Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2025 23:01 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Bjarni Fjöldi kínverskra ferðamanna sem heimsækir Ísland á hverju ári nálgast óðfluga hundrað þúsund talsins. Vonir standa til að beint flug hefjist á milli landanna innan næstu tveggja ára. Árið 2023 heimsóttu 53 þúsund kínverskir ferðamenn Ísland. Ári síðar var sá fjöldi kominn upp í 96 þúsund. He Rulong sendiherra Kína á Íslandi ræddi þessa þróun á pallborði um samstarf Kína og Íslands. Hann segir ástæður vinsælda landsins meðal Kínverja augljósar. „Kínverska þjóðin elskar Ísland, þeir koma hingað til að sjá fallega landslagið og kunna líka að meta íslenska menningu. Hvers vegna koma svona margir til Íslands, það er vegna þess að þeir elska norðurljósin en líka náttúruna sem er ein sú fegursta í heimi.“ Beint flug fyrir árið 2027 Sökum þessara gríðarlegu vinsælda Íslands hjá kínverskum ferðamönnum telja forsvarsmenn Isavia nú allar líkur á að beint flug hefjist á milli Íslands og Asíu von bráðar. Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia hefur undanfarin ár átt í viðræðum við kínversk flugfélög um flug hingað til lands. „Þetta er orðinn stærsti einstaki markaðurinn þar sem við erum ekki með beint flug þannig að við erum búin að vera að vinna mjög markvisst að því síðustu tvö árin að eiga góð samtöl í Asíu við flugfélög og flugvelli og teljum að þetta sé raunhæft fyrir árið 2027.“ Málið snúist ekki bara um að ferja hingað ferðamenn frá Asíu heldur líka um fragtflug þar sem íslenskum og kínverskum kaupmönnum bjóðist kostur á að ferja vörur á milli landanna á mun styttri tíma en áður. „Við teljum að efnahagsleg áhrif af beinu flugi til Kína yrðu alveg gríðarlega mikil og að þetta yrði ein sú allra verðmætasta einstaka tengingin frá Íslandi til umheimsins.“ Kína Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Árið 2023 heimsóttu 53 þúsund kínverskir ferðamenn Ísland. Ári síðar var sá fjöldi kominn upp í 96 þúsund. He Rulong sendiherra Kína á Íslandi ræddi þessa þróun á pallborði um samstarf Kína og Íslands. Hann segir ástæður vinsælda landsins meðal Kínverja augljósar. „Kínverska þjóðin elskar Ísland, þeir koma hingað til að sjá fallega landslagið og kunna líka að meta íslenska menningu. Hvers vegna koma svona margir til Íslands, það er vegna þess að þeir elska norðurljósin en líka náttúruna sem er ein sú fegursta í heimi.“ Beint flug fyrir árið 2027 Sökum þessara gríðarlegu vinsælda Íslands hjá kínverskum ferðamönnum telja forsvarsmenn Isavia nú allar líkur á að beint flug hefjist á milli Íslands og Asíu von bráðar. Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia hefur undanfarin ár átt í viðræðum við kínversk flugfélög um flug hingað til lands. „Þetta er orðinn stærsti einstaki markaðurinn þar sem við erum ekki með beint flug þannig að við erum búin að vera að vinna mjög markvisst að því síðustu tvö árin að eiga góð samtöl í Asíu við flugfélög og flugvelli og teljum að þetta sé raunhæft fyrir árið 2027.“ Málið snúist ekki bara um að ferja hingað ferðamenn frá Asíu heldur líka um fragtflug þar sem íslenskum og kínverskum kaupmönnum bjóðist kostur á að ferja vörur á milli landanna á mun styttri tíma en áður. „Við teljum að efnahagsleg áhrif af beinu flugi til Kína yrðu alveg gríðarlega mikil og að þetta yrði ein sú allra verðmætasta einstaka tengingin frá Íslandi til umheimsins.“
Kína Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira