við það að hafa um hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðs sambandsins, valdamestu stofnunar þess, þar sem vægið yrði allajafna á við einungis 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið“ sem Evrópusambandssinnar hafa gjarnan talað um í seinni tíð í stað þess að tala um áhrif innan sambandsins eins og áður. Við Íslendingar eigum vitanlega hvorki að taka það í mál að fara undir stjórn amerísks sambandsríkis, sé á annað borð einhver áhugi á því þar, né verðandi evrópsks. Hagsmunum okkar er sem fyrr bezt borgið með því að standa vörð um fullveldi landsins sem gerir okkur kleift að taka ákvarðanir um okkar eigin mál í samræmi við hagsmuni okkar og aðstæður. Jafnvel formaður Viðreisnar og núverandi utanríkisráðherra virðist loks hafa áttað sig á mikilvægi þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar