Viðskipti innlent

Ráðinn for­stöðumaður fyrir­tækja­sviðs Orms­son

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar Hólm Einarsson.
Arnar Hólm Einarsson.

Arnar Hólm Einarsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns fyrirtækjasviðs hjá Ormsson.

Í tilkynningu kemur fram að Arnar hafi áður starfað sem viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs hjá Elko. 

Hann er með menntun í þjóðfræði, viðskiptafræði og tómstunda- og félagsmálafræði.

Haft er eftir Kjartani Erni Sigurðssyni, forstjóra Ormsson, að með nýjum forstöðumanni fyrirtækjasviðs sé félagið að leggja áherslu á að efla þjónustu við fyrirtæki og bjóða upp á fjölbreyttar lausnir til fyrirtækja við sölu innréttinga og raftækja. „Arnar er með mikla reynslu í þjónustu við fyrirtæki og er hann því í einkar vel í stakk búinn til að þjónusta fyrirtæki og vinna að áframhaldandi vexti og þróun þjónustu,” er haft eftir Kjartani Erni.

Arnar hefur þegar hafið störf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×