Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. apríl 2025 21:49 Bjarni Benediktsson hefur sagt skilið við stjórnmálin en hann sagði af sér þingmennsku í byrjun janúar og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Bendiktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætlaði að víkja sem matvælaráðherra í starfsstjórn þar sem hann taldi sig vanhæfan til að afgreiða umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hann skipti hins vegar um skoðun tveimur vikum síðar. Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV sem hefur undir höndum erindi sem matvælaráðuneytið sendi forsætisráðuneytinu. Fram kemur í beiðninni að Bjarni ætlaði að víkja sem matvælaráðherra en hann gegndi því embætti eftir að Vinstri græn sögðu sig úr starfsstjórn eftir að Bjarni sprengi ríkisstjórnina í október árið 2024. Bjarni hafi viljað víkja þar sem venslamaður hans ætti sérstaka og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Bjarni ætlaði einnig að leggja til við forseta Íslands að staðgengill myndi taka við málinu í stað hans. Kvöldið áður en beiðnin var rituð var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntur sem fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu. Hins vegar snerist Bjarna hugur einungis tveimur vikum síðar og segir í beiðninni að vanhæfisástæður hans væru fallnar niður. Ekki segir í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum hverjar vanhæfisástæðurnar væru. Í viðtali í nóvember neitar Bjarni því að hann hafi vensl við fólk sem á hlut í Hval hf. „Það eru engir nákomnir ættingjar mínir sem hafa hagsmuni hér. Ég hins vegar hafði fyrir því að fara yfir það, vildi ganga úr skugga um það og það liggur fyrir að það er ekki. Þannig ég hef metið hæfi mitt og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég geti sinnt þessu verkefni,“ sagði Bjarni. Hann gaf þá út leyfi til hvalveiða þann 5. desember sem gildir í fimm ár en endurnýjast ár hvert. Hvalveiðileyfið var litað af njósnum um son Jón Gunnarssonar, Gunnar Bergmann. Í leynilegum upptökum af Gunnari heyrist hann segja að Jón hefði tekið sæti á lista í suðvesturkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar í skiptum fyrir að Jón kæmist í stöðu til að veita Hval hf veiðileyfi. Jón og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. eru kunningjar. Bjarni neitaði einnig í viðtali að eitthvað væri til í þessum samning á milli hans og Jóns. Fréttin hefur verið uppfærð. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV sem hefur undir höndum erindi sem matvælaráðuneytið sendi forsætisráðuneytinu. Fram kemur í beiðninni að Bjarni ætlaði að víkja sem matvælaráðherra en hann gegndi því embætti eftir að Vinstri græn sögðu sig úr starfsstjórn eftir að Bjarni sprengi ríkisstjórnina í október árið 2024. Bjarni hafi viljað víkja þar sem venslamaður hans ætti sérstaka og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Bjarni ætlaði einnig að leggja til við forseta Íslands að staðgengill myndi taka við málinu í stað hans. Kvöldið áður en beiðnin var rituð var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntur sem fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu. Hins vegar snerist Bjarna hugur einungis tveimur vikum síðar og segir í beiðninni að vanhæfisástæður hans væru fallnar niður. Ekki segir í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum hverjar vanhæfisástæðurnar væru. Í viðtali í nóvember neitar Bjarni því að hann hafi vensl við fólk sem á hlut í Hval hf. „Það eru engir nákomnir ættingjar mínir sem hafa hagsmuni hér. Ég hins vegar hafði fyrir því að fara yfir það, vildi ganga úr skugga um það og það liggur fyrir að það er ekki. Þannig ég hef metið hæfi mitt og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég geti sinnt þessu verkefni,“ sagði Bjarni. Hann gaf þá út leyfi til hvalveiða þann 5. desember sem gildir í fimm ár en endurnýjast ár hvert. Hvalveiðileyfið var litað af njósnum um son Jón Gunnarssonar, Gunnar Bergmann. Í leynilegum upptökum af Gunnari heyrist hann segja að Jón hefði tekið sæti á lista í suðvesturkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar í skiptum fyrir að Jón kæmist í stöðu til að veita Hval hf veiðileyfi. Jón og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. eru kunningjar. Bjarni neitaði einnig í viðtali að eitthvað væri til í þessum samning á milli hans og Jóns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira