„Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2025 11:42 Friðrik Ólafsson er látinn, níræður að aldri. Friðrik Ólafsson, stórmeistari og fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, er látinn, níræður að aldri. Formaður Skáksambands Íslands segir Friðrik hafa verið áhrifamesta skákmann Íslandssögunnar. Friðrik fæddist í Reykjavík 26. janúar 1935 og því nýlega orðinn níræður þegar hann lést á líknardeild Landspítalans, fjórða apríl síðastliðinn. 1958 varð hann fyrsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari í skák og árin eftir átti hann eftir að vinna fjölda alþjóðlegra móta. Árið 1959 var hann einn af átta þátttakendum á áskorunarmót fyrir Heimsmeistaratitilinn en endaði þar sjöundi. Á ferlinum vann hann til að mynda Bobby Fischer tvisvar, Mikhail Tal tvisvar og Karpov einu sinni þegar hann var ríkjandi heimsmeistari. Vísir ræddi ítarlega við Friðrik um ferilinn í janúar á þessu ári. Lesa má viðtalið í fréttinni hér fyrir neðan. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands segir Friðrik þann merkasta í íslenskri skáksögu. „Hann var svo mikill frumkvöðull. Hann byrjar að tefla sem ungur strákur, og nær í þessu litla landi með erfiðar aðstæður til að ferðast að verða einn af tíu bestu í heiminum,“ segir Gunnar. „Ég held að heimsmeistaraeinvígið 1972 hefði ekki verið haldið hefði hann ekki verið þarna. Þótt að fleiri hafi auðvitað komið að því, þá bjó hann til þessa skákbylgju, hann bjó til þennan skákáhuga. Það er ekki víst að svona sterkir skákmenn hafi orðið til hérna á Íslandi ef hann hefði ekki rutt veginn.“ Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Árið 1978 varð hann sjötti forseti Alþjóðaskáksambandsins og hafði því einnig mikil áhrif á skákhreyfinguna í öllum heiminum. Friðrik var skrifstofustjóri Alþingis í rúm tuttugu ár og ritstýrði einnig lagasafni Íslands. „Honum var margt til lista lagt. Fyrir mér var þetta ótrúlegur einstaklingur og sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst,“ segir Gunnar. Andlát Skák Tengdar fréttir Friðrik Ólafsson er látinn Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn. 7. apríl 2025 06:56 Friðrik Ólafsson 80 ára Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE. 26. janúar 2015 08:30 Fischer og Friðrik heyja einvígi Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. 1. apríl 2005 00:01 Spassky og Friðrik tefla um helgina Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands. 9. febrúar 2006 17:06 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Friðrik fæddist í Reykjavík 26. janúar 1935 og því nýlega orðinn níræður þegar hann lést á líknardeild Landspítalans, fjórða apríl síðastliðinn. 1958 varð hann fyrsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari í skák og árin eftir átti hann eftir að vinna fjölda alþjóðlegra móta. Árið 1959 var hann einn af átta þátttakendum á áskorunarmót fyrir Heimsmeistaratitilinn en endaði þar sjöundi. Á ferlinum vann hann til að mynda Bobby Fischer tvisvar, Mikhail Tal tvisvar og Karpov einu sinni þegar hann var ríkjandi heimsmeistari. Vísir ræddi ítarlega við Friðrik um ferilinn í janúar á þessu ári. Lesa má viðtalið í fréttinni hér fyrir neðan. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands segir Friðrik þann merkasta í íslenskri skáksögu. „Hann var svo mikill frumkvöðull. Hann byrjar að tefla sem ungur strákur, og nær í þessu litla landi með erfiðar aðstæður til að ferðast að verða einn af tíu bestu í heiminum,“ segir Gunnar. „Ég held að heimsmeistaraeinvígið 1972 hefði ekki verið haldið hefði hann ekki verið þarna. Þótt að fleiri hafi auðvitað komið að því, þá bjó hann til þessa skákbylgju, hann bjó til þennan skákáhuga. Það er ekki víst að svona sterkir skákmenn hafi orðið til hérna á Íslandi ef hann hefði ekki rutt veginn.“ Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Árið 1978 varð hann sjötti forseti Alþjóðaskáksambandsins og hafði því einnig mikil áhrif á skákhreyfinguna í öllum heiminum. Friðrik var skrifstofustjóri Alþingis í rúm tuttugu ár og ritstýrði einnig lagasafni Íslands. „Honum var margt til lista lagt. Fyrir mér var þetta ótrúlegur einstaklingur og sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst,“ segir Gunnar.
Andlát Skák Tengdar fréttir Friðrik Ólafsson er látinn Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn. 7. apríl 2025 06:56 Friðrik Ólafsson 80 ára Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE. 26. janúar 2015 08:30 Fischer og Friðrik heyja einvígi Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. 1. apríl 2005 00:01 Spassky og Friðrik tefla um helgina Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands. 9. febrúar 2006 17:06 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Friðrik Ólafsson er látinn Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn. 7. apríl 2025 06:56
Friðrik Ólafsson 80 ára Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE. 26. janúar 2015 08:30
Fischer og Friðrik heyja einvígi Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. 1. apríl 2005 00:01
Spassky og Friðrik tefla um helgina Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands. 9. febrúar 2006 17:06