Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2025 23:35 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, við Þjórsá sem verður virkjuð með Hvammsvirkjun. Stöð 2/Sigurjón Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur verið kjörinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár. Hann hefur reynt að greiða götu virkjanaframkvæmda í ánni og mætt þar andstöðu veiðifélagsins. Hann boðar stefnubreytingu og segir nýja stjórn félagsins ætla að vinna með Landsvirkjun. Fulltrúi minnihlutans í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gagnrýnir harðlega að oddvitinn hafi boðið sig fram til formanns og sakar hann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Ógerlegt sé fyrir oddvitann að gæta bæði hagsmuna laxastofnsins og vinna að virkjun Þjórsár á vettvangi sveitarstjórnar. Varðar deilan meðal annars hina umdeildu Hvammsvirkjun. Vill að hann segi af sér Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur á land meðfram Þjórsá og hefur því atkvæðisrétt í umræddu veiðifélagi. Axel Á. Njarðvík, prestur og fulltrúi U-lista í minnihluta sagði í bókun sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar að hún hafi samþykkt í mars að veita Haraldi Þóri Jónssyni, oddvita og fulltrúa L-lista, umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi veiðifélagsins. Ekki hafi verið minnst á formannsframboð og Haraldi því ekki veitt umboð til þess að bjóða sig fram til stjórnar. Sjálfur segir Haraldur að hann hafi ekki verið búinn að taka ákvörðun um framboð á þessum tíma. Félagsmenn hafi kallað eftir því að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og hann ákveðið að verða við því ákalli. Hann sé studdur af meirihluta stjórnar félagsins og formannskjör hans því lýðræðisleg niðurstaða. Axel segir hegðun oddvitans ekki sæma kjörnum fulltrúa. Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, sem sést hægra megin fyrir miðju. Kirkjustaðurinn Stórinúpur lengst til vinstri. Fjær sjást Búrfell fyrir miðri mynd og Hekla til hægri.Landsvirkjun „Ég skora á Harald að segja nú þegar af sér, sem formaður veiðifélags Þjórsár í ljósi þess að hann getur ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnsins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins,“ segir í bókun Axels sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar. Axel Á. Njarðvík, prestur og fulltrúi U-lista í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.Aðsend „Yfirtaka veiðifélagsins með þessum hætti sem var, ber vott um afar ólýðræðisleg vinnubrögð sem er ekki sæmandi kjörnum fulltrúum. Vegferð sem þessi fellur ekki undir eðlilega stjórnsýsluhætti,“ bætir hann við. Axel segir í samtali við fréttastofu að stjórn veiðifélagsins hafi fyrst og fremst barist fyrir því að tryggja öryggi og lífvænleika Þjórsár. Á sama tíma hafi Haraldur „einbeittan vilja til þess að tryggja að þessar virkjanir komist á.“ Hann fari fyrir meirihluta í sveitarstjórn sem hafi áður samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun en þau verið dæmd ógild af dómstólum. Ríkisstjórnin hefur boðað lagabreytingu sem á að tryggja framgang virkjunarinnar. Fyrri formaður lýsti yfir áhyggjum Oddur Bjarnason, fyrrverandi formaður Veiðifélags Þjórsár, hefur lýst yfir áhyggjum af framtíð laxastofnsins í ánni verði áætlanir um Hvammsvirkjun að veruleika þar sem tæplega fjörutíu prósent hrygningarstofns Þjórsár sé á áhrifasvæði virkjunarinnar. Haraldur styður byggingu Hvammsvirkjunar og vill láta reyna á svonefnda seiðfleytu sem hönnuð hefur verið fyrir virkjunina. Um er að ræða mótvægisaðgerð sem er ætlað að tryggja göngur laxaseiða niður ánna sem myndu annars fara í gegnum aflvélar virkjunarinnar. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Vísir/Magnús Hlynur „Stjórnin hefur lagt mikinn þunga í það síðustu misserin að berjast gegn Hvammsvirkjun. Það er löngu búið að taka ákvörðun um Hvammsvirkjun, það er búið að gefa út leyfi, það liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögum á þingi og svo framvegis,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Nú séu til umfjöllunar á Alþingi hugmyndir um næstu virkjanir í Þjórsá, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Deilt um seiðafleytu „Það er meirihluti í [stjórn veiðifélagsins] sem telur mikilvægara að horfa til framtíðar í næstu verkefnum. Það eru sannarlega skiptar skoðanir um það hvort seiðafleytan í Hvammsvirkjun muni virka. Það er í raun og veru stóra ádeilan,“ segir Haraldur. Landsvirkjun telji að sú seiðafleyta sem hafi verið hönnuð muni tryggja niðurgöngu seiða og þar af leiðandi muni laxastofninn og lífríkið geta þrífst áfram eftir tilkomu virkjunarinnar. Með seiðafleytu er reynt að búa til leið fyrir laxaseiðin og er henni ætlað að draga sem mest úr því að seiði tefjist þegar þau ganga niður til sjávar, að því er fram kemur á vef HÍ. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Vísir/Magnús Hlynur Vilji bíða og sjá Haraldur segir liggja fyrir að það muni taka um fimm ár frá því að Hvammsvirkjun er gangsett þar til í ljós komi hvort seiðafleytan skili viðunandi árangri. „Við teljum einfaldlega að það sé mikilvægara að koma þeim sjónarmiðum á framfæri að áður en það verður haldið áfram að virkja neðar í ánni, næstu tvær virkjanir, að við fáum þá allavega fyrst vissu um það hvort seiðafleytan í Hvammsvirkjun muni virka.“ Seiðafleytan yrði sú fyrsta sem sett er upp hér á landi. „Ef hún virkar vel þá er engin fyrirstaða fyrir því að halda áfram að virkja ánna. Aftur á móti ef seiðafleytan virkar ekki þá teljum við mikilvægt að málið verði raunverulega metið að nýju. Þá þurfi þingið að taka ákvörðun sem byggir bara á því hvort það á að taka fiskistofninn í Þjórsá af lífi eða ekki,“ segir Haraldur, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahrepp og formaður Veiðifélags Þjórsár. Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Lax Umhverfismál Orkumál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Fulltrúi minnihlutans í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gagnrýnir harðlega að oddvitinn hafi boðið sig fram til formanns og sakar hann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Ógerlegt sé fyrir oddvitann að gæta bæði hagsmuna laxastofnsins og vinna að virkjun Þjórsár á vettvangi sveitarstjórnar. Varðar deilan meðal annars hina umdeildu Hvammsvirkjun. Vill að hann segi af sér Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur á land meðfram Þjórsá og hefur því atkvæðisrétt í umræddu veiðifélagi. Axel Á. Njarðvík, prestur og fulltrúi U-lista í minnihluta sagði í bókun sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar að hún hafi samþykkt í mars að veita Haraldi Þóri Jónssyni, oddvita og fulltrúa L-lista, umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi veiðifélagsins. Ekki hafi verið minnst á formannsframboð og Haraldi því ekki veitt umboð til þess að bjóða sig fram til stjórnar. Sjálfur segir Haraldur að hann hafi ekki verið búinn að taka ákvörðun um framboð á þessum tíma. Félagsmenn hafi kallað eftir því að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og hann ákveðið að verða við því ákalli. Hann sé studdur af meirihluta stjórnar félagsins og formannskjör hans því lýðræðisleg niðurstaða. Axel segir hegðun oddvitans ekki sæma kjörnum fulltrúa. Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, sem sést hægra megin fyrir miðju. Kirkjustaðurinn Stórinúpur lengst til vinstri. Fjær sjást Búrfell fyrir miðri mynd og Hekla til hægri.Landsvirkjun „Ég skora á Harald að segja nú þegar af sér, sem formaður veiðifélags Þjórsár í ljósi þess að hann getur ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnsins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins,“ segir í bókun Axels sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar. Axel Á. Njarðvík, prestur og fulltrúi U-lista í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.Aðsend „Yfirtaka veiðifélagsins með þessum hætti sem var, ber vott um afar ólýðræðisleg vinnubrögð sem er ekki sæmandi kjörnum fulltrúum. Vegferð sem þessi fellur ekki undir eðlilega stjórnsýsluhætti,“ bætir hann við. Axel segir í samtali við fréttastofu að stjórn veiðifélagsins hafi fyrst og fremst barist fyrir því að tryggja öryggi og lífvænleika Þjórsár. Á sama tíma hafi Haraldur „einbeittan vilja til þess að tryggja að þessar virkjanir komist á.“ Hann fari fyrir meirihluta í sveitarstjórn sem hafi áður samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun en þau verið dæmd ógild af dómstólum. Ríkisstjórnin hefur boðað lagabreytingu sem á að tryggja framgang virkjunarinnar. Fyrri formaður lýsti yfir áhyggjum Oddur Bjarnason, fyrrverandi formaður Veiðifélags Þjórsár, hefur lýst yfir áhyggjum af framtíð laxastofnsins í ánni verði áætlanir um Hvammsvirkjun að veruleika þar sem tæplega fjörutíu prósent hrygningarstofns Þjórsár sé á áhrifasvæði virkjunarinnar. Haraldur styður byggingu Hvammsvirkjunar og vill láta reyna á svonefnda seiðfleytu sem hönnuð hefur verið fyrir virkjunina. Um er að ræða mótvægisaðgerð sem er ætlað að tryggja göngur laxaseiða niður ánna sem myndu annars fara í gegnum aflvélar virkjunarinnar. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Vísir/Magnús Hlynur „Stjórnin hefur lagt mikinn þunga í það síðustu misserin að berjast gegn Hvammsvirkjun. Það er löngu búið að taka ákvörðun um Hvammsvirkjun, það er búið að gefa út leyfi, það liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögum á þingi og svo framvegis,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Nú séu til umfjöllunar á Alþingi hugmyndir um næstu virkjanir í Þjórsá, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Deilt um seiðafleytu „Það er meirihluti í [stjórn veiðifélagsins] sem telur mikilvægara að horfa til framtíðar í næstu verkefnum. Það eru sannarlega skiptar skoðanir um það hvort seiðafleytan í Hvammsvirkjun muni virka. Það er í raun og veru stóra ádeilan,“ segir Haraldur. Landsvirkjun telji að sú seiðafleyta sem hafi verið hönnuð muni tryggja niðurgöngu seiða og þar af leiðandi muni laxastofninn og lífríkið geta þrífst áfram eftir tilkomu virkjunarinnar. Með seiðafleytu er reynt að búa til leið fyrir laxaseiðin og er henni ætlað að draga sem mest úr því að seiði tefjist þegar þau ganga niður til sjávar, að því er fram kemur á vef HÍ. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Vísir/Magnús Hlynur Vilji bíða og sjá Haraldur segir liggja fyrir að það muni taka um fimm ár frá því að Hvammsvirkjun er gangsett þar til í ljós komi hvort seiðafleytan skili viðunandi árangri. „Við teljum einfaldlega að það sé mikilvægara að koma þeim sjónarmiðum á framfæri að áður en það verður haldið áfram að virkja neðar í ánni, næstu tvær virkjanir, að við fáum þá allavega fyrst vissu um það hvort seiðafleytan í Hvammsvirkjun muni virka.“ Seiðafleytan yrði sú fyrsta sem sett er upp hér á landi. „Ef hún virkar vel þá er engin fyrirstaða fyrir því að halda áfram að virkja ánna. Aftur á móti ef seiðafleytan virkar ekki þá teljum við mikilvægt að málið verði raunverulega metið að nýju. Þá þurfi þingið að taka ákvörðun sem byggir bara á því hvort það á að taka fiskistofninn í Þjórsá af lífi eða ekki,“ segir Haraldur, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahrepp og formaður Veiðifélags Þjórsár.
Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Lax Umhverfismál Orkumál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira