Innlent

Grunur um hóp­nauðgun í Reykja­vík

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir.

Þetta staðfestir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu en RÚV  greindi frá málinu.

Hún segir að rannsókn sé í gangi og miði vel áfram. Frekari upplýsingar verði ekki veittar um málið að svo stöddu.

Svona mál séu ekki algeng á borði lögreglunnar.

„Sem betur fer er ekki um margar hópnauðganir að ræða, en það detta alveg svona mál inn á okkar borð,“ segir Bylgja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×