Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2025 14:14 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum hefur verið afgreitt út úr ríkisstjórn og verður lagt fram á Alþingi. Nái það fram að ganga verður hægt að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem fremja alvarleg afbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að frumvarpið sé í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja og Evrópusambandsins á sviði útlendingamála. Hljóti frumvarpið náð fyrir augum þingsins verði heimilt að afturkalla alþjóðlega vernd og brottvísa einstaklingum sem fremja alvarleg afbrot eða ógna öryggi ríkisins. „Ég hef talað skýrt í þessu máli og legg nú til að heimilt verði að afturkalla alþjóðlega vernd ef gildar ástæður eru til að álíta viðkomandi hættulegan öryggi ríkisins eða hann hefur hlotið dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot og er af þeim sökum hættulegur samfélaginu,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra. Ætla að afnema 18 mánaða reglu Frumvarpið felur einnig í sér að ákvæði í lögum sem heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli tafa og mannúðarsjónarmiða falla úr gildi. Núverandi regluverk kveður á um að fólk fái sjálfkrafa dvalarleyfi hafi ekki verið tekin ákvörðun um mál þeirra innan ákveðins tíma frá því umsókn um alþjóðlega vernd barst. Sá tími er 18 mánuðir í tilviki fullorðinna, en 16 mánuðir í tilviki barna. Ísland sé eina landið í Evrópu þar sem regla sem þessi er í gildi. Eftir afnám hennar muni allir umsækjendur áfram fá efnislega niðurstöðu í sín mál. Tugir milljarða á þremur árum Í tilkynningunni segir einnig að að árin 2022 til 2024 hafi verið metár þegar kemur að fjölda verndarumsókna, sem hafi valdið gríðarlegu álagi á innviði. Það hafi einnig heimt mikil útgjöld af hálfu ríkisins, og að 38 milljarðar króna hafi á þessum árum runnið til málaflokksins. Þessi fjöldi og álag hafi líka haft veruleg áhrif á málsmeðferðartíma. „Með þessu erum við að samræma reglur um útlendinga við nágrannaríki okkar og afnema séríslenskar reglur“ er haft eftir dómsmálaráðherra. „Áskoranir hafa verið mjög miklar og við þurfum að ná betri tökum á þessu. Það er alveg deginum ljósara. Fólk sem leitar hingað eru ekki óvinir okkar heldur manneskjur í leit að betra lífi. Hins vegar verðum við að hafa sambærilegar reglur og nágrannaríki okkar og tryggja að við ráðum betur við þennan málaflokk. Með betri samræmingu mun kerfið vera skýrara og virka betur fyrir þau sem þurfa raunverulega á því að halda. Í leiðinni munum við spara milljarða sem verður m.a. hægt að nota til að efla löggæslu og byggja nýtt fangelsi. Þá þurfum við líka að huga betur að móttökukerfinu okkar og vinna að því að börn sem flytjast hingað hafi jöfn tækifæri á við íslensk börn.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að frumvarpið sé í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja og Evrópusambandsins á sviði útlendingamála. Hljóti frumvarpið náð fyrir augum þingsins verði heimilt að afturkalla alþjóðlega vernd og brottvísa einstaklingum sem fremja alvarleg afbrot eða ógna öryggi ríkisins. „Ég hef talað skýrt í þessu máli og legg nú til að heimilt verði að afturkalla alþjóðlega vernd ef gildar ástæður eru til að álíta viðkomandi hættulegan öryggi ríkisins eða hann hefur hlotið dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot og er af þeim sökum hættulegur samfélaginu,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra. Ætla að afnema 18 mánaða reglu Frumvarpið felur einnig í sér að ákvæði í lögum sem heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli tafa og mannúðarsjónarmiða falla úr gildi. Núverandi regluverk kveður á um að fólk fái sjálfkrafa dvalarleyfi hafi ekki verið tekin ákvörðun um mál þeirra innan ákveðins tíma frá því umsókn um alþjóðlega vernd barst. Sá tími er 18 mánuðir í tilviki fullorðinna, en 16 mánuðir í tilviki barna. Ísland sé eina landið í Evrópu þar sem regla sem þessi er í gildi. Eftir afnám hennar muni allir umsækjendur áfram fá efnislega niðurstöðu í sín mál. Tugir milljarða á þremur árum Í tilkynningunni segir einnig að að árin 2022 til 2024 hafi verið metár þegar kemur að fjölda verndarumsókna, sem hafi valdið gríðarlegu álagi á innviði. Það hafi einnig heimt mikil útgjöld af hálfu ríkisins, og að 38 milljarðar króna hafi á þessum árum runnið til málaflokksins. Þessi fjöldi og álag hafi líka haft veruleg áhrif á málsmeðferðartíma. „Með þessu erum við að samræma reglur um útlendinga við nágrannaríki okkar og afnema séríslenskar reglur“ er haft eftir dómsmálaráðherra. „Áskoranir hafa verið mjög miklar og við þurfum að ná betri tökum á þessu. Það er alveg deginum ljósara. Fólk sem leitar hingað eru ekki óvinir okkar heldur manneskjur í leit að betra lífi. Hins vegar verðum við að hafa sambærilegar reglur og nágrannaríki okkar og tryggja að við ráðum betur við þennan málaflokk. Með betri samræmingu mun kerfið vera skýrara og virka betur fyrir þau sem þurfa raunverulega á því að halda. Í leiðinni munum við spara milljarða sem verður m.a. hægt að nota til að efla löggæslu og byggja nýtt fangelsi. Þá þurfum við líka að huga betur að móttökukerfinu okkar og vinna að því að börn sem flytjast hingað hafi jöfn tækifæri á við íslensk börn.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?