„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2025 21:36 Breiðablik - Afturelding Besta Deild Karla Vor 2025 vísir / diego Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tap í fyrsta leik liðsins í efstu deild. 2-0 varð niðurstaðan gegn Breiðablik, sem Magnús skrifar á ákveðinn sviðsskrekk, og bróðir hans kom í veg fyrir að Afturelding minnkaði muninn. „Ég var að vona að við værum með [spennustigið] rétt stillt en já að einhverju leiti [var það vanstillt]. Um leið og skrekkurinn fór úr mönnum, eins og við sáum í síðari hálfleik, var annar bragur yfir okkur og meira hugrekki. Þá gekk líka betur og við fórum að þjarma meira að þeim, en alveg óhætt að segja að við hefðum átt að byrja þetta sterkara“ sagði Magnús í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Spilamennskan fór meira í taugarnar Breiðablik fékk mörg færi í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað verið búið að skora meira en tvö mörk. „Já, Jökull [Andrésson, markmaður] þurfti að verja aðeins en ég var eiginlega mest pirraður með að við höfum ekki náð að spila meira. Það fór meira í taugarnar á mér, að við höfum ekki náð að búa til færi fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins, en seinni hálfleikurinn allt annar. Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk, fyrri hálfleikurinn.“ Hálfleiksræðan hafði góð áhrif Hálfleiksræða þjálfarans hafði þó góð áhrif og betri bragur var yfir Aftureldingu í seinni hálfleik. „Við fórum fyrst og fremst yfir hugarfarið í hálfleik, að við þyrftum að vera hugaðir og þora að spila meira, töluðum um hvernig við gætum leyst pressuna þeirra sem við gerðum síðan vel í seinni hálfleik. Vera hugaðri [var aðalatriðið], við höfðum engu að tapa. Þá virtust einhver þyngsli fara af mönnum. En við þurfum að byrja betur í næsta leik og ég held að þessi frumsýning og allt þetta hafi setið í mönnum í byrjun en seinni hálfleikur allt annar og nú erum við bara mættir í þetta mót. Næsti leikur verður skemmtilegur.“ Böggandi litli bróðir Bróðir Magnúsar, Anton Ari, stóð samt í vegi fyrir Aftureldingu með nokkrum góðum markvörslum þegar liðið reyndi að minnka muninn. „Já, hann er góður sko. Pirrandi að hann sé að verja, ég er nú yfirleitt ánægður með hann þegar hann ver, en í dag vildi ég ekki sjá þessar vörslur. Þær voru góðar samt, hann má eiga það." Fyrsti heimaleikurinn framundan Með frumraunina að baki tekur Afturelding á móti ÍBV í fyrsta heimaleiknum næstu helgi. Stuðningurinn sem liðið fékk í stúkunni í dag var virkilega góður og mun væntanlega ekki versna á heimavelli. „Ekki spurning, margir mættir í dag og geggjaður stuðningur sem við þurfum að virkja ennþá meira. Fyrsti leikur á heimavelli næsta sunnudag og við þurfum að fá bara allt bæjarfélagið og gott betur en það þegar Eyjamenn koma í heimsókn. Það verður skemmtilegur dagur og við setjum allt á fullt, æfum vel í vikunni og verðum klárir“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Ég var að vona að við værum með [spennustigið] rétt stillt en já að einhverju leiti [var það vanstillt]. Um leið og skrekkurinn fór úr mönnum, eins og við sáum í síðari hálfleik, var annar bragur yfir okkur og meira hugrekki. Þá gekk líka betur og við fórum að þjarma meira að þeim, en alveg óhætt að segja að við hefðum átt að byrja þetta sterkara“ sagði Magnús í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Spilamennskan fór meira í taugarnar Breiðablik fékk mörg færi í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað verið búið að skora meira en tvö mörk. „Já, Jökull [Andrésson, markmaður] þurfti að verja aðeins en ég var eiginlega mest pirraður með að við höfum ekki náð að spila meira. Það fór meira í taugarnar á mér, að við höfum ekki náð að búa til færi fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins, en seinni hálfleikurinn allt annar. Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk, fyrri hálfleikurinn.“ Hálfleiksræðan hafði góð áhrif Hálfleiksræða þjálfarans hafði þó góð áhrif og betri bragur var yfir Aftureldingu í seinni hálfleik. „Við fórum fyrst og fremst yfir hugarfarið í hálfleik, að við þyrftum að vera hugaðir og þora að spila meira, töluðum um hvernig við gætum leyst pressuna þeirra sem við gerðum síðan vel í seinni hálfleik. Vera hugaðri [var aðalatriðið], við höfðum engu að tapa. Þá virtust einhver þyngsli fara af mönnum. En við þurfum að byrja betur í næsta leik og ég held að þessi frumsýning og allt þetta hafi setið í mönnum í byrjun en seinni hálfleikur allt annar og nú erum við bara mættir í þetta mót. Næsti leikur verður skemmtilegur.“ Böggandi litli bróðir Bróðir Magnúsar, Anton Ari, stóð samt í vegi fyrir Aftureldingu með nokkrum góðum markvörslum þegar liðið reyndi að minnka muninn. „Já, hann er góður sko. Pirrandi að hann sé að verja, ég er nú yfirleitt ánægður með hann þegar hann ver, en í dag vildi ég ekki sjá þessar vörslur. Þær voru góðar samt, hann má eiga það." Fyrsti heimaleikurinn framundan Með frumraunina að baki tekur Afturelding á móti ÍBV í fyrsta heimaleiknum næstu helgi. Stuðningurinn sem liðið fékk í stúkunni í dag var virkilega góður og mun væntanlega ekki versna á heimavelli. „Ekki spurning, margir mættir í dag og geggjaður stuðningur sem við þurfum að virkja ennþá meira. Fyrsti leikur á heimavelli næsta sunnudag og við þurfum að fá bara allt bæjarfélagið og gott betur en það þegar Eyjamenn koma í heimsókn. Það verður skemmtilegur dagur og við setjum allt á fullt, æfum vel í vikunni og verðum klárir“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira