Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar 3. apríl 2025 10:01 Græna orkan okkar er fyrir löngu orðin hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar, enda mikilvæg forsenda þeirrar velsældar og lífsgæða sem við búum við hér á landi. Við getum öll verið stolt af þvísem uppbygging raforkukerfisins hefur fært okkur. Mín kynslóð þekkir lítið annað en að það sé til nóg af grænni orku til að uppfylla þarfir okkar, hvort heldur er í hversdagslífinu eða atvinnulífinu. Afi minn og amma höfðu sannarlega aðra sögu að segja. En hver verður staðan hjá börnum okkar og barnabörnum? Í rúmlega 5 ára gamalli orkustefnu stjórnvalda er kveðið á um að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt. Núna blasir hins vegar við sú staða að við getum ekki mætt allri eftirspurn eftir raforku. Það gildir bæði um aukna orkuþörf vegna almenns vaxtar samfélagsins og um aukna orkuþörf fyrirtækja sem vilja bæta við rekstur sinn eða hefja nýjan. Hér er rétt að taka fram að orkuþörf vegna orkuskipta í samgöngum virðist ætla að verða minni en spáð var næstu 10 árin þar sem þróun notkunar rafeldsneytis gengur hægar en spár gerðu ráð fyrir. Vinnsla rafeldsneytis er enn ekki samkeppnishæf en við fylgjumst grannt með þróuninni, tilbúin að láta að okkur kveða þegar það verður hagkvæmt. Hver er orkuþörfin? Það er hvetjandi að lesa stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnarþar sem áhersla er á aukna orkuöflun, styrkingu flutningskerfis og bætta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Þá hefur ríkisstjórnin boðað að ferli leyfisveitinga verði einfaldað, tímafrestir lögbundnir og verkefni í nýtingarflokki rammaáætlunar látin njóta forgangs í stjórnsýslunni. Okkur Íslendinga vantar skýra framtíðarsýn um orkuþörf til næstu áratuga, sem ég vonast til að sjá í þeirri nýju atvinnustefnu sem ríkisstjórnin hefur boðað. Það er til dæmis æskilegt við afgreiðslu rammaáætlunar að horfa til þess hve mikilli orku samfélagið þarf á að halda á hverjum tíma þannig að orkunýtingarflokkurinn miðist ávallt við að mæta þeim þörfum. Og að þar sé að finna kosti á réttum stöðum, þ.e. bæði nálægt fyrirliggjandi innviðum og á stöðum sem henta notendum orkunnar, þar sem vinna má orku á samkeppnishæfu verði. Um leið og við erum opin fyrir öllum nýjum kostum í orkuöflun verðum við að vera raunsæ. Nú er staðan sú að vatnsorka, jarðvarmi og vindorka á landi eru samkeppnishæfir kostir, þ.e. þegar virkjað er á réttu stöðunum, en aðrir kostir eru ekki hagkvæmir og verða það ekki á næstunni. Það gildir t.d. bæði um vindorku á hafi og sólarorku, svo eitthvað sé nefnt. Ákvörðun núna: Orka eftir áratug Virkjanir rísa ekki á einni nóttu. Ákvörðun um virkjun núna þýðir að rafmagnið fer að streyma frá henni í fyrsta lagi eftir áratug. Við verðum því að taka ákvörðun núna um virkjanir sem samfélagið þarf á að halda árið 2035. Þennan tíma er reyndar hægt að stytta ef stjórnvöld halda vel á spöðunum við endurskoðun á því hvernig leyfi til framkvæmda og rekstrar virkjana eru afgreidd. Það ferli er hægt að stytta með samþættingu umhverfismats og leyfisveitinga án þess að slaka á umhverfiskröfum eða samráði við hagaðila. Hér eru tækifæri til að bæta og jafnframt einfalda aðkomu almennings með því að taka á öllum atriðum máls á sama tíma og á sama stað.Ein samræmd leyfisveiting getur hæglega þjónað sama tilgangi og það flókna ferli sem við búum við í dag. Vilji til orkuöflunar Orkuöflunarvilji er nýtt hugtak sem heyrst hefur í umræðu um orkumál. Við þurfum að taka afstöðu til þess hversu mikla orku við viljum vinna og í hvað við viljum nýta hana. Stjórnvöld verða að marka stefnu um orkuöflun á hverjum tíma. Ef við ætlum að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina raforku og halda í við þarfir vaxandi samfélags þá blasir við að það þarf að virkja meira. Við skuldum framtíðarkynslóðum að taka skynsamlegar ákvarðanir núna til að þau fái notið sömu eða betri lífsgæða og við höfum búið við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Græna orkan okkar er fyrir löngu orðin hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar, enda mikilvæg forsenda þeirrar velsældar og lífsgæða sem við búum við hér á landi. Við getum öll verið stolt af þvísem uppbygging raforkukerfisins hefur fært okkur. Mín kynslóð þekkir lítið annað en að það sé til nóg af grænni orku til að uppfylla þarfir okkar, hvort heldur er í hversdagslífinu eða atvinnulífinu. Afi minn og amma höfðu sannarlega aðra sögu að segja. En hver verður staðan hjá börnum okkar og barnabörnum? Í rúmlega 5 ára gamalli orkustefnu stjórnvalda er kveðið á um að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt. Núna blasir hins vegar við sú staða að við getum ekki mætt allri eftirspurn eftir raforku. Það gildir bæði um aukna orkuþörf vegna almenns vaxtar samfélagsins og um aukna orkuþörf fyrirtækja sem vilja bæta við rekstur sinn eða hefja nýjan. Hér er rétt að taka fram að orkuþörf vegna orkuskipta í samgöngum virðist ætla að verða minni en spáð var næstu 10 árin þar sem þróun notkunar rafeldsneytis gengur hægar en spár gerðu ráð fyrir. Vinnsla rafeldsneytis er enn ekki samkeppnishæf en við fylgjumst grannt með þróuninni, tilbúin að láta að okkur kveða þegar það verður hagkvæmt. Hver er orkuþörfin? Það er hvetjandi að lesa stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnarþar sem áhersla er á aukna orkuöflun, styrkingu flutningskerfis og bætta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Þá hefur ríkisstjórnin boðað að ferli leyfisveitinga verði einfaldað, tímafrestir lögbundnir og verkefni í nýtingarflokki rammaáætlunar látin njóta forgangs í stjórnsýslunni. Okkur Íslendinga vantar skýra framtíðarsýn um orkuþörf til næstu áratuga, sem ég vonast til að sjá í þeirri nýju atvinnustefnu sem ríkisstjórnin hefur boðað. Það er til dæmis æskilegt við afgreiðslu rammaáætlunar að horfa til þess hve mikilli orku samfélagið þarf á að halda á hverjum tíma þannig að orkunýtingarflokkurinn miðist ávallt við að mæta þeim þörfum. Og að þar sé að finna kosti á réttum stöðum, þ.e. bæði nálægt fyrirliggjandi innviðum og á stöðum sem henta notendum orkunnar, þar sem vinna má orku á samkeppnishæfu verði. Um leið og við erum opin fyrir öllum nýjum kostum í orkuöflun verðum við að vera raunsæ. Nú er staðan sú að vatnsorka, jarðvarmi og vindorka á landi eru samkeppnishæfir kostir, þ.e. þegar virkjað er á réttu stöðunum, en aðrir kostir eru ekki hagkvæmir og verða það ekki á næstunni. Það gildir t.d. bæði um vindorku á hafi og sólarorku, svo eitthvað sé nefnt. Ákvörðun núna: Orka eftir áratug Virkjanir rísa ekki á einni nóttu. Ákvörðun um virkjun núna þýðir að rafmagnið fer að streyma frá henni í fyrsta lagi eftir áratug. Við verðum því að taka ákvörðun núna um virkjanir sem samfélagið þarf á að halda árið 2035. Þennan tíma er reyndar hægt að stytta ef stjórnvöld halda vel á spöðunum við endurskoðun á því hvernig leyfi til framkvæmda og rekstrar virkjana eru afgreidd. Það ferli er hægt að stytta með samþættingu umhverfismats og leyfisveitinga án þess að slaka á umhverfiskröfum eða samráði við hagaðila. Hér eru tækifæri til að bæta og jafnframt einfalda aðkomu almennings með því að taka á öllum atriðum máls á sama tíma og á sama stað.Ein samræmd leyfisveiting getur hæglega þjónað sama tilgangi og það flókna ferli sem við búum við í dag. Vilji til orkuöflunar Orkuöflunarvilji er nýtt hugtak sem heyrst hefur í umræðu um orkumál. Við þurfum að taka afstöðu til þess hversu mikla orku við viljum vinna og í hvað við viljum nýta hana. Stjórnvöld verða að marka stefnu um orkuöflun á hverjum tíma. Ef við ætlum að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina raforku og halda í við þarfir vaxandi samfélags þá blasir við að það þarf að virkja meira. Við skuldum framtíðarkynslóðum að taka skynsamlegar ákvarðanir núna til að þau fái notið sömu eða betri lífsgæða og við höfum búið við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun