„Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. apríl 2025 18:58 Guðlaugur Þór Þórðarsson hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni. Umræða um olíuleit á Drekasvæðinu vaknaði aftur eftir að bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að endurmeta hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu. Olíuleit á svæðinu var hætt árið 2018 þegar erlendir sérleyfishafar komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki arðbær. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, setti fram frumvarp á meðan hann var ráðherra í samræmi við stjórnarsáttmála fyrrverandi ríkisstjórnar um að banna skyldi leit að olíu á Drekasvæðinu. Það frumvarp náði ekki í gegnum þingið. „Því er nú haldið fram að ég hafi sett lög, sem er þvættingur. Ég var ráðherra í ríkisstjórn sem var með þetta í stjórnarsáttmálanum og ég skrifaði ekki það sem sneri að þessum málaflokki og hef aldrei verið á móti því að við séum að nýta Drekasvæðið í olíu- eða gasvinnslu. Hins vegar var eðlilegra að fara eftir stjórnarsáttmála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson í viðtali í Reykjavík síðdegis. „Hins vegar að vandinn er sá ef að einhver hefði sótt um og þú ert með lög ertu náttúrulega í vanda því auðvitað áttu að fara eftir lögum. En svo lýsti ég því bara yfir að þetta yrði ekki gert á þessu kjörtímabili, en það reyndi aldrei á það. Það var aldrei neinn sem sýndi þessu áhuga,“ segir Guðlaugur. Að sögn Guðlaugs voru farnar þrjár ferðir en gengu þær allar illa og töpuðu fyrirtækin háum fjárhæðum á leitinni. Olíuleitarfélagið Eykon Energy ehf. sem leitaði hvað lengst að olíu á Drekasvæðinu var lagt niður árið 2021. „Það hefur þrisvar verið leitað af þessu með þeim afleiðingum að þeir sem gerðu það töpuðu og það voru verulegar upphæðir, það voru milljarðar sem menn voru að tapa.“ Yrðu að vera þjóðir vinveittar Íslandi Guðlaugur segir norska olíufyrirtækið hafa átt meirihluta í öllum þremur félögunum og Íslendingar einungis átt lítinn minnihluta. Þá hafi það vakið athygli hans að Kínverskir einstaklingar áttu einnig hlut í einu félaginu. „Síðasta umsóknin, það vissulega vakti athygli mína, þar voru Kínverjar voru nokkuð stórir. Í þá sem sóttu um og fengu leyfi til þess að leita. Ég held að vísu að það skipti máli að við hugum að því ef menn fara þessa leið að það séu aðilar sem að eru vináttu þjóðir okkar, sem að eru með sömu gildi og við,“ segir Guðlaugur. Kínverjarnir hafi hins vegar átt um sjö til fjórtán prósent í félaginu en Norðmenn meira en helming. „Það var kannski ekki augljóst fyrir nokkrum árum en það var eitthvað sem ég lagði áherslu á sem utanríkisráðherra og í öllum mínum störfum að við séum nú ekki bláeygð þegar kemur að umheiminum og stöðunni þar.“ Guðlaugur segir að ef annað leyfi yrði gefið út til olíuleitar yrðu viðkomandi þjóðir að vera vinveittar Íslandi og hafa sömu gildi. Það eigi ekki við um Kínverja. „Mér finnst bara sjálfsagt að menn fái að reyna sig, bara aðallega að ríkið beri ekki kostnað af því. Það skiptir líka mjög miklu máli að ef að íslenskir aðilar væru með þeim að það væru aðilar sem við getum treyst á og væru frá ríkjum þar sem að við deilum sömu gildum.“ Varði þjóðaröryggi Íslendinga Guðlaugur virðist þá ekki hafa miklar áhyggjur af umhverfisáhrifum olíuleitar. Það sé ekki umhverfislegt tap þar sem margar þjóðir séu nú þegar að leita að olíu. „Það er verið að leita af olíu úti um heiminn og við erum ekkert að hætta að nota olíu,“ segir hann. „Ég er enginn sérfræðingur í þessu en það hefur verið bent á að olíuhreinsun yrði tæplega á Íslandi, þá myndi menn væntanlega vinna allt svona í Noregi. Þar ertu með hæstu mögulegu umhverfisstaðla þegar kemur að vinnslu olíu.“ Það sé hagur Íslendinga að geta notað græna íslenska orku og geta tekið út norsku olíuna á móti. „Þá verðum við í gríðarlegri góðri stöðu ef við þurfum lítið sem ekkert að halda á innfluttri orku, við höfum hana bara alla hér heima. Þetta er ekki bara efnahagslegt, þetta er ekki bara umhverfislegt, þetta er líka þjóðaröryggismál,“ segir Guðlaugur. Á tímum Covid hafi vaknað áhyggjur að norska olían myndi ekki skilja sér til Íslands í tæka tíð og því væri það hið besta mál að sögn Guðlaugs að ef fólk vilji leita af olíu á Drekasvæðinu. „Mér finnst bara einfalt að leyfa fólki að leita af olíu.“ Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Reykjavík síðdegis Umhverfismál Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Umræða um olíuleit á Drekasvæðinu vaknaði aftur eftir að bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að endurmeta hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu. Olíuleit á svæðinu var hætt árið 2018 þegar erlendir sérleyfishafar komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki arðbær. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, setti fram frumvarp á meðan hann var ráðherra í samræmi við stjórnarsáttmála fyrrverandi ríkisstjórnar um að banna skyldi leit að olíu á Drekasvæðinu. Það frumvarp náði ekki í gegnum þingið. „Því er nú haldið fram að ég hafi sett lög, sem er þvættingur. Ég var ráðherra í ríkisstjórn sem var með þetta í stjórnarsáttmálanum og ég skrifaði ekki það sem sneri að þessum málaflokki og hef aldrei verið á móti því að við séum að nýta Drekasvæðið í olíu- eða gasvinnslu. Hins vegar var eðlilegra að fara eftir stjórnarsáttmála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson í viðtali í Reykjavík síðdegis. „Hins vegar að vandinn er sá ef að einhver hefði sótt um og þú ert með lög ertu náttúrulega í vanda því auðvitað áttu að fara eftir lögum. En svo lýsti ég því bara yfir að þetta yrði ekki gert á þessu kjörtímabili, en það reyndi aldrei á það. Það var aldrei neinn sem sýndi þessu áhuga,“ segir Guðlaugur. Að sögn Guðlaugs voru farnar þrjár ferðir en gengu þær allar illa og töpuðu fyrirtækin háum fjárhæðum á leitinni. Olíuleitarfélagið Eykon Energy ehf. sem leitaði hvað lengst að olíu á Drekasvæðinu var lagt niður árið 2021. „Það hefur þrisvar verið leitað af þessu með þeim afleiðingum að þeir sem gerðu það töpuðu og það voru verulegar upphæðir, það voru milljarðar sem menn voru að tapa.“ Yrðu að vera þjóðir vinveittar Íslandi Guðlaugur segir norska olíufyrirtækið hafa átt meirihluta í öllum þremur félögunum og Íslendingar einungis átt lítinn minnihluta. Þá hafi það vakið athygli hans að Kínverskir einstaklingar áttu einnig hlut í einu félaginu. „Síðasta umsóknin, það vissulega vakti athygli mína, þar voru Kínverjar voru nokkuð stórir. Í þá sem sóttu um og fengu leyfi til þess að leita. Ég held að vísu að það skipti máli að við hugum að því ef menn fara þessa leið að það séu aðilar sem að eru vináttu þjóðir okkar, sem að eru með sömu gildi og við,“ segir Guðlaugur. Kínverjarnir hafi hins vegar átt um sjö til fjórtán prósent í félaginu en Norðmenn meira en helming. „Það var kannski ekki augljóst fyrir nokkrum árum en það var eitthvað sem ég lagði áherslu á sem utanríkisráðherra og í öllum mínum störfum að við séum nú ekki bláeygð þegar kemur að umheiminum og stöðunni þar.“ Guðlaugur segir að ef annað leyfi yrði gefið út til olíuleitar yrðu viðkomandi þjóðir að vera vinveittar Íslandi og hafa sömu gildi. Það eigi ekki við um Kínverja. „Mér finnst bara sjálfsagt að menn fái að reyna sig, bara aðallega að ríkið beri ekki kostnað af því. Það skiptir líka mjög miklu máli að ef að íslenskir aðilar væru með þeim að það væru aðilar sem við getum treyst á og væru frá ríkjum þar sem að við deilum sömu gildum.“ Varði þjóðaröryggi Íslendinga Guðlaugur virðist þá ekki hafa miklar áhyggjur af umhverfisáhrifum olíuleitar. Það sé ekki umhverfislegt tap þar sem margar þjóðir séu nú þegar að leita að olíu. „Það er verið að leita af olíu úti um heiminn og við erum ekkert að hætta að nota olíu,“ segir hann. „Ég er enginn sérfræðingur í þessu en það hefur verið bent á að olíuhreinsun yrði tæplega á Íslandi, þá myndi menn væntanlega vinna allt svona í Noregi. Þar ertu með hæstu mögulegu umhverfisstaðla þegar kemur að vinnslu olíu.“ Það sé hagur Íslendinga að geta notað græna íslenska orku og geta tekið út norsku olíuna á móti. „Þá verðum við í gríðarlegri góðri stöðu ef við þurfum lítið sem ekkert að halda á innfluttri orku, við höfum hana bara alla hér heima. Þetta er ekki bara efnahagslegt, þetta er ekki bara umhverfislegt, þetta er líka þjóðaröryggismál,“ segir Guðlaugur. Á tímum Covid hafi vaknað áhyggjur að norska olían myndi ekki skilja sér til Íslands í tæka tíð og því væri það hið besta mál að sögn Guðlaugs að ef fólk vilji leita af olíu á Drekasvæðinu. „Mér finnst bara einfalt að leyfa fólki að leita af olíu.“
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Reykjavík síðdegis Umhverfismál Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent