Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 11:31 Emil Karel Einarsson mun væntanlega aldrei gleyma stundinni góðu vorið 2021 þegar Þór Þorlákshöfn varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. vísir/hulda margrét „Kannski hringir Lalli [Lárus Jónsson, þjálfari] á næsta ári og býður mér millu, þá þarf ég að vera í standi,“ grínaðist Emil Karel Einarsson þegar hann ræddi um þá ákvörðun sína að hætta í körfubolta. Emil Karel, sem verið hefur einn af burðarásum Þórs í Þorlákshöfn um árabil, lék sinn síðasta leik á fimmtudaginn þegar það réðst endanlega að Þór færi ekki í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar. Hann fór yfir ákvörðun sína í beinni útsendingu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og tók við ráðleggingum Teits Örlygssonar um að halda sér í formi og eiga síðar kost á því að spila fleiri leiki fyrir Þór þó að hann fyndi fyrir þreytu núna. „Ég var að pæla í að taka pásu eftir síðasta tímabil eða þá að taka eitt í viðbót. Ég er í fullri vinnu, með tvö börn undir tveggja ára, svo maður sefur ekki mikið og hefur ekki mikinn tíma til að æfa. Maður finnur að þreytan í gegnum síðustu tvö tímabil er farin að ná til manns,“ sagði Emil í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Emil Karel ræddi um ákvörðun sína Þór tapaði fyrir Keflavík í lokaumferðinni og komst ekki í úrslitakeppnina en liðið hefði einnig þurft á hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum að halda. „Þetta er svolítið skrýtið. Það var kannski ekki svo mikið undir í leiknum [við Keflavík], út af því að við áttum svo litla möguleika, en ég var mjög stressaður fyrir leikinn sem er eitthvað sem maður upplifir ekki oft fyrir deildarleiki,“ sagði Emil um lokaleikinn. Enginn vafi um hápunkt ferilsins „Maður er að taka þetta inn en mér líður ágætlega eins og er. En þegar kemur fram í september eða október fer maður kannski að finna meira fyrir þessu,“ bætti hann við. Lokatímabil Emils fór ekki eins og Þórsarar hefðu kosið: „Þetta var svolítið erfitt. Það var alltaf einn og einn að koma og við að byrja frá núllpunkti. Það er andlega lýjandi að byggja alltaf upp á nýtt. Við náðum aldrei takti. Svo voru mörg töp eftir áramót með 1-2 stigum, með flautukörfum sem féllu ekki með okkur, og það tók líka andann úr manni,“ sagði Emil sem þarf ekki að hugsa sig um þegar hann er spurður um hápunktinn á ferlinum: „Það myndi vera Íslandsmeistaratitilinn 2021. Það er klárt mál. Rosaleg upplifun og maður mun aldrei gleyma því að hafa lyft þeim stóra, á heimavelli. Það var extra sætt.“ Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
Emil Karel, sem verið hefur einn af burðarásum Þórs í Þorlákshöfn um árabil, lék sinn síðasta leik á fimmtudaginn þegar það réðst endanlega að Þór færi ekki í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar. Hann fór yfir ákvörðun sína í beinni útsendingu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og tók við ráðleggingum Teits Örlygssonar um að halda sér í formi og eiga síðar kost á því að spila fleiri leiki fyrir Þór þó að hann fyndi fyrir þreytu núna. „Ég var að pæla í að taka pásu eftir síðasta tímabil eða þá að taka eitt í viðbót. Ég er í fullri vinnu, með tvö börn undir tveggja ára, svo maður sefur ekki mikið og hefur ekki mikinn tíma til að æfa. Maður finnur að þreytan í gegnum síðustu tvö tímabil er farin að ná til manns,“ sagði Emil í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Emil Karel ræddi um ákvörðun sína Þór tapaði fyrir Keflavík í lokaumferðinni og komst ekki í úrslitakeppnina en liðið hefði einnig þurft á hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum að halda. „Þetta er svolítið skrýtið. Það var kannski ekki svo mikið undir í leiknum [við Keflavík], út af því að við áttum svo litla möguleika, en ég var mjög stressaður fyrir leikinn sem er eitthvað sem maður upplifir ekki oft fyrir deildarleiki,“ sagði Emil um lokaleikinn. Enginn vafi um hápunkt ferilsins „Maður er að taka þetta inn en mér líður ágætlega eins og er. En þegar kemur fram í september eða október fer maður kannski að finna meira fyrir þessu,“ bætti hann við. Lokatímabil Emils fór ekki eins og Þórsarar hefðu kosið: „Þetta var svolítið erfitt. Það var alltaf einn og einn að koma og við að byrja frá núllpunkti. Það er andlega lýjandi að byggja alltaf upp á nýtt. Við náðum aldrei takti. Svo voru mörg töp eftir áramót með 1-2 stigum, með flautukörfum sem féllu ekki með okkur, og það tók líka andann úr manni,“ sagði Emil sem þarf ekki að hugsa sig um þegar hann er spurður um hápunktinn á ferlinum: „Það myndi vera Íslandsmeistaratitilinn 2021. Það er klárt mál. Rosaleg upplifun og maður mun aldrei gleyma því að hafa lyft þeim stóra, á heimavelli. Það var extra sætt.“
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira