„Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 14:00 Ungir menn á partýrútu stoppuðu í Norðurbænum í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt og skutu upp nokkrum flugeldatertum íbúum til mikillar gremju. Hópur manna skaut upp flugeldatertum á bílaplani rétt hjá Ölstofunni í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt. Íbúar beindu reiði sinni að barnum á hverfissíðu en eigandi Ölstofunnar segir flugeldana ekki tengjast barnum. Klukkan 2:23 í nótt skrifaði nafnlaus íbúi færslu á hverfisgrúppunni „Norðurbærinn minn - íbúar í Norðurbæ í Hafnarfirði“ um flugeldasýningu í hverfinu. „Hvaða endemis hálfviti ákvað að það væri skynsamlegt að halda flugeldasýningu klukkan 02.20 núna rétt í þessu?“ skrifaði viðkomandi í færslunni og uppskar fjölda reiði-viðbragða og tugi ummæla. Fólk var fljótt að leita að sökudólgum og skrifuðu nokkrir að Ölhúsið bæri þarna ábyrgð og að verið væri að fagna lokun staðarins. Á móti tóku aðrir upp hanskann fyrir Ölstofuna í morgun og sögðu flugeldana ekki tengjast barnum neitt. Fréttastofa hafði samband við Ólaf Guðlaugsson, eiganda Ölhússins, til að forvitnast um málið. Ungir menn á partýrútu beri ábyrgðina „Guð minn góður, það var nú ekki á okkar ábyrgð, segir mér starfsfólkið sem var að vinna í gær,“ sagði Ólafur þegar fréttastofa spurði hann út í flugeldasýninguna í nótt. „Þetta voru bara einhverjir ungir menn að gera sér glaðan dag á partýrútu,“ bætti hann við. Fjólubláir blossar blöstu við Hafnfirðingum sem vöknuðu við flugeldana í nótt og litu út um gluggann sinn. Að sögn Ólafs hafi rútan stoppað fyrir utan Ölhúsið heldur á bílaplani milli barsins og bensínstöðvar Orkunnar. Þar hafi nokkrir ungir menn stokkið út og skotið þar upp tertum. Þannig þetta var ótengt ykkur? „Já, almáttugur. Við myndum aldrei gerast svo djarfir að gera fólki það að sprengja flugelda á nóttunni,“ sagði hann og bætti við: „Þetta er algjör dónaskapur að vera að gera fólki þetta.“ Urðuð þið var við þetta á barnum? Var þetta ekki mikill hávaði? „Nei, veistu það, ég var að spyrja fólk sem var þarna í gær og það tók ekki einu sinni eftir þessu. Þeir fara með þetta til hliðar við húsið,“ sagði Ólafur. „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus af þessu,“ bætti hann við. Hafnarfjörður Flugeldar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Klukkan 2:23 í nótt skrifaði nafnlaus íbúi færslu á hverfisgrúppunni „Norðurbærinn minn - íbúar í Norðurbæ í Hafnarfirði“ um flugeldasýningu í hverfinu. „Hvaða endemis hálfviti ákvað að það væri skynsamlegt að halda flugeldasýningu klukkan 02.20 núna rétt í þessu?“ skrifaði viðkomandi í færslunni og uppskar fjölda reiði-viðbragða og tugi ummæla. Fólk var fljótt að leita að sökudólgum og skrifuðu nokkrir að Ölhúsið bæri þarna ábyrgð og að verið væri að fagna lokun staðarins. Á móti tóku aðrir upp hanskann fyrir Ölstofuna í morgun og sögðu flugeldana ekki tengjast barnum neitt. Fréttastofa hafði samband við Ólaf Guðlaugsson, eiganda Ölhússins, til að forvitnast um málið. Ungir menn á partýrútu beri ábyrgðina „Guð minn góður, það var nú ekki á okkar ábyrgð, segir mér starfsfólkið sem var að vinna í gær,“ sagði Ólafur þegar fréttastofa spurði hann út í flugeldasýninguna í nótt. „Þetta voru bara einhverjir ungir menn að gera sér glaðan dag á partýrútu,“ bætti hann við. Fjólubláir blossar blöstu við Hafnfirðingum sem vöknuðu við flugeldana í nótt og litu út um gluggann sinn. Að sögn Ólafs hafi rútan stoppað fyrir utan Ölhúsið heldur á bílaplani milli barsins og bensínstöðvar Orkunnar. Þar hafi nokkrir ungir menn stokkið út og skotið þar upp tertum. Þannig þetta var ótengt ykkur? „Já, almáttugur. Við myndum aldrei gerast svo djarfir að gera fólki það að sprengja flugelda á nóttunni,“ sagði hann og bætti við: „Þetta er algjör dónaskapur að vera að gera fólki þetta.“ Urðuð þið var við þetta á barnum? Var þetta ekki mikill hávaði? „Nei, veistu það, ég var að spyrja fólk sem var þarna í gær og það tók ekki einu sinni eftir þessu. Þeir fara með þetta til hliðar við húsið,“ sagði Ólafur. „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus af þessu,“ bætti hann við.
Hafnarfjörður Flugeldar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira