Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2025 23:35 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, við Þjórsá sem verður virkjuð með Hvammsvirkjun. Stöð 2/Sigurjón Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur verið kjörinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár. Hann hefur reynt að greiða götu virkjanaframkvæmda í ánni og mætt þar andstöðu veiðifélagsins. Hann boðar stefnubreytingu og segir nýja stjórn félagsins ætla að vinna með Landsvirkjun. Fulltrúi minnihlutans í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gagnrýnir harðlega að oddvitinn hafi boðið sig fram til formanns og sakar hann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Ógerlegt sé fyrir oddvitann að gæta bæði hagsmuna laxastofnsins og vinna að virkjun Þjórsár á vettvangi sveitarstjórnar. Varðar deilan meðal annars hina umdeildu Hvammsvirkjun. Vill að hann segi af sér Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur á land meðfram Þjórsá og hefur því atkvæðisrétt í umræddu veiðifélagi. Axel Á. Njarðvík, prestur og fulltrúi U-lista í minnihluta sagði í bókun sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar að hún hafi samþykkt í mars að veita Haraldi Þóri Jónssyni, oddvita og fulltrúa L-lista, umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi veiðifélagsins. Ekki hafi verið minnst á formannsframboð og Haraldi því ekki veitt umboð til þess að bjóða sig fram til stjórnar. Sjálfur segir Haraldur að hann hafi ekki verið búinn að taka ákvörðun um framboð á þessum tíma. Félagsmenn hafi kallað eftir því að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og hann ákveðið að verða við því ákalli. Hann sé studdur af meirihluta stjórnar félagsins og formannskjör hans því lýðræðisleg niðurstaða. Axel segir hegðun oddvitans ekki sæma kjörnum fulltrúa. Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, sem sést hægra megin fyrir miðju. Kirkjustaðurinn Stórinúpur lengst til vinstri. Fjær sjást Búrfell fyrir miðri mynd og Hekla til hægri.Landsvirkjun „Ég skora á Harald að segja nú þegar af sér, sem formaður veiðifélags Þjórsár í ljósi þess að hann getur ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnsins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins,“ segir í bókun Axels sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar. Axel Á. Njarðvík, prestur og fulltrúi U-lista í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.Aðsend „Yfirtaka veiðifélagsins með þessum hætti sem var, ber vott um afar ólýðræðisleg vinnubrögð sem er ekki sæmandi kjörnum fulltrúum. Vegferð sem þessi fellur ekki undir eðlilega stjórnsýsluhætti,“ bætir hann við. Axel segir í samtali við fréttastofu að stjórn veiðifélagsins hafi fyrst og fremst barist fyrir því að tryggja öryggi og lífvænleika Þjórsár. Á sama tíma hafi Haraldur „einbeittan vilja til þess að tryggja að þessar virkjanir komist á.“ Hann fari fyrir meirihluta í sveitarstjórn sem hafi áður samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun en þau verið dæmd ógild af dómstólum. Ríkisstjórnin hefur boðað lagabreytingu sem á að tryggja framgang virkjunarinnar. Fyrri formaður lýsti yfir áhyggjum Oddur Bjarnason, fyrrverandi formaður Veiðifélags Þjórsár, hefur lýst yfir áhyggjum af framtíð laxastofnsins í ánni verði áætlanir um Hvammsvirkjun að veruleika þar sem tæplega fjörutíu prósent hrygningarstofns Þjórsár sé á áhrifasvæði virkjunarinnar. Haraldur styður byggingu Hvammsvirkjunar og vill láta reyna á svonefnda seiðfleytu sem hönnuð hefur verið fyrir virkjunina. Um er að ræða mótvægisaðgerð sem er ætlað að tryggja göngur laxaseiða niður ánna sem myndu annars fara í gegnum aflvélar virkjunarinnar. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Vísir/Magnús Hlynur „Stjórnin hefur lagt mikinn þunga í það síðustu misserin að berjast gegn Hvammsvirkjun. Það er löngu búið að taka ákvörðun um Hvammsvirkjun, það er búið að gefa út leyfi, það liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögum á þingi og svo framvegis,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Nú séu til umfjöllunar á Alþingi hugmyndir um næstu virkjanir í Þjórsá, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Deilt um seiðafleytu „Það er meirihluti í [stjórn veiðifélagsins] sem telur mikilvægara að horfa til framtíðar í næstu verkefnum. Það eru sannarlega skiptar skoðanir um það hvort seiðafleytan í Hvammsvirkjun muni virka. Það er í raun og veru stóra ádeilan,“ segir Haraldur. Landsvirkjun telji að sú seiðafleyta sem hafi verið hönnuð muni tryggja niðurgöngu seiða og þar af leiðandi muni laxastofninn og lífríkið geta þrífst áfram eftir tilkomu virkjunarinnar. Með seiðafleytu er reynt að búa til leið fyrir laxaseiðin og er henni ætlað að draga sem mest úr því að seiði tefjist þegar þau ganga niður til sjávar, að því er fram kemur á vef HÍ. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Vísir/Magnús Hlynur Vilji bíða og sjá Haraldur segir liggja fyrir að það muni taka um fimm ár frá því að Hvammsvirkjun er gangsett þar til í ljós komi hvort seiðafleytan skili viðunandi árangri. „Við teljum einfaldlega að það sé mikilvægara að koma þeim sjónarmiðum á framfæri að áður en það verður haldið áfram að virkja neðar í ánni, næstu tvær virkjanir, að við fáum þá allavega fyrst vissu um það hvort seiðafleytan í Hvammsvirkjun muni virka.“ Seiðafleytan yrði sú fyrsta sem sett er upp hér á landi. „Ef hún virkar vel þá er engin fyrirstaða fyrir því að halda áfram að virkja ánna. Aftur á móti ef seiðafleytan virkar ekki þá teljum við mikilvægt að málið verði raunverulega metið að nýju. Þá þurfi þingið að taka ákvörðun sem byggir bara á því hvort það á að taka fiskistofninn í Þjórsá af lífi eða ekki,“ segir Haraldur, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahrepp og formaður Veiðifélags Þjórsár. Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Lax Umhverfismál Orkumál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Fulltrúi minnihlutans í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gagnrýnir harðlega að oddvitinn hafi boðið sig fram til formanns og sakar hann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Ógerlegt sé fyrir oddvitann að gæta bæði hagsmuna laxastofnsins og vinna að virkjun Þjórsár á vettvangi sveitarstjórnar. Varðar deilan meðal annars hina umdeildu Hvammsvirkjun. Vill að hann segi af sér Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur á land meðfram Þjórsá og hefur því atkvæðisrétt í umræddu veiðifélagi. Axel Á. Njarðvík, prestur og fulltrúi U-lista í minnihluta sagði í bókun sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar að hún hafi samþykkt í mars að veita Haraldi Þóri Jónssyni, oddvita og fulltrúa L-lista, umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi veiðifélagsins. Ekki hafi verið minnst á formannsframboð og Haraldi því ekki veitt umboð til þess að bjóða sig fram til stjórnar. Sjálfur segir Haraldur að hann hafi ekki verið búinn að taka ákvörðun um framboð á þessum tíma. Félagsmenn hafi kallað eftir því að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og hann ákveðið að verða við því ákalli. Hann sé studdur af meirihluta stjórnar félagsins og formannskjör hans því lýðræðisleg niðurstaða. Axel segir hegðun oddvitans ekki sæma kjörnum fulltrúa. Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, sem sést hægra megin fyrir miðju. Kirkjustaðurinn Stórinúpur lengst til vinstri. Fjær sjást Búrfell fyrir miðri mynd og Hekla til hægri.Landsvirkjun „Ég skora á Harald að segja nú þegar af sér, sem formaður veiðifélags Þjórsár í ljósi þess að hann getur ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnsins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins,“ segir í bókun Axels sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar. Axel Á. Njarðvík, prestur og fulltrúi U-lista í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.Aðsend „Yfirtaka veiðifélagsins með þessum hætti sem var, ber vott um afar ólýðræðisleg vinnubrögð sem er ekki sæmandi kjörnum fulltrúum. Vegferð sem þessi fellur ekki undir eðlilega stjórnsýsluhætti,“ bætir hann við. Axel segir í samtali við fréttastofu að stjórn veiðifélagsins hafi fyrst og fremst barist fyrir því að tryggja öryggi og lífvænleika Þjórsár. Á sama tíma hafi Haraldur „einbeittan vilja til þess að tryggja að þessar virkjanir komist á.“ Hann fari fyrir meirihluta í sveitarstjórn sem hafi áður samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun en þau verið dæmd ógild af dómstólum. Ríkisstjórnin hefur boðað lagabreytingu sem á að tryggja framgang virkjunarinnar. Fyrri formaður lýsti yfir áhyggjum Oddur Bjarnason, fyrrverandi formaður Veiðifélags Þjórsár, hefur lýst yfir áhyggjum af framtíð laxastofnsins í ánni verði áætlanir um Hvammsvirkjun að veruleika þar sem tæplega fjörutíu prósent hrygningarstofns Þjórsár sé á áhrifasvæði virkjunarinnar. Haraldur styður byggingu Hvammsvirkjunar og vill láta reyna á svonefnda seiðfleytu sem hönnuð hefur verið fyrir virkjunina. Um er að ræða mótvægisaðgerð sem er ætlað að tryggja göngur laxaseiða niður ánna sem myndu annars fara í gegnum aflvélar virkjunarinnar. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Vísir/Magnús Hlynur „Stjórnin hefur lagt mikinn þunga í það síðustu misserin að berjast gegn Hvammsvirkjun. Það er löngu búið að taka ákvörðun um Hvammsvirkjun, það er búið að gefa út leyfi, það liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögum á þingi og svo framvegis,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Nú séu til umfjöllunar á Alþingi hugmyndir um næstu virkjanir í Þjórsá, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Deilt um seiðafleytu „Það er meirihluti í [stjórn veiðifélagsins] sem telur mikilvægara að horfa til framtíðar í næstu verkefnum. Það eru sannarlega skiptar skoðanir um það hvort seiðafleytan í Hvammsvirkjun muni virka. Það er í raun og veru stóra ádeilan,“ segir Haraldur. Landsvirkjun telji að sú seiðafleyta sem hafi verið hönnuð muni tryggja niðurgöngu seiða og þar af leiðandi muni laxastofninn og lífríkið geta þrífst áfram eftir tilkomu virkjunarinnar. Með seiðafleytu er reynt að búa til leið fyrir laxaseiðin og er henni ætlað að draga sem mest úr því að seiði tefjist þegar þau ganga niður til sjávar, að því er fram kemur á vef HÍ. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Vísir/Magnús Hlynur Vilji bíða og sjá Haraldur segir liggja fyrir að það muni taka um fimm ár frá því að Hvammsvirkjun er gangsett þar til í ljós komi hvort seiðafleytan skili viðunandi árangri. „Við teljum einfaldlega að það sé mikilvægara að koma þeim sjónarmiðum á framfæri að áður en það verður haldið áfram að virkja neðar í ánni, næstu tvær virkjanir, að við fáum þá allavega fyrst vissu um það hvort seiðafleytan í Hvammsvirkjun muni virka.“ Seiðafleytan yrði sú fyrsta sem sett er upp hér á landi. „Ef hún virkar vel þá er engin fyrirstaða fyrir því að halda áfram að virkja ánna. Aftur á móti ef seiðafleytan virkar ekki þá teljum við mikilvægt að málið verði raunverulega metið að nýju. Þá þurfi þingið að taka ákvörðun sem byggir bara á því hvort það á að taka fiskistofninn í Þjórsá af lífi eða ekki,“ segir Haraldur, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahrepp og formaður Veiðifélags Þjórsár.
Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Lax Umhverfismál Orkumál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira