Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2025 09:00 Viktor Orban, forsætisráðherra valdboðsstjórnar Ungverjalands, (t.h.) og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, (t.h.) á góðri stundu fyrir nokkrum árum. Vísir/EPA Ungverk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætluðu að segja sig frá Alþjóðasamáladómstólnum á sama tíma og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mætti í opinbera heimsókn til Búdapestar. Dómstóllinn, sem er sá eini sem fjallar um stríðsglæpi og þjóðarmorð, gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsins á Gasa í nóvember. Skrifstofustjóri Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, greindi frá því í stuttri yfirlýsingu að ríkisstjórnin ætlaði að hefja úrsagnarferlið strax í dag. Hann skýrði ekki frekar hvers vegna. Orbán lýsti handtökuskipuninni sem var gefin út á hendur Netanjahú sem „hneykslanlega ósvífinni“ á sínum tíma. Hann bauð ísraelska forsætisráðherranum strax í opinbera heimsókn eftir að skipunin var gefin út og sagði hana ekki hafa neitt gildi í Ungverjalandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aðildarríkjum dómstólsins í Haag ber skylda til þess að handtaka einstaklinga sem sæta handtökuskipun af þessu tagi ef þeir stíga á land þeirra. Dómstóllinn hefur hins vegar engin tól þess að framfylgja því. Alþjóðadómstóllinn taldi rökstuddan grun fyrir því að Netanjahú bæri ábyrgð á meintum stríðsglæpum Ísraelshers og glæpum gegn mannkyninu í stríðinu gegn Hamas á Gasaströndinni. Ungverjaland var á meðal 125 stofnríkja dómstólsins. Þau bætast nú í hóp ríkja eins og Bandaríkjanna, Rússlands, Kína og Ísraels sem viðurkenna ekki lögsögu hans. Ungverjaland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Sjá meira
Skrifstofustjóri Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, greindi frá því í stuttri yfirlýsingu að ríkisstjórnin ætlaði að hefja úrsagnarferlið strax í dag. Hann skýrði ekki frekar hvers vegna. Orbán lýsti handtökuskipuninni sem var gefin út á hendur Netanjahú sem „hneykslanlega ósvífinni“ á sínum tíma. Hann bauð ísraelska forsætisráðherranum strax í opinbera heimsókn eftir að skipunin var gefin út og sagði hana ekki hafa neitt gildi í Ungverjalandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aðildarríkjum dómstólsins í Haag ber skylda til þess að handtaka einstaklinga sem sæta handtökuskipun af þessu tagi ef þeir stíga á land þeirra. Dómstóllinn hefur hins vegar engin tól þess að framfylgja því. Alþjóðadómstóllinn taldi rökstuddan grun fyrir því að Netanjahú bæri ábyrgð á meintum stríðsglæpum Ísraelshers og glæpum gegn mannkyninu í stríðinu gegn Hamas á Gasaströndinni. Ungverjaland var á meðal 125 stofnríkja dómstólsins. Þau bætast nú í hóp ríkja eins og Bandaríkjanna, Rússlands, Kína og Ísraels sem viðurkenna ekki lögsögu hans.
Ungverjaland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Sjá meira