Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2025 13:01 Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings sem nú er spáð Íslandsmeistaratitlinum. Hann þykir besti og erfiðasti mótherji deildarinnar. Vísir/Vilhelm Helmingur leikmanna Bestu deildar karla er hrifnari af gervigrasi en venjulegu grasi. Mikill meirihluti vill myndbandsdómgæslu í deildinni, aðeins 5% leikmanna eru hvorki í annarri vinnu né námi með fótboltanum, og langflestir telja Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann deildarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kom í könnun sem gerð var á meðal leikmanna í Bestu deild karla. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í dag um leið og árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í deildinni var birt. Samkvæmt spánni verða Víkingar Íslandsmeistarar í haust. Víkingar keyptu sem kunnugt er Gylfa Þór Sigurðsson frá Val í vetur og vann hann með yfirburðum kosninguna um besta leikmann deildarinnar. Blikarnir Óli Valur Ómarsson og Höskuldur Gunnlaugsson komu honum næstir. Kaplakriki skemmtilegastur en Víkin erfiðust Gylfi var sömuleiðis talinn erfiðasti mótherjinn en þar dreifðust atkvæði mun meira og hlaut Gylfi 22 atkvæði en Höskuldur kom næstur með 15 atkvæði. Flestir telja að þrátt fyrir að hann fái engar stoðsendingar frá Gylfa í sumar þá verði Patrick Pedersen markakóngur deildarinnar. Kaplakriki var valinn skemmtilegasti völlurinn og Víkingsvöllur erfiðasti völlurinn. Þá telja menn Aftureldingu líklegasta til að koma á óvart en Fram og ÍBV voru einnig oft nefnd í því sambandi. Mönnum þykir skemmtilegast, en ekki erfiðast, að spila á grasinu á Kaplakrikavelli.vísir/Diego Helmingur í námi og flestir hinna í vinnu Aðeins 5% leikmanna deildarinnar segjast vera eingöngu fótboltamenn. Langflestir eru annað hvort í námi eða fullri vinnu með boltanum. Um 15% eru í hlutastarfi með boltanum, 33% í fullu starfi en 47%, eða tæplega helmingur leikmanna, eru í námi. Margir eru eflaust í bæði starfi og námi með fótboltanum en spurt var hvaða lýsing ætti best við menn. Alls vilja 70% leikmanna fá VAR í Bestu deildina en 30% eru á móti því. Myndbandsdómgæsla er sífellt innleidd í fleiri deildir og spurning hvort og þá hvenær það gerist hér á landi en ljóst er að leikmenn kalla eftir henni. Jafnmargir styðja gervigras og gras Leikmenn skiptast í tvo nánast hnífjafna hópa þegar spurt er hvort þeir séu hrifnari af gervigrasi (49% eru „team gervigras“) eða náttúrulegu grasi (51% eru „team gras“). Besti leikmaður í sögu efstu deildar er Óskar Örn Hauksson, sem lék með Víkingum í fyrra en kvaddi félagið í vetur, en hann hlaut yfirburðakosningu. Besta deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í könnun sem gerð var á meðal leikmanna í Bestu deild karla. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í dag um leið og árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í deildinni var birt. Samkvæmt spánni verða Víkingar Íslandsmeistarar í haust. Víkingar keyptu sem kunnugt er Gylfa Þór Sigurðsson frá Val í vetur og vann hann með yfirburðum kosninguna um besta leikmann deildarinnar. Blikarnir Óli Valur Ómarsson og Höskuldur Gunnlaugsson komu honum næstir. Kaplakriki skemmtilegastur en Víkin erfiðust Gylfi var sömuleiðis talinn erfiðasti mótherjinn en þar dreifðust atkvæði mun meira og hlaut Gylfi 22 atkvæði en Höskuldur kom næstur með 15 atkvæði. Flestir telja að þrátt fyrir að hann fái engar stoðsendingar frá Gylfa í sumar þá verði Patrick Pedersen markakóngur deildarinnar. Kaplakriki var valinn skemmtilegasti völlurinn og Víkingsvöllur erfiðasti völlurinn. Þá telja menn Aftureldingu líklegasta til að koma á óvart en Fram og ÍBV voru einnig oft nefnd í því sambandi. Mönnum þykir skemmtilegast, en ekki erfiðast, að spila á grasinu á Kaplakrikavelli.vísir/Diego Helmingur í námi og flestir hinna í vinnu Aðeins 5% leikmanna deildarinnar segjast vera eingöngu fótboltamenn. Langflestir eru annað hvort í námi eða fullri vinnu með boltanum. Um 15% eru í hlutastarfi með boltanum, 33% í fullu starfi en 47%, eða tæplega helmingur leikmanna, eru í námi. Margir eru eflaust í bæði starfi og námi með fótboltanum en spurt var hvaða lýsing ætti best við menn. Alls vilja 70% leikmanna fá VAR í Bestu deildina en 30% eru á móti því. Myndbandsdómgæsla er sífellt innleidd í fleiri deildir og spurning hvort og þá hvenær það gerist hér á landi en ljóst er að leikmenn kalla eftir henni. Jafnmargir styðja gervigras og gras Leikmenn skiptast í tvo nánast hnífjafna hópa þegar spurt er hvort þeir séu hrifnari af gervigrasi (49% eru „team gervigras“) eða náttúrulegu grasi (51% eru „team gras“). Besti leikmaður í sögu efstu deildar er Óskar Örn Hauksson, sem lék með Víkingum í fyrra en kvaddi félagið í vetur, en hann hlaut yfirburðakosningu.
Besta deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira