„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2025 21:36 Breiðablik - Afturelding Besta Deild Karla Vor 2025 vísir / diego Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tap í fyrsta leik liðsins í efstu deild. 2-0 varð niðurstaðan gegn Breiðablik, sem Magnús skrifar á ákveðinn sviðsskrekk, og bróðir hans kom í veg fyrir að Afturelding minnkaði muninn. „Ég var að vona að við værum með [spennustigið] rétt stillt en já að einhverju leiti [var það vanstillt]. Um leið og skrekkurinn fór úr mönnum, eins og við sáum í síðari hálfleik, var annar bragur yfir okkur og meira hugrekki. Þá gekk líka betur og við fórum að þjarma meira að þeim, en alveg óhætt að segja að við hefðum átt að byrja þetta sterkara“ sagði Magnús í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Spilamennskan fór meira í taugarnar Breiðablik fékk mörg færi í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað verið búið að skora meira en tvö mörk. „Já, Jökull [Andrésson, markmaður] þurfti að verja aðeins en ég var eiginlega mest pirraður með að við höfum ekki náð að spila meira. Það fór meira í taugarnar á mér, að við höfum ekki náð að búa til færi fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins, en seinni hálfleikurinn allt annar. Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk, fyrri hálfleikurinn.“ Hálfleiksræðan hafði góð áhrif Hálfleiksræða þjálfarans hafði þó góð áhrif og betri bragur var yfir Aftureldingu í seinni hálfleik. „Við fórum fyrst og fremst yfir hugarfarið í hálfleik, að við þyrftum að vera hugaðir og þora að spila meira, töluðum um hvernig við gætum leyst pressuna þeirra sem við gerðum síðan vel í seinni hálfleik. Vera hugaðri [var aðalatriðið], við höfðum engu að tapa. Þá virtust einhver þyngsli fara af mönnum. En við þurfum að byrja betur í næsta leik og ég held að þessi frumsýning og allt þetta hafi setið í mönnum í byrjun en seinni hálfleikur allt annar og nú erum við bara mættir í þetta mót. Næsti leikur verður skemmtilegur.“ Böggandi litli bróðir Bróðir Magnúsar, Anton Ari, stóð samt í vegi fyrir Aftureldingu með nokkrum góðum markvörslum þegar liðið reyndi að minnka muninn. „Já, hann er góður sko. Pirrandi að hann sé að verja, ég er nú yfirleitt ánægður með hann þegar hann ver, en í dag vildi ég ekki sjá þessar vörslur. Þær voru góðar samt, hann má eiga það." Fyrsti heimaleikurinn framundan Með frumraunina að baki tekur Afturelding á móti ÍBV í fyrsta heimaleiknum næstu helgi. Stuðningurinn sem liðið fékk í stúkunni í dag var virkilega góður og mun væntanlega ekki versna á heimavelli. „Ekki spurning, margir mættir í dag og geggjaður stuðningur sem við þurfum að virkja ennþá meira. Fyrsti leikur á heimavelli næsta sunnudag og við þurfum að fá bara allt bæjarfélagið og gott betur en það þegar Eyjamenn koma í heimsókn. Það verður skemmtilegur dagur og við setjum allt á fullt, æfum vel í vikunni og verðum klárir“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira
„Ég var að vona að við værum með [spennustigið] rétt stillt en já að einhverju leiti [var það vanstillt]. Um leið og skrekkurinn fór úr mönnum, eins og við sáum í síðari hálfleik, var annar bragur yfir okkur og meira hugrekki. Þá gekk líka betur og við fórum að þjarma meira að þeim, en alveg óhætt að segja að við hefðum átt að byrja þetta sterkara“ sagði Magnús í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Spilamennskan fór meira í taugarnar Breiðablik fékk mörg færi í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað verið búið að skora meira en tvö mörk. „Já, Jökull [Andrésson, markmaður] þurfti að verja aðeins en ég var eiginlega mest pirraður með að við höfum ekki náð að spila meira. Það fór meira í taugarnar á mér, að við höfum ekki náð að búa til færi fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins, en seinni hálfleikurinn allt annar. Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk, fyrri hálfleikurinn.“ Hálfleiksræðan hafði góð áhrif Hálfleiksræða þjálfarans hafði þó góð áhrif og betri bragur var yfir Aftureldingu í seinni hálfleik. „Við fórum fyrst og fremst yfir hugarfarið í hálfleik, að við þyrftum að vera hugaðir og þora að spila meira, töluðum um hvernig við gætum leyst pressuna þeirra sem við gerðum síðan vel í seinni hálfleik. Vera hugaðri [var aðalatriðið], við höfðum engu að tapa. Þá virtust einhver þyngsli fara af mönnum. En við þurfum að byrja betur í næsta leik og ég held að þessi frumsýning og allt þetta hafi setið í mönnum í byrjun en seinni hálfleikur allt annar og nú erum við bara mættir í þetta mót. Næsti leikur verður skemmtilegur.“ Böggandi litli bróðir Bróðir Magnúsar, Anton Ari, stóð samt í vegi fyrir Aftureldingu með nokkrum góðum markvörslum þegar liðið reyndi að minnka muninn. „Já, hann er góður sko. Pirrandi að hann sé að verja, ég er nú yfirleitt ánægður með hann þegar hann ver, en í dag vildi ég ekki sjá þessar vörslur. Þær voru góðar samt, hann má eiga það." Fyrsti heimaleikurinn framundan Með frumraunina að baki tekur Afturelding á móti ÍBV í fyrsta heimaleiknum næstu helgi. Stuðningurinn sem liðið fékk í stúkunni í dag var virkilega góður og mun væntanlega ekki versna á heimavelli. „Ekki spurning, margir mættir í dag og geggjaður stuðningur sem við þurfum að virkja ennþá meira. Fyrsti leikur á heimavelli næsta sunnudag og við þurfum að fá bara allt bæjarfélagið og gott betur en það þegar Eyjamenn koma í heimsókn. Það verður skemmtilegur dagur og við setjum allt á fullt, æfum vel í vikunni og verðum klárir“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira