Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar 8. apríl 2025 12:32 Það er mikill meirihluti af karlmönnum og drengjum sem standa með konum og stúlkum, langstærstur hluti. Meirihluti sem sannarlega finnur á andrúmsloftinu og í menningunni að það eru neikvæðar breytingar í farvatninu sem hafa áhrif á stúlkur og konur. Skorti á töluleg gögn fyrir því sem mörgum er ljóst þá sögðu 24% þeirra þjóða sem fjallað er um í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að það væri BAKSLAG í jafnrétti kynjanna. Lönd eins og Spánn, Kanada, Þýskaland og Holland þar á meðal og að aukinn kraftur væri í andstreymi við jafnrétti kynjanna. Samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu sem hefur fylgst með stöðu jafnréttismála frá árinu 2006 á fjórum lykilsviðum (efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntunarstigi, heilsu, og pólitískri valdeflingu) þá tekur ekki nema um 130 ár fyrir konur að standa jafnfætis körlum. Hvað geta karlar og ungir menn gert í því? Það er hægt að vera fyrirmynd og sýna forystu í að breyta þeirri stefnu sem er að birtast í dag. Mynda örlítið skjól fyrir mótbyrnum sem sannarlega er þörf á. Jafn kjánalegt og það er að segja það þá eru konur minnihlutahópur á meðan þær eru ekki jafnréttis körlum þegar kemur að réttindum og stöðu í samfélaginu á heimsvísu. Jafnmargar og karlar en samt ekki alveg með allt eins þegar kemur að stöðu í lífinu. Bara vegna kyns. Og þegar atlaga er gerð að einum minnihlutahópi normaliserar það að ganga að þeim næsta. Á þann hátt er augljóst að þegar gengið er að réttindum til að mynda hinsegins fólks að þá opnar það hurðina að því að takmarka eða stöðva réttindi næsta hóps. Ef þú vilt mynda skjól fyrir stúlkur og konur sem beittar eru ofbeldi, eiga ekki möguleika á nauðsynlegri læknisþjónustu, ekki einu sinni nauðsynlegum hreinlætisvörum skaltu gerast Ljósberi hjá UN Women á Íslandi. Þá hefur þú áhrif. Hefur þér hryllt við frásögnum af ofbeldi gagnvart konum og stúlkum í fréttum hérna heima? Hefur þú heyrt í ópum á hjálp þegar menn berja konur? Ef þú heyrir eitthvað, gerðu eitthvað. Þú getur líka styrkt Kvennaathvarfið. Burtséð frá frá pólitískri afstöðu, örvhentir og rétthentir, burtséð frá einhverri hugmyndafræði sem engu máli skiptir og á ekki að stöðva menn og drengi í því að standa í lappirnar og hafa raunveruleg áhrif. Það er hægt að segja það upphátt – það er hægt að gera það hljóðlega. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Því það er nístandi að heyra að konum og ungum stúlkum er nauðgað skipulega í stríðum til að brjóta niður samfélög og eyðileggja heilu kynslóðirnar. Nauðgunum beitt sem vopni. Þessi hvatning er til þess ætluð að þeir sem vilja standa með konum skjóti rótum og taki á sig eitthvað af vindinum. Leggjum tíma okkar, peninga eða rödd af mörkum til verndar, menntunar og valdeflingu stúlkna og kvenna, það hefur hefur bein jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélög og kemur í veg fyrir að halda aftur af því sem eðlilegt er, að mannréttindi séu virt og að við stöndum jöfn. Andskotinn hafi það. Hér er hægt að gerast Ljósberi og gefa til Kvennaathvarfsins. Höfundur er varaformaður stjórnar UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaathvarfið Kynferðisofbeldi Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikill meirihluti af karlmönnum og drengjum sem standa með konum og stúlkum, langstærstur hluti. Meirihluti sem sannarlega finnur á andrúmsloftinu og í menningunni að það eru neikvæðar breytingar í farvatninu sem hafa áhrif á stúlkur og konur. Skorti á töluleg gögn fyrir því sem mörgum er ljóst þá sögðu 24% þeirra þjóða sem fjallað er um í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að það væri BAKSLAG í jafnrétti kynjanna. Lönd eins og Spánn, Kanada, Þýskaland og Holland þar á meðal og að aukinn kraftur væri í andstreymi við jafnrétti kynjanna. Samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu sem hefur fylgst með stöðu jafnréttismála frá árinu 2006 á fjórum lykilsviðum (efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntunarstigi, heilsu, og pólitískri valdeflingu) þá tekur ekki nema um 130 ár fyrir konur að standa jafnfætis körlum. Hvað geta karlar og ungir menn gert í því? Það er hægt að vera fyrirmynd og sýna forystu í að breyta þeirri stefnu sem er að birtast í dag. Mynda örlítið skjól fyrir mótbyrnum sem sannarlega er þörf á. Jafn kjánalegt og það er að segja það þá eru konur minnihlutahópur á meðan þær eru ekki jafnréttis körlum þegar kemur að réttindum og stöðu í samfélaginu á heimsvísu. Jafnmargar og karlar en samt ekki alveg með allt eins þegar kemur að stöðu í lífinu. Bara vegna kyns. Og þegar atlaga er gerð að einum minnihlutahópi normaliserar það að ganga að þeim næsta. Á þann hátt er augljóst að þegar gengið er að réttindum til að mynda hinsegins fólks að þá opnar það hurðina að því að takmarka eða stöðva réttindi næsta hóps. Ef þú vilt mynda skjól fyrir stúlkur og konur sem beittar eru ofbeldi, eiga ekki möguleika á nauðsynlegri læknisþjónustu, ekki einu sinni nauðsynlegum hreinlætisvörum skaltu gerast Ljósberi hjá UN Women á Íslandi. Þá hefur þú áhrif. Hefur þér hryllt við frásögnum af ofbeldi gagnvart konum og stúlkum í fréttum hérna heima? Hefur þú heyrt í ópum á hjálp þegar menn berja konur? Ef þú heyrir eitthvað, gerðu eitthvað. Þú getur líka styrkt Kvennaathvarfið. Burtséð frá frá pólitískri afstöðu, örvhentir og rétthentir, burtséð frá einhverri hugmyndafræði sem engu máli skiptir og á ekki að stöðva menn og drengi í því að standa í lappirnar og hafa raunveruleg áhrif. Það er hægt að segja það upphátt – það er hægt að gera það hljóðlega. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Því það er nístandi að heyra að konum og ungum stúlkum er nauðgað skipulega í stríðum til að brjóta niður samfélög og eyðileggja heilu kynslóðirnar. Nauðgunum beitt sem vopni. Þessi hvatning er til þess ætluð að þeir sem vilja standa með konum skjóti rótum og taki á sig eitthvað af vindinum. Leggjum tíma okkar, peninga eða rödd af mörkum til verndar, menntunar og valdeflingu stúlkna og kvenna, það hefur hefur bein jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélög og kemur í veg fyrir að halda aftur af því sem eðlilegt er, að mannréttindi séu virt og að við stöndum jöfn. Andskotinn hafi það. Hér er hægt að gerast Ljósberi og gefa til Kvennaathvarfsins. Höfundur er varaformaður stjórnar UN Women á Íslandi.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar