Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 3. apríl 2025 11:01 Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds. Til viðbótar hefur hækkun kolefnisgjalds verið boðuð, nýjar reglur um upplýsingagjöf og eignatengsl kynntar og loforð gefið um auknar strandveiðar. En hver verða áhrif þessara fjögurra aðgerða á greinina? Tvöföldun veiðigjalds Stjórnvöld áætla að hækkun veiðigjalda muni skila um 10 milljörðum króna aukalega í ríkiskassann á ári. Þessi skattahækkun, því veiðigjöld eru sannarlega skattur, mun hafa íþyngjandi áhrif á útgerðir landsins. Samkvæmt áhrifamati frumvarpsins getur skattbyrði einstaka stofna margfaldast, jafnvel þótt heildaráhrifin á greinina séu tvöföldun. Hækkunin kemur með nokkuð skömmum fyrirvara og mun draga úr getu sjávarútvegsfyrirtækja til fjárfestinga og arðgreiðslna. Þá er útfærsla hækkunarinnar með þeim hætti að hún dregur úr hvötum til að starfrækja fiskvinnslu a Íslandi, með fyrirséðum neikvæðum afleiðingum á byggðir víða um land. Hækkun kolefnisgjalds Á sama tíma leggur ríkisstjórnin til 25% hækkun kolefnisgjalds, ofan á 60% hækkun sem þegar hafði verið samþykkt í fjárlögum fyrir árið 2025. Samanlagt jafngilda þessar tvær hækkanir tvöföldun kolefnisgjalds á skömmum tíma. Kolefnisgjald á að vera liður í orkuskiptum – en þau eru einfaldlega ekki raunhæf fyrir sjávarútveg með núverandi tækni. Fyrirtækin hafa því engin úrræði til að komast hjá gjaldinu og því verður það í raun hefðbundin skattheimta, án tengsla við umhverfisstefnu. Kvaðir um upplýsingagjöf Áform eru uppi um að innleiða nýjar reglur um upplýsingaskyldu tengdra aðila í sjávarútvegi, þar sem aðilum í greininni er gert að skila skýrslu um eigendur á þriggja mánaða fresti, og víðtækri skilgreiningu á tengslum milli aðila – jafnvel þar sem slík tengsl væru ekki talin til staðar í öðrum atvinnugreinum. Þetta felur í sér mismunun gagnvart greininni, leggur þyngri byrði á smærri útgerðir og dregur úr hagkvæmni hjá þeim stærri. Þessar nýju kvaðir eru því til þess fallnar að draga úr krafti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Auknar strandveiðar Við myndun ríkisstjórnarinnar voru kynnt áform um að tryggja 48 daga strandveiðar. Til að ná því þarf að færa aflaheimildir úr aflamarkskerfinu yfir í strandveiðikerfið. Slík tilfærsla færir verðmæti frá þeim sem nýta auðlindina best yfir til óhagkvæmari veiða. Þeir sem greitt hafa fyrir aðgang að auðlindinni munu sitja eftir með minna, en þeir sem ekki hafa greitt munu njóta góðs af. Afleiðingin verður minni hagkvæmni og verri afkoma fyrir greinina í heild. Hve lengi tekur sjórinn við? Framangreindar aðgerðir ríkisstjórnarinnar leggjast ofan á nýjan 10% innflutningstoll sem bandarísk stjórnvöld hafa nú lagt á Ísland. Það mun draga úr eftirspurn eftir sjávarfangi á einum mikilvægasta útflutningsmarkaði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Stundum er sagt að lengi taki sjórinn við. En þegar litið er til samverkandi áhrifa tveggja skattahækkana, nýrra upplýsingakvaða, skertra aflaheimilda og nú síðast tollmúra vaknar upp spurningin: hve lengi? Á einhverjum tímapunkti munu allar þessar aðgerðir draga svo úr þrótti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja að skatttekjur vegna greinarinnar munu dragast saman til lengri tíma litið. Þá eru ótalin neikvæð áhrif á þau störf, byggðalög og það fólk sem nýtur góðs af starfsemi þessara fyrirtækja í dag. Í stað þess að rugga bátnum með þessum hætti væri farsælli stefna stjórnvalda að bæta rekstrarumhverfi sjávarútvegsins í ljósi þeirrar ógnar sem nú steðjar að greininni í formi tollmúra. Þannig tryggjum við að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti áfram siglt á mið útflutningsmarkaða, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds. Til viðbótar hefur hækkun kolefnisgjalds verið boðuð, nýjar reglur um upplýsingagjöf og eignatengsl kynntar og loforð gefið um auknar strandveiðar. En hver verða áhrif þessara fjögurra aðgerða á greinina? Tvöföldun veiðigjalds Stjórnvöld áætla að hækkun veiðigjalda muni skila um 10 milljörðum króna aukalega í ríkiskassann á ári. Þessi skattahækkun, því veiðigjöld eru sannarlega skattur, mun hafa íþyngjandi áhrif á útgerðir landsins. Samkvæmt áhrifamati frumvarpsins getur skattbyrði einstaka stofna margfaldast, jafnvel þótt heildaráhrifin á greinina séu tvöföldun. Hækkunin kemur með nokkuð skömmum fyrirvara og mun draga úr getu sjávarútvegsfyrirtækja til fjárfestinga og arðgreiðslna. Þá er útfærsla hækkunarinnar með þeim hætti að hún dregur úr hvötum til að starfrækja fiskvinnslu a Íslandi, með fyrirséðum neikvæðum afleiðingum á byggðir víða um land. Hækkun kolefnisgjalds Á sama tíma leggur ríkisstjórnin til 25% hækkun kolefnisgjalds, ofan á 60% hækkun sem þegar hafði verið samþykkt í fjárlögum fyrir árið 2025. Samanlagt jafngilda þessar tvær hækkanir tvöföldun kolefnisgjalds á skömmum tíma. Kolefnisgjald á að vera liður í orkuskiptum – en þau eru einfaldlega ekki raunhæf fyrir sjávarútveg með núverandi tækni. Fyrirtækin hafa því engin úrræði til að komast hjá gjaldinu og því verður það í raun hefðbundin skattheimta, án tengsla við umhverfisstefnu. Kvaðir um upplýsingagjöf Áform eru uppi um að innleiða nýjar reglur um upplýsingaskyldu tengdra aðila í sjávarútvegi, þar sem aðilum í greininni er gert að skila skýrslu um eigendur á þriggja mánaða fresti, og víðtækri skilgreiningu á tengslum milli aðila – jafnvel þar sem slík tengsl væru ekki talin til staðar í öðrum atvinnugreinum. Þetta felur í sér mismunun gagnvart greininni, leggur þyngri byrði á smærri útgerðir og dregur úr hagkvæmni hjá þeim stærri. Þessar nýju kvaðir eru því til þess fallnar að draga úr krafti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Auknar strandveiðar Við myndun ríkisstjórnarinnar voru kynnt áform um að tryggja 48 daga strandveiðar. Til að ná því þarf að færa aflaheimildir úr aflamarkskerfinu yfir í strandveiðikerfið. Slík tilfærsla færir verðmæti frá þeim sem nýta auðlindina best yfir til óhagkvæmari veiða. Þeir sem greitt hafa fyrir aðgang að auðlindinni munu sitja eftir með minna, en þeir sem ekki hafa greitt munu njóta góðs af. Afleiðingin verður minni hagkvæmni og verri afkoma fyrir greinina í heild. Hve lengi tekur sjórinn við? Framangreindar aðgerðir ríkisstjórnarinnar leggjast ofan á nýjan 10% innflutningstoll sem bandarísk stjórnvöld hafa nú lagt á Ísland. Það mun draga úr eftirspurn eftir sjávarfangi á einum mikilvægasta útflutningsmarkaði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Stundum er sagt að lengi taki sjórinn við. En þegar litið er til samverkandi áhrifa tveggja skattahækkana, nýrra upplýsingakvaða, skertra aflaheimilda og nú síðast tollmúra vaknar upp spurningin: hve lengi? Á einhverjum tímapunkti munu allar þessar aðgerðir draga svo úr þrótti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja að skatttekjur vegna greinarinnar munu dragast saman til lengri tíma litið. Þá eru ótalin neikvæð áhrif á þau störf, byggðalög og það fólk sem nýtur góðs af starfsemi þessara fyrirtækja í dag. Í stað þess að rugga bátnum með þessum hætti væri farsælli stefna stjórnvalda að bæta rekstrarumhverfi sjávarútvegsins í ljósi þeirrar ógnar sem nú steðjar að greininni í formi tollmúra. Þannig tryggjum við að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti áfram siglt á mið útflutningsmarkaða, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun