Tryggvi var ekki í leikmannahópi Bilbabo í dag þegar liðið beið lægri hlut gegn Real Madrid, 88-70, en báðir aðalmiðherjar liðsins eru nú á meiðslalista.
Jaume Ponsarnau, þjálfari Bilbabo, staðfesti fréttirnar í viðtali fyrir leikinn gegn Real en sagðist sjálfur vænta frekari frétta af framvindu mála eftir því sem Tryggvi og Marvin Jones, sem deilir miðherjastöðunni með Tryggva, yrðu betur skoðaðir af læknateymi liðsins.
Ponsarnau sagðist þó engu að síður reikna með að verða án þeirra í einhverjar vikur svo að vonandi verður Tryggvi orðinn stálsleginn fyrr en varir en deildarkeppninni á Spáni lýkur í lok maí og þá tekur úrslitakeppnin við.