Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 06:48 Eldgosinu er formlega lokið en ekki atburðinum að sögn jarðvísindamanna. Enn mælast skjálftar í kvikuganginum. Vísir/Anton Brink Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hélt áfram í nótt en hefur þó farið minnkandi frá fyrri dögum. Hins vegar reið kröftug gikkskjálftahrina yfir við Trölladyngju og fannst hún víða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Þar kemur fram að dregið hafi úr skjálftavirkni í kvikuganginum en hún sé þó nokkuð jafndreifð um hann, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Sömuleiðis sé dýpi skjálfta enn nokkuð stöðugt á milli fjögurra og sex kílómetra. Jarðvísindamenn lýstu síðdegis í gær yfir endalokum eldgossins. Kvikuflæði væri það lítið að landsig mældist ekki. Atburðinum væri þó ekki lokið því áfram mælist fjöldi smáskjálfta á norðurhluta kvikugangsins. Ólíklegt væri að ný gosopnun myndaðist yfir norðausturhluta kvikugangsins, eins og óttast var um tíma. Hins vegar ríkti óvissa um framhaldið en aflögunarmælingar næstu daga og vikna myndu varpa ljósi á kvikusöfnun undir Svartsengi. Skjálftavirkni síðustu tólf klukkustundir. Gikkskjálftahrina við Trölladyngju fannst víða Öflug hrina gikkskjálfta hófst um hálf sex í gærkvöldi við Trölladyngju norðvestan við Kleifarvatn og hélt áfram í marga klukkutíma. Um var að ræða gikkskjálftahrinu sem hófst við Reykjanestá og færði sig svo að Eldey og loks Trölladyngju. Stærsti skjálftinn sem mældist var 3.9 að stærð rétt fyrir ellefu í gærkvöldi en alls mældust fimm skjálftar yfir 3 að stærð frá upphafi hrinunnar. Náttúruvárvakt Veðurstofunnar segir Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftarnir hefðu fundist í byggð. „Eftir miðnætti hefur hægt og bítandi dregið úr fjölda gikkskjálfta á svæðinu,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Þar kemur fram að dregið hafi úr skjálftavirkni í kvikuganginum en hún sé þó nokkuð jafndreifð um hann, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Sömuleiðis sé dýpi skjálfta enn nokkuð stöðugt á milli fjögurra og sex kílómetra. Jarðvísindamenn lýstu síðdegis í gær yfir endalokum eldgossins. Kvikuflæði væri það lítið að landsig mældist ekki. Atburðinum væri þó ekki lokið því áfram mælist fjöldi smáskjálfta á norðurhluta kvikugangsins. Ólíklegt væri að ný gosopnun myndaðist yfir norðausturhluta kvikugangsins, eins og óttast var um tíma. Hins vegar ríkti óvissa um framhaldið en aflögunarmælingar næstu daga og vikna myndu varpa ljósi á kvikusöfnun undir Svartsengi. Skjálftavirkni síðustu tólf klukkustundir. Gikkskjálftahrina við Trölladyngju fannst víða Öflug hrina gikkskjálfta hófst um hálf sex í gærkvöldi við Trölladyngju norðvestan við Kleifarvatn og hélt áfram í marga klukkutíma. Um var að ræða gikkskjálftahrinu sem hófst við Reykjanestá og færði sig svo að Eldey og loks Trölladyngju. Stærsti skjálftinn sem mældist var 3.9 að stærð rétt fyrir ellefu í gærkvöldi en alls mældust fimm skjálftar yfir 3 að stærð frá upphafi hrinunnar. Náttúruvárvakt Veðurstofunnar segir Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftarnir hefðu fundist í byggð. „Eftir miðnætti hefur hægt og bítandi dregið úr fjölda gikkskjálfta á svæðinu,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira