Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2025 20:40 Starfsmenn Icelandair fagna móttöku fyrstu Airbus-þotunnar í Hamborg þann 3. desember síðastliðinn. Egill Aðalsteinsson Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Eftir að Icelandair valdi þær sem arftaka 757-vélanna stefnir í að þotur frá evrópska flugvélaframleiðandnum verði burðarásinn í farþegaflugi til og frá Íslandi. Íslendingar höfðu áður kynnst Airbus-þotum í þjónustu Wow Air og Play. Íslandsflug varð þó fyrst íslenskra flugfélaga til að reka þotur frá Airbus og skrá þær á Íslandi. Flugfreyjurnar María Björg Magnúsdóttir og Linda Hlín Þórðardóttir annast þjálfun annarra flugfreyja Icelandair á Airbus.Egill Aðalsteinsson Í þættinum kemur fram að Airbus hafi verið búið að ganga lengi á eftir Icelandair. Aðstoðarforstjóri Airbus, Wouter Van Wersch, segir fyrirtækið hafa í langan tíma haft það markmið að vinna með Icelandair. Þessi nýja stefnumörkun Icelandair var staðfest með undirritun samnings Icelandair og Airbus sumarið 2023 um kaup og kauprétt á allt að 25 þotum af gerðinni Airbus A321 XLR. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, lýsti samningnum sem einni stærstu ákvörðun sem félagið hefði tekið í sögu sinni. Bogi Nils Bogason forstjóri í viðtali í flugskýli Icelandair eftir komu fyrstu Airbus-þotunnar til Íslands.Egill Aðalsteinsson XLR stendur fyrir „extra long range“ en fyrstu þotur þeirra gerðar fær Icelandair þó ekki fyrr en árið 2029. Fram að afhendingu þeirra leigir félagið næstu árin þotur af gerðinni A321LR, eða „long range“. Flugdrægi XLR verður 8.700 kílómetrar. Þótt flugdrægi LR-vélanna sé 1.300 kílómetrum styttra er það samt 7.400 kílómetrar, sem er nærri 200 kílómetrum lengra en gömlu Boeing 757-vélanna. Hér er því komið tæki sem getur leyst þær endanlega af hólmi í rekstri Icelandair. Hér má tíu mínútna upphafskafla þáttarins: Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Í næsta þætti þriðjudagskvöldið 8. apríl verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg. Flugþjóðin Airbus Icelandair WOW Air Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Eftir að Icelandair valdi þær sem arftaka 757-vélanna stefnir í að þotur frá evrópska flugvélaframleiðandnum verði burðarásinn í farþegaflugi til og frá Íslandi. Íslendingar höfðu áður kynnst Airbus-þotum í þjónustu Wow Air og Play. Íslandsflug varð þó fyrst íslenskra flugfélaga til að reka þotur frá Airbus og skrá þær á Íslandi. Flugfreyjurnar María Björg Magnúsdóttir og Linda Hlín Þórðardóttir annast þjálfun annarra flugfreyja Icelandair á Airbus.Egill Aðalsteinsson Í þættinum kemur fram að Airbus hafi verið búið að ganga lengi á eftir Icelandair. Aðstoðarforstjóri Airbus, Wouter Van Wersch, segir fyrirtækið hafa í langan tíma haft það markmið að vinna með Icelandair. Þessi nýja stefnumörkun Icelandair var staðfest með undirritun samnings Icelandair og Airbus sumarið 2023 um kaup og kauprétt á allt að 25 þotum af gerðinni Airbus A321 XLR. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, lýsti samningnum sem einni stærstu ákvörðun sem félagið hefði tekið í sögu sinni. Bogi Nils Bogason forstjóri í viðtali í flugskýli Icelandair eftir komu fyrstu Airbus-þotunnar til Íslands.Egill Aðalsteinsson XLR stendur fyrir „extra long range“ en fyrstu þotur þeirra gerðar fær Icelandair þó ekki fyrr en árið 2029. Fram að afhendingu þeirra leigir félagið næstu árin þotur af gerðinni A321LR, eða „long range“. Flugdrægi XLR verður 8.700 kílómetrar. Þótt flugdrægi LR-vélanna sé 1.300 kílómetrum styttra er það samt 7.400 kílómetrar, sem er nærri 200 kílómetrum lengra en gömlu Boeing 757-vélanna. Hér er því komið tæki sem getur leyst þær endanlega af hólmi í rekstri Icelandair. Hér má tíu mínútna upphafskafla þáttarins: Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Í næsta þætti þriðjudagskvöldið 8. apríl verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg.
Flugþjóðin Airbus Icelandair WOW Air Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11
Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30