Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 12:41 Frank Büchel, sendiherra Liechtenstein í Genf, Cecile Terese Myrseth, viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, Yulia Svyrydenko, varaforsætisráðherra og efnahagsráðherra Úkraínu, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, og Jacques Gerber, fulltrúi svissneskra stjórnvalda gagnvart Úkraínu. Stjórnarráðið Uppfærður fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu var undirritaður í Kænugarði í dag. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. „Þessi samningur er mikilvægt skref í átt að auknum viðskiptum Íslands við Úkraínu og endurspeglar skýran vilja okkar til að styðja við efnahagslega enduruppbyggingu og þróun í landinu,“ segir Logi í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Hann segir samninginn opna á ný tækifæri fyrir bæði íslensk og úkraínsk fyrirtæki. „Nýmælin í samningnum eru reglur um rafræn viðskipti, um lítil og meðalstór fyrirtæki …. Og sjálfbæt viðskipti. Þannig það má segja að hann endurspegli betur viðskiptaumhverfið eins og það er í dag,“ segir Logi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að í samningnum séu ákvæði um ríkari aðgang fyrir íslenskar kjötafurðir, sælgæti og unnar matvörur til Úkraínu en að á móti geti Úkraínumenn flutt inn grænmet, unnin matvæli og einhver drykkjarföng. Skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld Logi er staddur í Kænugarði og segir skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld, en það sé nokkuð friðsamlegt eins og er í Kænugarði. „Með samningnum vilja EFTA-ríkin styrkja og stuðla að efnahagsstefnu Úkraínu sem miðar að aukinni samþættingu við evrópska markaðinn.“ Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að viðræður um uppfærslu samningsins hafi hafist árið 2023 en lokið við lok síðasta árs. Ísland leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA ríkjanna sem auk Íslands telja Liechtenstein, Noreg og Sviss. Þar stendur einnig að uppfærður samningur kveði á um bætt markaðskjör fyrir vöruviðskipti milli Íslands og Úkraínu. „Markaðsaðgangur sem Ísland veitir Úkraínu fyrir landbúnaðarvörur er í samræmi við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert á vettvangi EFTA. Nýmæli í samningnum eru skýrari reglur um vernd hugverka, rafræn viðskipti, lítil- og meðalstór fyrirtæki og sjálfbær viðskipti. Reglur samningsins um vöruviðskipti, opinber innkaup og sem miða að því að liðka fyrir viðskiptum eru uppfærðar til samræmis við nýja tíma og þróun á sviði alþjóðaviðskipta.“ Samningurinn undirstrikar áframhaldandi pólítískan og efnahagslegan stuðning Íslands við Úkraínu og trú á opið og reglubundið viðskiptaumhverfi á alþjóðavísu. EFTA Úkraína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
„Þessi samningur er mikilvægt skref í átt að auknum viðskiptum Íslands við Úkraínu og endurspeglar skýran vilja okkar til að styðja við efnahagslega enduruppbyggingu og þróun í landinu,“ segir Logi í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Hann segir samninginn opna á ný tækifæri fyrir bæði íslensk og úkraínsk fyrirtæki. „Nýmælin í samningnum eru reglur um rafræn viðskipti, um lítil og meðalstór fyrirtæki …. Og sjálfbæt viðskipti. Þannig það má segja að hann endurspegli betur viðskiptaumhverfið eins og það er í dag,“ segir Logi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að í samningnum séu ákvæði um ríkari aðgang fyrir íslenskar kjötafurðir, sælgæti og unnar matvörur til Úkraínu en að á móti geti Úkraínumenn flutt inn grænmet, unnin matvæli og einhver drykkjarföng. Skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld Logi er staddur í Kænugarði og segir skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld, en það sé nokkuð friðsamlegt eins og er í Kænugarði. „Með samningnum vilja EFTA-ríkin styrkja og stuðla að efnahagsstefnu Úkraínu sem miðar að aukinni samþættingu við evrópska markaðinn.“ Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að viðræður um uppfærslu samningsins hafi hafist árið 2023 en lokið við lok síðasta árs. Ísland leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA ríkjanna sem auk Íslands telja Liechtenstein, Noreg og Sviss. Þar stendur einnig að uppfærður samningur kveði á um bætt markaðskjör fyrir vöruviðskipti milli Íslands og Úkraínu. „Markaðsaðgangur sem Ísland veitir Úkraínu fyrir landbúnaðarvörur er í samræmi við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert á vettvangi EFTA. Nýmæli í samningnum eru skýrari reglur um vernd hugverka, rafræn viðskipti, lítil- og meðalstór fyrirtæki og sjálfbær viðskipti. Reglur samningsins um vöruviðskipti, opinber innkaup og sem miða að því að liðka fyrir viðskiptum eru uppfærðar til samræmis við nýja tíma og þróun á sviði alþjóðaviðskipta.“ Samningurinn undirstrikar áframhaldandi pólítískan og efnahagslegan stuðning Íslands við Úkraínu og trú á opið og reglubundið viðskiptaumhverfi á alþjóðavísu.
EFTA Úkraína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira