„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2025 21:57 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. Vísir/Einar Það var létt yfir Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, þegar hann mætti í viðtal strax eftir sigur liðsins gegn ÍBV. „Ég er bara virkilega sáttur með að ná þessum þremur stigum hér í kvöld. Ég var mjög sáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik fyrir utan að við nýttum ekki færin sem að við fengum. Annars var ég bara mjög sáttur með spilamennskuna og kraftinn sem við komum með inn í leikinn. Mér fannst aðeins vanta að við gætum breytt hraðanum í fyrri hálfleiknum en ÍBV gerði svo sem alveg vel líka þannig séð. Byrjunin á seinni hálfleiknum var líka mjög fínt þar til að við fáum þetta rauða spjald og þá fór smá um mann. Mér fannst við takast mjög vel að spila einum færri og vorum ekki að opna okkur neitt. Svo skorum við frábært mark úr föstu leikatriði. Ég er fyrst og fremst ánægður með hvað leikmenn voru tilbúnir að leggja á sig fyrir þennan leik. Ég bað um að þeir myndu mæta með hátt orkustig og mér fannst þeir sýna það. Spurður nánar út í hvernig liðið hafi svarað eftir að lenda manni færri snemma í seinni hálfleik segir Sölvi það vissulega ekki vera neina óska stöðu að lenda í en segist þó sáttur með hvernig liðið hafi stöðva allar aðgerðir Eyjamanna sem tókst ekki að skapa sér nein opin færi. „Þetta var auðvitað ekki góð staða sem við vorum komnir í. Við reyndum að finna út úr því hvaða leikmenn við gætum sett inn á og hvort að við ætluðum í fimm eða fjögra manna vörn. Það tók smá tíma að finna út úr því. Þeir voru með boltann á þessum tíma en sköpuðu svo sem ekki neitt á meðan við vorum einum manni færri. Ég er virkilega sáttur með vinnuframlagið hjá strákunum. Þeir börðust fyrir hvorn annan allan leikinn og sérstaklega þegar við vorum einum manni færri. Undir lok fyrri hálfleiks urðu þó Víkingar fyrir áfalli þegar Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli. Fyrstu fréttir sem bárust upp í blaðamannastúkuna voru að meiðslin væri alvarleg. Veistu hver staðan á honum er? „Ég ætla ekki að staðfesta eitt né neitt þar sem það er ekki komið neitt úr myndatökunni. Hann er vissulega þjáður og þetta lítur ekki vel út en við verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta.“ Oliver Ekroth var kynntur sem nýr fyrirliði Víkinga í síðustu viku. Hann var þó ekki með liðinu í dag. Sölvi segir hann glíma við smá meiðsli en það sé þó ekki alvarlegt. „Hann er með smá eymsli sem að við ákváðum að taka enga áhættu með. Við erum með frábæra hafsenta sem gátu spilað leikinn í dag og ákváðum að taka enga áhættu með hann.“ Fyrir leikinn var Halldór Smári Sigurðsson kvaddur en hann lagði skóna á hilluna fyrir örfáum dögum rétt eins og Jón Guðni Fjóluson. Spurður að því hvort reikna megi með því að Víkingar sæki sér nýjan hafsent áður en glugginn lokar segir Sölvi að hann sé mjög ríkur af hafsentum sem hann treystir til að leysa þessar stöður. „Við vorum fyrir mjög ríkir af hafsentum. Það eru tveir vinstri fótar hafsentar farnir og þá eru Sveinn Gísli og Róbert Orri eftir. Svo erum við með annan undir 19 ára landsliðsmann sem heitir Davíð Helgi sem er frábær leikmaður. Þannig að við erum ekki að leita að hafsent og treystum þeim sem eru til staðar til að leysa þessar stöður sem þessir frábæru herramenn skildu eftir sig.“ Eftir tímabilið í fyrra missti liðið þá Danijel Dejan Djuric og Ara Sigurpálsson svo það er vert að spyrja Sölva hvort liðið sé þá að leita sér að vængmanni? „Ætlum við að fara yfir allar stöðurnar?“ Segir Sölvi og hlær í leiðinni. „Nei, við kíkjum á þetta en þurfum að meta það hvað kemur út með Aron. Við erum alltaf með augun opin. Það er vissulega erfitt að fá leikmenn hér á Íslandi ásamt því þá þurfa þeir að passa inn hjá okkur, þannig að það er ekki um marga að velja hér á Íslandi en við erum alltaf með augun opin. Fyrst ætlum við að sjá hvað kemur út úr þessu hjá Aroni og leggjumst svo yfir þetta eftir það.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira
„Ég er bara virkilega sáttur með að ná þessum þremur stigum hér í kvöld. Ég var mjög sáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik fyrir utan að við nýttum ekki færin sem að við fengum. Annars var ég bara mjög sáttur með spilamennskuna og kraftinn sem við komum með inn í leikinn. Mér fannst aðeins vanta að við gætum breytt hraðanum í fyrri hálfleiknum en ÍBV gerði svo sem alveg vel líka þannig séð. Byrjunin á seinni hálfleiknum var líka mjög fínt þar til að við fáum þetta rauða spjald og þá fór smá um mann. Mér fannst við takast mjög vel að spila einum færri og vorum ekki að opna okkur neitt. Svo skorum við frábært mark úr föstu leikatriði. Ég er fyrst og fremst ánægður með hvað leikmenn voru tilbúnir að leggja á sig fyrir þennan leik. Ég bað um að þeir myndu mæta með hátt orkustig og mér fannst þeir sýna það. Spurður nánar út í hvernig liðið hafi svarað eftir að lenda manni færri snemma í seinni hálfleik segir Sölvi það vissulega ekki vera neina óska stöðu að lenda í en segist þó sáttur með hvernig liðið hafi stöðva allar aðgerðir Eyjamanna sem tókst ekki að skapa sér nein opin færi. „Þetta var auðvitað ekki góð staða sem við vorum komnir í. Við reyndum að finna út úr því hvaða leikmenn við gætum sett inn á og hvort að við ætluðum í fimm eða fjögra manna vörn. Það tók smá tíma að finna út úr því. Þeir voru með boltann á þessum tíma en sköpuðu svo sem ekki neitt á meðan við vorum einum manni færri. Ég er virkilega sáttur með vinnuframlagið hjá strákunum. Þeir börðust fyrir hvorn annan allan leikinn og sérstaklega þegar við vorum einum manni færri. Undir lok fyrri hálfleiks urðu þó Víkingar fyrir áfalli þegar Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli. Fyrstu fréttir sem bárust upp í blaðamannastúkuna voru að meiðslin væri alvarleg. Veistu hver staðan á honum er? „Ég ætla ekki að staðfesta eitt né neitt þar sem það er ekki komið neitt úr myndatökunni. Hann er vissulega þjáður og þetta lítur ekki vel út en við verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta.“ Oliver Ekroth var kynntur sem nýr fyrirliði Víkinga í síðustu viku. Hann var þó ekki með liðinu í dag. Sölvi segir hann glíma við smá meiðsli en það sé þó ekki alvarlegt. „Hann er með smá eymsli sem að við ákváðum að taka enga áhættu með. Við erum með frábæra hafsenta sem gátu spilað leikinn í dag og ákváðum að taka enga áhættu með hann.“ Fyrir leikinn var Halldór Smári Sigurðsson kvaddur en hann lagði skóna á hilluna fyrir örfáum dögum rétt eins og Jón Guðni Fjóluson. Spurður að því hvort reikna megi með því að Víkingar sæki sér nýjan hafsent áður en glugginn lokar segir Sölvi að hann sé mjög ríkur af hafsentum sem hann treystir til að leysa þessar stöður. „Við vorum fyrir mjög ríkir af hafsentum. Það eru tveir vinstri fótar hafsentar farnir og þá eru Sveinn Gísli og Róbert Orri eftir. Svo erum við með annan undir 19 ára landsliðsmann sem heitir Davíð Helgi sem er frábær leikmaður. Þannig að við erum ekki að leita að hafsent og treystum þeim sem eru til staðar til að leysa þessar stöður sem þessir frábæru herramenn skildu eftir sig.“ Eftir tímabilið í fyrra missti liðið þá Danijel Dejan Djuric og Ara Sigurpálsson svo það er vert að spyrja Sölva hvort liðið sé þá að leita sér að vængmanni? „Ætlum við að fara yfir allar stöðurnar?“ Segir Sölvi og hlær í leiðinni. „Nei, við kíkjum á þetta en þurfum að meta það hvað kemur út með Aron. Við erum alltaf með augun opin. Það er vissulega erfitt að fá leikmenn hér á Íslandi ásamt því þá þurfa þeir að passa inn hjá okkur, þannig að það er ekki um marga að velja hér á Íslandi en við erum alltaf með augun opin. Fyrst ætlum við að sjá hvað kemur út úr þessu hjá Aroni og leggjumst svo yfir þetta eftir það.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira