Íslenski boltinn

Glóru­laus tæk­ling Gylfa Þórs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór var sendur í sturtu snemma í síðari hálfleik.
Gylfi Þór var sendur í sturtu snemma í síðari hálfleik. Stöð 2 Sport

Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í 1. umferð Bestu deildarinnar. Fyrir fram var talið líklegt að Gylfi Þór gæti verið á skotskónum eða að minnsta kosti gefið stoðsendingu. Þess í stað nældi hann sér í beint rautt spjald eftir fáránlega tæklingu á miðjum velli. 

Myndir segja meira en 1000 orð en hér að neðan má sjá tæklingu Gylfa Þórs. Hann mótmælti ekki þegar Helgi Mikael Jónasson dómari lyfti rauða spjaldinu. 

Klippa: Gylfi Þór fékk beint rautt í fyrsta leik

Aðeins er um annað rauða spjaldið á ferli Gylfa Þórs að ræða. Það fyrra fékk hann árið 2015 þegar hann var leikmaður Swansea City á Englandi. Nánar um það Hér.

Þegar þetta er skrifað er staðan í leiknum 2-0 Víkingum í vil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×