Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 17:26 Josh Kaul, dómsmálaráðherra Wisconsin, segir peningagjafir Elons Musk til kjósenda vera ólöglegar mútur. Getty Dómsmálaráðherra Wisconsin, demókratinn Josh Kaul, hefur kært yfirlýsingar Elon Musk, um að hann ætli að gefa tveimur kjósendum milljón dali, til hæstaréttar ríkisins. Tvö lægri dómstig hafa hafnað kæru Kaul sem vill meina að greiðslur Musk feli í sér mútur. Sjö dómarar sitja í hæstarétti Wisconsin-ríkis og er meirihluti þeirra, eða fjórir af sjö, frjálslyndur. Einn dómaranna, Ann Walsh Bradley sem hefur setið við dóminn í 30 ár, sest í helgan stein á næstunni sem getur leitt til þess að hlutfallið snúist við. Brad Schimel og Susan Crawford keppast um hæstaréttardómarastöðu í Wisconsin.AP Nú stendur yfir kosning um arftaka Bradley þar sem valið er á milli Susan Crawford, dómara í County-sýslu sem Demókratar hafa stutt og Brad Schimel, dómara í Waukesha-sýslu sem Trump og Musk hafa stutt. Það sem flækir málið er að fimm af dómurunum sjö hafa lýst yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðandann sem vekur spurningar um það hvort þeir geti tekið afstöðu til kærunnar á hendur Musk. AP hafa fjallað um kosningarnar og tilraunir Musk til að hafa áhrif. Hafa styrkt Schimel um 20 milljónir Musk hefur skipulagt kosningafund í borginni Green Bay í Wisconsin í kvöld klukkan 19:30 að staðartíma (23:30 á íslenskum tíma) þar sem einungis þeir, sem hafa skrifað undir undirskriftarlista til að mótmæla „aktívísta-dómurum,“ eru velkomnir. Þar ætlar hann að gefa tveimur kjósendum milljón dala hvorn. Musk og aðrir hópar sem hann styður hafa styrkt Schimel um meira en 20 milljónir Bandaríkjadala (um 2,6 milljarða króna) í kosningabaráttu hans. Musk hefur styrkt Schimel rækilega.Getty Schimel, sem hefur klæðst MAGA-húfu í kosningabaráttunni, sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði ekki stjórn á peningastyrkjum utanaðkomandi hópa, hvort sem það væru Elon Musk eða aðrir. Það eina sem Trump hefði beðið um væri að aðgerðasinna-dómurum yrði hafnað og að lögunum yrði fylgt. „Það er einmitt það sem ég hef lofað, hvort sem það er Trump, Elon Musk eða einhverjir styrktaraðilar eða kjósendur í Wisconsin. Það er skuldbinding mín,“ sagði Schimel við Fox News á sunnudag. Musk áður gefið kjósendum pening Met hefur verið slegið í baráttunni um hæstaréttarsætið þar sem aldrei hefur jafn miklum fjárhæðum verið varið í kosningabaráttu fyrir dómarasæti í Bandaríkjunum. Framboðin hafa þegar eytt meira en 81 milljónum dala (um 10,67 milljörðum króna). Yfirlýsingar Trump um að bjóða kjósendum háar peningagreiðslur eru áþekkar yfirlýsingum hans í forsetakosningunum í fyrra þar sem hann bauðst til að gefa einum skráðum kjósanda í einu af sveifluríkjunum milljón dali á hverjum degi fram að kosningunum. Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. Dómari í Pennsylvaníu sagði saksóknara ekki hafa sýnt fram á að um ólöglega hlutaveltu væri að ræða og leyfði Musk að halda fjárútláti sínu út kjördag. Musk birti færslu á föstudag á X þar sem hann sagðist ætla persónulega að gefa tvær milljónir dala til tveggja kjósenda sem hefðu þegar kosið í kosningunum. Musk birti síðar aðra færslu til að skýra mál sitt og sagði þá að peningurinn færi til sérstakra „talsmanna“ fyrir undirskriftarlista gegn „aktívista-dómurum“. Musk sagði fyrst að kosningafundurinn yrði opinn öllum þeim sem hefðu kosið í kosningunum en breytti því síðan og sagði fundinn aðeins opinn þeim sem hefðu skrifað undir undirskriftarlista hans. Á föstudag gaf Musk fyrstu milljónina til manns frá Green Bay sem hafði styrkt Repúblikanaflokkinn í Wisconsin og Schimel til hæstaréttar. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Sjö dómarar sitja í hæstarétti Wisconsin-ríkis og er meirihluti þeirra, eða fjórir af sjö, frjálslyndur. Einn dómaranna, Ann Walsh Bradley sem hefur setið við dóminn í 30 ár, sest í helgan stein á næstunni sem getur leitt til þess að hlutfallið snúist við. Brad Schimel og Susan Crawford keppast um hæstaréttardómarastöðu í Wisconsin.AP Nú stendur yfir kosning um arftaka Bradley þar sem valið er á milli Susan Crawford, dómara í County-sýslu sem Demókratar hafa stutt og Brad Schimel, dómara í Waukesha-sýslu sem Trump og Musk hafa stutt. Það sem flækir málið er að fimm af dómurunum sjö hafa lýst yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðandann sem vekur spurningar um það hvort þeir geti tekið afstöðu til kærunnar á hendur Musk. AP hafa fjallað um kosningarnar og tilraunir Musk til að hafa áhrif. Hafa styrkt Schimel um 20 milljónir Musk hefur skipulagt kosningafund í borginni Green Bay í Wisconsin í kvöld klukkan 19:30 að staðartíma (23:30 á íslenskum tíma) þar sem einungis þeir, sem hafa skrifað undir undirskriftarlista til að mótmæla „aktívísta-dómurum,“ eru velkomnir. Þar ætlar hann að gefa tveimur kjósendum milljón dala hvorn. Musk og aðrir hópar sem hann styður hafa styrkt Schimel um meira en 20 milljónir Bandaríkjadala (um 2,6 milljarða króna) í kosningabaráttu hans. Musk hefur styrkt Schimel rækilega.Getty Schimel, sem hefur klæðst MAGA-húfu í kosningabaráttunni, sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði ekki stjórn á peningastyrkjum utanaðkomandi hópa, hvort sem það væru Elon Musk eða aðrir. Það eina sem Trump hefði beðið um væri að aðgerðasinna-dómurum yrði hafnað og að lögunum yrði fylgt. „Það er einmitt það sem ég hef lofað, hvort sem það er Trump, Elon Musk eða einhverjir styrktaraðilar eða kjósendur í Wisconsin. Það er skuldbinding mín,“ sagði Schimel við Fox News á sunnudag. Musk áður gefið kjósendum pening Met hefur verið slegið í baráttunni um hæstaréttarsætið þar sem aldrei hefur jafn miklum fjárhæðum verið varið í kosningabaráttu fyrir dómarasæti í Bandaríkjunum. Framboðin hafa þegar eytt meira en 81 milljónum dala (um 10,67 milljörðum króna). Yfirlýsingar Trump um að bjóða kjósendum háar peningagreiðslur eru áþekkar yfirlýsingum hans í forsetakosningunum í fyrra þar sem hann bauðst til að gefa einum skráðum kjósanda í einu af sveifluríkjunum milljón dali á hverjum degi fram að kosningunum. Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. Dómari í Pennsylvaníu sagði saksóknara ekki hafa sýnt fram á að um ólöglega hlutaveltu væri að ræða og leyfði Musk að halda fjárútláti sínu út kjördag. Musk birti færslu á föstudag á X þar sem hann sagðist ætla persónulega að gefa tvær milljónir dala til tveggja kjósenda sem hefðu þegar kosið í kosningunum. Musk birti síðar aðra færslu til að skýra mál sitt og sagði þá að peningurinn færi til sérstakra „talsmanna“ fyrir undirskriftarlista gegn „aktívista-dómurum“. Musk sagði fyrst að kosningafundurinn yrði opinn öllum þeim sem hefðu kosið í kosningunum en breytti því síðan og sagði fundinn aðeins opinn þeim sem hefðu skrifað undir undirskriftarlista hans. Á föstudag gaf Musk fyrstu milljónina til manns frá Green Bay sem hafði styrkt Repúblikanaflokkinn í Wisconsin og Schimel til hæstaréttar.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira