Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2025 19:33 Samantekt á fjölda skota á hvert dýr leiddi í ljós að af 24 dýrum voru 5 tvískotin. Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. Hvalveiðivertíðin 2023 átti að hefjast þann 21. júní en þáverandi matvælaráðherra seinkaði þeim til 1. september með reglugerð vegna álits fagráðs um velferð dýra þess efnis að veiðiaðferðirnar við veiðar á stórhvelum samræmdust ekki lögum um velferð dýra. Samkvæmt eftirlitsskýrslu MAST voru 14 kvendýr og 9 karldýr drepin á umræddri vertíð. Ekki reyndist unnt að skrá kyn á einu dýrinu því það tapaðist og sökk til botns þegar lína slitnaði. Ein kýr var þá skráð með fóstri. Samantekt á fjölda skota á hvert dýr leiddi í ljós að af 24 dýrum voru 5 tvískotin. Á Hval 8 voru þrjú dýr skotin tveimur skotum en á Hval 9 voru þau tvö. Í skýrslunni er þá tilgreindur dauðatími hvers hvals. Sautján dýr drápust samstundis, tvö dýr á einni til fimm mínútum, þrjú á sex til tíu mínútum og eitt á ellefu til fimmtán mínútum. Eitt þeirra háði þá þrjátíu og fimm mínútna dauðastríð. Ísland sé hluti af stærri heild og beri ábyrgð Katrín Oddsdóttir er lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Mér finnst þetta óhugnanlegt og hræðilegt að sjá að dýrið hefur kvalist svona lengi. Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna, svo sem það sem við vitum að það er ekki hægt að tryggja það að svona stórir hvalir séu veiddir með mannúðlegum hætti.“ Katrín segist nema mikla skautun í samfélaginu í afstöðu til hvalveiða. „Sumir telja þetta vera algjörlega frábært og vera partur af okkar fullveldi og annað en ég held við þurfum að fara að átta okkur á því að við erum ekki lítil eining, við erum partur af stærri heild.“ Og sem slík beri Ísland ábyrgð. „Við höfum skuldbundið okkur að hjálpa til við það markmið sem er að bjarga hafinu og þar spila hvalir einfaldlega lykilhlutverk. Ég veit til þess að það er verið að undirbúa lögfræðilegar aðgerðir gegn Íslandi vegna þess að við þrjóskumst við og höldum þessu óarðbæru veiðum áfram þrátt fyrir að vita betur og ég held að þegar við fáum svona sannanir í fangið eins og þessi myndbönd, þá verðum við að hafa hugrekki til að krefja okkar stjórnvöld um að stoppa þetta.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hvalir Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. 20. desember 2024 19:02 Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira
Hvalveiðivertíðin 2023 átti að hefjast þann 21. júní en þáverandi matvælaráðherra seinkaði þeim til 1. september með reglugerð vegna álits fagráðs um velferð dýra þess efnis að veiðiaðferðirnar við veiðar á stórhvelum samræmdust ekki lögum um velferð dýra. Samkvæmt eftirlitsskýrslu MAST voru 14 kvendýr og 9 karldýr drepin á umræddri vertíð. Ekki reyndist unnt að skrá kyn á einu dýrinu því það tapaðist og sökk til botns þegar lína slitnaði. Ein kýr var þá skráð með fóstri. Samantekt á fjölda skota á hvert dýr leiddi í ljós að af 24 dýrum voru 5 tvískotin. Á Hval 8 voru þrjú dýr skotin tveimur skotum en á Hval 9 voru þau tvö. Í skýrslunni er þá tilgreindur dauðatími hvers hvals. Sautján dýr drápust samstundis, tvö dýr á einni til fimm mínútum, þrjú á sex til tíu mínútum og eitt á ellefu til fimmtán mínútum. Eitt þeirra háði þá þrjátíu og fimm mínútna dauðastríð. Ísland sé hluti af stærri heild og beri ábyrgð Katrín Oddsdóttir er lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Mér finnst þetta óhugnanlegt og hræðilegt að sjá að dýrið hefur kvalist svona lengi. Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna, svo sem það sem við vitum að það er ekki hægt að tryggja það að svona stórir hvalir séu veiddir með mannúðlegum hætti.“ Katrín segist nema mikla skautun í samfélaginu í afstöðu til hvalveiða. „Sumir telja þetta vera algjörlega frábært og vera partur af okkar fullveldi og annað en ég held við þurfum að fara að átta okkur á því að við erum ekki lítil eining, við erum partur af stærri heild.“ Og sem slík beri Ísland ábyrgð. „Við höfum skuldbundið okkur að hjálpa til við það markmið sem er að bjarga hafinu og þar spila hvalir einfaldlega lykilhlutverk. Ég veit til þess að það er verið að undirbúa lögfræðilegar aðgerðir gegn Íslandi vegna þess að við þrjóskumst við og höldum þessu óarðbæru veiðum áfram þrátt fyrir að vita betur og ég held að þegar við fáum svona sannanir í fangið eins og þessi myndbönd, þá verðum við að hafa hugrekki til að krefja okkar stjórnvöld um að stoppa þetta.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hvalir Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. 20. desember 2024 19:02 Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira
Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11
Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. 20. desember 2024 19:02
Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30