Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir, Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa 3. apríl 2025 07:31 Þættirnir Adolencence sem sýndir eru á Netflix hafa vakið mikla athygli. Foreldrar eru hugsi yfir þáttunum og jafnvel með kvíðahnút í maganum eftir áhorfið. Þættirnir fjalla um 13 ára dreng sem í upphafi þáttanna er handtekinn fyrir grun um að hafa myrt skólasystur sína og fylgst er með því ferli sem fer í gang í kjölfarið. Þættirnir hafa hlotið verðskuldað lof enda afar vel leiknir og taka á efni sem snertir því miður veruleika okkar allra. Þar er m.a. snert á áföllum, tengslavanda, ofbeldi, eitraðri karlmennsku, samfélagsmiðlanotkun, hegðunarvanda barna og skólasamfélaginu. Áhorfið getur tekið á en er vel þess virði. Þú ert ekki eina foreldrið sem hefur áhyggjur af barninu þínu á netinu. Það er flókið að vera foreldri í dag. Við höfum stigið inn í veröld tækni sem fyrir okkur flestum virðist framandi og flókin. Þróunin er hröð, virknin ógagnsæ og samskiptin blönduð tjáknum (emojis) og skammstöfunum sem gerir veruleikann illskiljanlegan fyrir okkur sem eldri erum. Við gerum okkar besta til að gæta öryggi þeirra þar þó það reynist okkur erfitt. Hvernig getum við gætt að börnunum okkar í veruleika sem við skiljum verr en börnin sjálf? Undanfarin ár hefur verið hávær umræða í þjóðfélaginu um snjallsíma og samfélagsmiðlanotkun barna og kemur fólki ekki alltaf saman um hvernig best sé að stíga niður fæti í þessum efnum. Aldurstakmark samfélagsmiðla er 13 ára og því augljóst mál að börn undir þeim aldri ættu ekki að vera með sína eigin aðgangsreikninga á slíkum miðlum. 13 ára erum við ekki fullorðin, á þeim aldri erum við enn að taka út mikilvægan þroska með því m.a. að upplifa lífið og tilveruna á eigin skinni. Þegar við komumst í snertingu við efni sem við höfum ekki þroska til þess að geta lagt rétt mat á þá getur það haft áhrif á hegðun. Reglur, rammi og eftirlit fullorðinna er eðlilegt meðan börnin eru að taka út þennan mikilvæga þroska. Börn og netmiðlar (2023) – Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands: Helmingi fleiri stelpur en strákar hafa séð umræður um leiðir á netinu til að grenna sig verulega. Unglingsstúlkur eru mun líklegri en strákar til að hafa séð auglýsingar um megrunarvörur, andlitsmeðferðir (t.d. bótox, fylliefni og nálastungur) og útlitsaðgerðir (t.d. brjóstastækkun, rassastækkun eða nefaðgerðir) en strákar. 32% drengja og 42% stúlkna í 8.-10 bek hafa séð hatursskilaboð sem beinast gegn einstaklingum eða hópum á netinu. Þriðjungur nemenda í 8.-10. bekk hefur séð umræður eða umfjöllun um leiðir til að skaða sig líkamlega. Skilaboðin koma ekki einungis gegnum auglýsingar heldur frá áhrifavöldum sem sumir hverjir draga upp óheilbrigða mynd af samfélaginu út frá sínum eigin skoðunum í von um áhorf, “like” og fjárhagslegan ávinning. Í ólgusjó upplýsinga á netinu þar sem við efumst stöðugt um sannleiksgildi upplýsinga getur sjarmerandi áhrifavaldur með einföld skilaboð virkað eins og ljós í myrkrinu. Þeir geta verið margir og mismunandi. Eitt dæmi er Andrew Tate sem einmitt er minnst á í þáttunum sem ungir drengir líta upp til þrátt fyrir ákærur um ofbeldi, kynferðisofbeldi og hatursorðræðu í garð kvenna. Eins og höfundar þessarar greinar hafa tekið fram í sínum fyrri skrifum væri einföldun að kenna eingöngu samfélagsmiðlanotkun um hrakandi geðheilsu barna og unglinga eða ofbeldi meðal ungmenna. Þar spilar margt inn í og eru samfélagsmiðlar bara einn hluti af stórri og flókinni mynd. Þar má nefna aðra hluta sem gegna veigamiklu hlutverki líkt og breytt samfélagsmynd, fátækt, vanræksla, fordómar, kvenfyrirlitning og samskiptavandi sem mikilvægt er að takast á við sem samfélag. En þó er ekki hægt að horfa frá því að samfélagsmiðlanotkun barna og unglinga er hluti stóru myndarinnar sem þarf að skoða og vinna með. Þá sérstaklega þar sem ungmennin sjálf hafa nefnt að þau hefðu viljað fá meiri fræðslu og jafnvel reglur um slík samskiptaforrit áður en þau fengu aðgengi að þeim. Við foreldrar þurfum að vera meðvituð um þá áhrifavalda sem hafa aðgengi að börnunum okkar. Myndum við fara með börnin okkar á fyrirlestra hjá einstaklingum sem ala á fordómum gagnvart hinsegin fólki eða ýta undir kvenfyrirlitningu og hatursorðræðu? Við erum nokkuð viss um að fáir, ef einhverjir, foreldrar myndu gera það. Þó eru þessir áhrifavaldar með aðgengi að börnunum okkar í gegnum samfélagsmiðla og oft án þess að við höfum nokkra hugmynd um það. En hvað getum við þá gert? Það er í okkar hlutverki að vera áhrifavaldar í lífi barnanna okkar. Fyrstu árin eru það helst við foreldrarnir sem börnin líta upp til og sjá ekki sólina fyrir. Eftir því sem börnin svo eldast fer félagahópurinn að skipta meira máli og fara unglingarnir þá oft að færa sig fjær foreldrunum, það er eðlilegur partur af þroska barna. Það sem skiptir máli varðandi áhrif á líðan og lífsánægju unglinga eru tengslin sem þau eiga við foreldra sína. Því er mikilvægt að foreldrar leggi sig fram við að vera í góðu sambandi við börnin sín, viti hvað þau eru að gera og með hverjum þau eru. Einnig er jákvætt ef börnin okkar hafa fleiri fullorðna en bara foreldra sína sem þau treysta og geta leitað til. Þá er mikil forvörn í því að þekkja vini barnanna sinna og foreldra þeirra. Góð ráð fyrir foreldra til að efla tengsl við börnin/unglingana sína: Leggja áherslu á litlu hversdagslegu hlutina sem gerðir eru daglega. Til að mynda borða saman máltíð í ró og næði, fara í göngutúr eða spila saman tölvuleik. Gefa sér tíma (þarf ekki að vera langur, 15 mínútur er nóg) daglega með barninu í samveru þar sem ekkert áreiti er til staðar og barnið/unglingurinn stýrir hvað er gert. Kynna sér áhugamál barnanna sinna og sýna áhugamálum þeirra áhuga. Þó að við foreldrarnir höfum jafnvel lítinn áhuga á því er það í okkar hlutverki að kynna okkur það sem barnið hefur áhuga á. Alveg eins og við mætum á fótboltaleiki eða æfingar hjá barninu þá getum við fengið að horfa á eða jafnvel spila tölvuleiki með barninu okkar ef það hefur áhuga á tölvuleikjum. Hér gæti líka verið gott að fá að horfa með barninu á þættina eða áhrifavaldana sem það horfir á. Gott er að passa upp á eigin viðbrögð þegar börnin segja okkur eitthvað sem er erfitt að heyra. Vertu forvitinn, notaðu virka hlustun og þakkaðu þeim fyrir að treysta þér fyrir þessum upplýsingum. Við viljum að þau komi til okkar þegar þau lenda í vandræðum og þá er mikilvægt að við skömmum þau ekki eða bregðumst harkalega við þó að við eigum stundum erfitt með að halda ró í erfiðum aðstæðum. Gott er að forðast að yfirheyra börnin þó að okkur gruni að eitthvað sé að trufla þau. Mælt er með að fara í göngutúr eða bíltúr þar sem auðveldara getur verið að halda uppi samræðum og opna á möguleikann fyrir þau að segja okkur frá erfiðum hlutum. Skoðaðu eigin notkun á snjallsímum og samfélagsmiðlum. Foreldrar eru fyrirmyndir í lífi barna sinna og okkar hegðun gagnvart tækjunum verður sú hegðun sem þau koma til með að tileinka sér. Leiðum með fordæmi, fylgjum reglum heimilisins sjálf, biðjum um leyfi áður en við deilum myndum og bjóðum fram aðstoð við að leysa úr erfiðum stöðum sem geta komið upp á netinu. Eigum samtal um miðlalæsi – hver er þetta, hvaðan kemur þetta, er þetta einum of ótrúlegt, hafa aðrir fréttamiðlar birt eitthvað um þetta, finnurður fyrir reiði eða er myndin ótrúverðug? Hvetjum börnin okkar til þess að stoppa, hugsa og athuga sannleiksgildi upplýsinga og sýnum þeim hvernig þau geta leitað heimilda. Like-in okkar, deilingar, það efni sem við stöldrum við til að skoða o.fl. getur haft áhrif á það efni sem algóritminn sýnir okkur. Það getur verið auðvelt að festast í bergmálshellum á netinu. Skoðum mál frá fleiri en einni hlið. Veljum sjálf efnið sem við skoðum og áhrifavaldana sem við hlustum á í staðinn fyrir að láta algóritmann velja fyrir okkur. Mikilvægt er að búa til reglur fyrir allt heimilið sem snýr að snjalltækjum og samfélagsmiðlum. Bara það eitt að búa til þennan ramma saman sem fjölskylda getur skapað góðan grunn til þess að eiga samtal um hlutverk tækni á heimilinu. Allir fjölskyldumeðlimir eiga að fá að vera með í að skapa rammann og hann á að gilda um alla meðlimi: --- Hvaða staðir og stundir ættu að vera skjálausar? --- Hvernig viljum við hafa samverustundir fjölskyldunnar? Ætlum við að horfa á mynd saman eða spila saman leik. Ætlum við að vera í síma á meðan? Getum við gert eitthvað saman sem tengist ekki skjátíma? --- Ætlum við að setja einhvern tímaramma? --- Hvaða ramma ætlum við að setja um deilingu lykilorða, staðsetningar, myndum- og myndböndum af fjölskyldumeðlimum? --- Hvað getum við gert þegar við lendum í vandræðum á netinu? Foreldrasamstaða skiptir lykilmáli þegar kemur að samfélagsmiðlum. Mælt er með að foreldrar komi sér saman um sameiginlegar reglur sem ganga yfir alla. Það er mun auðveldara að standa við reglurnar ef þú veist að fleiri eru sömu skoðunar og setja sömu reglur. Frekari ráð má finna á Heilsuveru – Skjárinn og börnin Höfundar þessarar greinar standa fyrir fræðslufundi 28. apríl kl. 20:00 þar sem farið verður dýpra í heim samfélagsmiðla og foreldrum veitt ráð hvernig þau geta stutt við börnin sín. Fundinum verður streymt á netinu, er opinn öllum og gjaldfrjáls. Upplýsingar um fundinn má finna hér á Facebook og skráningu má finna hér. Daðey Albertsdóttir, móðir og sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð. Silja Björk Egilsdóttir er móðir og sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Seiglu sálfræði- og ráðgjafastofu. Skúli Bragi Geirdal, faðir og sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daðey Albertsdóttir Silja Björk Egilsdóttir Skúli Bragi Geirdal Símanotkun barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þættirnir Adolencence sem sýndir eru á Netflix hafa vakið mikla athygli. Foreldrar eru hugsi yfir þáttunum og jafnvel með kvíðahnút í maganum eftir áhorfið. Þættirnir fjalla um 13 ára dreng sem í upphafi þáttanna er handtekinn fyrir grun um að hafa myrt skólasystur sína og fylgst er með því ferli sem fer í gang í kjölfarið. Þættirnir hafa hlotið verðskuldað lof enda afar vel leiknir og taka á efni sem snertir því miður veruleika okkar allra. Þar er m.a. snert á áföllum, tengslavanda, ofbeldi, eitraðri karlmennsku, samfélagsmiðlanotkun, hegðunarvanda barna og skólasamfélaginu. Áhorfið getur tekið á en er vel þess virði. Þú ert ekki eina foreldrið sem hefur áhyggjur af barninu þínu á netinu. Það er flókið að vera foreldri í dag. Við höfum stigið inn í veröld tækni sem fyrir okkur flestum virðist framandi og flókin. Þróunin er hröð, virknin ógagnsæ og samskiptin blönduð tjáknum (emojis) og skammstöfunum sem gerir veruleikann illskiljanlegan fyrir okkur sem eldri erum. Við gerum okkar besta til að gæta öryggi þeirra þar þó það reynist okkur erfitt. Hvernig getum við gætt að börnunum okkar í veruleika sem við skiljum verr en börnin sjálf? Undanfarin ár hefur verið hávær umræða í þjóðfélaginu um snjallsíma og samfélagsmiðlanotkun barna og kemur fólki ekki alltaf saman um hvernig best sé að stíga niður fæti í þessum efnum. Aldurstakmark samfélagsmiðla er 13 ára og því augljóst mál að börn undir þeim aldri ættu ekki að vera með sína eigin aðgangsreikninga á slíkum miðlum. 13 ára erum við ekki fullorðin, á þeim aldri erum við enn að taka út mikilvægan þroska með því m.a. að upplifa lífið og tilveruna á eigin skinni. Þegar við komumst í snertingu við efni sem við höfum ekki þroska til þess að geta lagt rétt mat á þá getur það haft áhrif á hegðun. Reglur, rammi og eftirlit fullorðinna er eðlilegt meðan börnin eru að taka út þennan mikilvæga þroska. Börn og netmiðlar (2023) – Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands: Helmingi fleiri stelpur en strákar hafa séð umræður um leiðir á netinu til að grenna sig verulega. Unglingsstúlkur eru mun líklegri en strákar til að hafa séð auglýsingar um megrunarvörur, andlitsmeðferðir (t.d. bótox, fylliefni og nálastungur) og útlitsaðgerðir (t.d. brjóstastækkun, rassastækkun eða nefaðgerðir) en strákar. 32% drengja og 42% stúlkna í 8.-10 bek hafa séð hatursskilaboð sem beinast gegn einstaklingum eða hópum á netinu. Þriðjungur nemenda í 8.-10. bekk hefur séð umræður eða umfjöllun um leiðir til að skaða sig líkamlega. Skilaboðin koma ekki einungis gegnum auglýsingar heldur frá áhrifavöldum sem sumir hverjir draga upp óheilbrigða mynd af samfélaginu út frá sínum eigin skoðunum í von um áhorf, “like” og fjárhagslegan ávinning. Í ólgusjó upplýsinga á netinu þar sem við efumst stöðugt um sannleiksgildi upplýsinga getur sjarmerandi áhrifavaldur með einföld skilaboð virkað eins og ljós í myrkrinu. Þeir geta verið margir og mismunandi. Eitt dæmi er Andrew Tate sem einmitt er minnst á í þáttunum sem ungir drengir líta upp til þrátt fyrir ákærur um ofbeldi, kynferðisofbeldi og hatursorðræðu í garð kvenna. Eins og höfundar þessarar greinar hafa tekið fram í sínum fyrri skrifum væri einföldun að kenna eingöngu samfélagsmiðlanotkun um hrakandi geðheilsu barna og unglinga eða ofbeldi meðal ungmenna. Þar spilar margt inn í og eru samfélagsmiðlar bara einn hluti af stórri og flókinni mynd. Þar má nefna aðra hluta sem gegna veigamiklu hlutverki líkt og breytt samfélagsmynd, fátækt, vanræksla, fordómar, kvenfyrirlitning og samskiptavandi sem mikilvægt er að takast á við sem samfélag. En þó er ekki hægt að horfa frá því að samfélagsmiðlanotkun barna og unglinga er hluti stóru myndarinnar sem þarf að skoða og vinna með. Þá sérstaklega þar sem ungmennin sjálf hafa nefnt að þau hefðu viljað fá meiri fræðslu og jafnvel reglur um slík samskiptaforrit áður en þau fengu aðgengi að þeim. Við foreldrar þurfum að vera meðvituð um þá áhrifavalda sem hafa aðgengi að börnunum okkar. Myndum við fara með börnin okkar á fyrirlestra hjá einstaklingum sem ala á fordómum gagnvart hinsegin fólki eða ýta undir kvenfyrirlitningu og hatursorðræðu? Við erum nokkuð viss um að fáir, ef einhverjir, foreldrar myndu gera það. Þó eru þessir áhrifavaldar með aðgengi að börnunum okkar í gegnum samfélagsmiðla og oft án þess að við höfum nokkra hugmynd um það. En hvað getum við þá gert? Það er í okkar hlutverki að vera áhrifavaldar í lífi barnanna okkar. Fyrstu árin eru það helst við foreldrarnir sem börnin líta upp til og sjá ekki sólina fyrir. Eftir því sem börnin svo eldast fer félagahópurinn að skipta meira máli og fara unglingarnir þá oft að færa sig fjær foreldrunum, það er eðlilegur partur af þroska barna. Það sem skiptir máli varðandi áhrif á líðan og lífsánægju unglinga eru tengslin sem þau eiga við foreldra sína. Því er mikilvægt að foreldrar leggi sig fram við að vera í góðu sambandi við börnin sín, viti hvað þau eru að gera og með hverjum þau eru. Einnig er jákvætt ef börnin okkar hafa fleiri fullorðna en bara foreldra sína sem þau treysta og geta leitað til. Þá er mikil forvörn í því að þekkja vini barnanna sinna og foreldra þeirra. Góð ráð fyrir foreldra til að efla tengsl við börnin/unglingana sína: Leggja áherslu á litlu hversdagslegu hlutina sem gerðir eru daglega. Til að mynda borða saman máltíð í ró og næði, fara í göngutúr eða spila saman tölvuleik. Gefa sér tíma (þarf ekki að vera langur, 15 mínútur er nóg) daglega með barninu í samveru þar sem ekkert áreiti er til staðar og barnið/unglingurinn stýrir hvað er gert. Kynna sér áhugamál barnanna sinna og sýna áhugamálum þeirra áhuga. Þó að við foreldrarnir höfum jafnvel lítinn áhuga á því er það í okkar hlutverki að kynna okkur það sem barnið hefur áhuga á. Alveg eins og við mætum á fótboltaleiki eða æfingar hjá barninu þá getum við fengið að horfa á eða jafnvel spila tölvuleiki með barninu okkar ef það hefur áhuga á tölvuleikjum. Hér gæti líka verið gott að fá að horfa með barninu á þættina eða áhrifavaldana sem það horfir á. Gott er að passa upp á eigin viðbrögð þegar börnin segja okkur eitthvað sem er erfitt að heyra. Vertu forvitinn, notaðu virka hlustun og þakkaðu þeim fyrir að treysta þér fyrir þessum upplýsingum. Við viljum að þau komi til okkar þegar þau lenda í vandræðum og þá er mikilvægt að við skömmum þau ekki eða bregðumst harkalega við þó að við eigum stundum erfitt með að halda ró í erfiðum aðstæðum. Gott er að forðast að yfirheyra börnin þó að okkur gruni að eitthvað sé að trufla þau. Mælt er með að fara í göngutúr eða bíltúr þar sem auðveldara getur verið að halda uppi samræðum og opna á möguleikann fyrir þau að segja okkur frá erfiðum hlutum. Skoðaðu eigin notkun á snjallsímum og samfélagsmiðlum. Foreldrar eru fyrirmyndir í lífi barna sinna og okkar hegðun gagnvart tækjunum verður sú hegðun sem þau koma til með að tileinka sér. Leiðum með fordæmi, fylgjum reglum heimilisins sjálf, biðjum um leyfi áður en við deilum myndum og bjóðum fram aðstoð við að leysa úr erfiðum stöðum sem geta komið upp á netinu. Eigum samtal um miðlalæsi – hver er þetta, hvaðan kemur þetta, er þetta einum of ótrúlegt, hafa aðrir fréttamiðlar birt eitthvað um þetta, finnurður fyrir reiði eða er myndin ótrúverðug? Hvetjum börnin okkar til þess að stoppa, hugsa og athuga sannleiksgildi upplýsinga og sýnum þeim hvernig þau geta leitað heimilda. Like-in okkar, deilingar, það efni sem við stöldrum við til að skoða o.fl. getur haft áhrif á það efni sem algóritminn sýnir okkur. Það getur verið auðvelt að festast í bergmálshellum á netinu. Skoðum mál frá fleiri en einni hlið. Veljum sjálf efnið sem við skoðum og áhrifavaldana sem við hlustum á í staðinn fyrir að láta algóritmann velja fyrir okkur. Mikilvægt er að búa til reglur fyrir allt heimilið sem snýr að snjalltækjum og samfélagsmiðlum. Bara það eitt að búa til þennan ramma saman sem fjölskylda getur skapað góðan grunn til þess að eiga samtal um hlutverk tækni á heimilinu. Allir fjölskyldumeðlimir eiga að fá að vera með í að skapa rammann og hann á að gilda um alla meðlimi: --- Hvaða staðir og stundir ættu að vera skjálausar? --- Hvernig viljum við hafa samverustundir fjölskyldunnar? Ætlum við að horfa á mynd saman eða spila saman leik. Ætlum við að vera í síma á meðan? Getum við gert eitthvað saman sem tengist ekki skjátíma? --- Ætlum við að setja einhvern tímaramma? --- Hvaða ramma ætlum við að setja um deilingu lykilorða, staðsetningar, myndum- og myndböndum af fjölskyldumeðlimum? --- Hvað getum við gert þegar við lendum í vandræðum á netinu? Foreldrasamstaða skiptir lykilmáli þegar kemur að samfélagsmiðlum. Mælt er með að foreldrar komi sér saman um sameiginlegar reglur sem ganga yfir alla. Það er mun auðveldara að standa við reglurnar ef þú veist að fleiri eru sömu skoðunar og setja sömu reglur. Frekari ráð má finna á Heilsuveru – Skjárinn og börnin Höfundar þessarar greinar standa fyrir fræðslufundi 28. apríl kl. 20:00 þar sem farið verður dýpra í heim samfélagsmiðla og foreldrum veitt ráð hvernig þau geta stutt við börnin sín. Fundinum verður streymt á netinu, er opinn öllum og gjaldfrjáls. Upplýsingar um fundinn má finna hér á Facebook og skráningu má finna hér. Daðey Albertsdóttir, móðir og sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð. Silja Björk Egilsdóttir er móðir og sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Seiglu sálfræði- og ráðgjafastofu. Skúli Bragi Geirdal, faðir og sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun