Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Linda telur óheilbrigt að pör djammi mikið í sitthvoru lagi. Líklega sé það að reyna að halda öllum hurðum opnum. Getty „Kannski er ég bara svona gömul, en mér finnst þetta neikvætt,“ segir Linda Baldursdóttir, markþjálfi hjá Manngildi, spurð um hvort það sé gott fyrir pör að djamma mikið hvort í sínu lagi. Linda ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og vísaði til kenninga bandaríska sálfræðingsins Johns M. Gottman, sem mun hafa sagt að samband byggi á tveimur grunnstöðum, annars vegar trausti og hins vegar skuldbindingu. „Ég velti fyrir mér, hvar er skuldbindingin ef að þú getur ekki verið að djamma með þínum maka, eða þeim sem þú ert með? Og hvar er traustið sem þú ættir að vera fá ef þú ert alltaf á djamminu einn, eða jafnvel þegar þú ert í ferðalögum einn? Þá er ég ekki að tala um einhverjar fótboltaferðir eða vinkonuferðir. Ég er að tala um þegar það er orðið almennt að þú sért að ferðast með einhverjum vinum eða vinkonum. Er þetta eðlilegt?“ Linda telur að slík ferðalög og djamm sé að færast í aukanna hjá þeirri kynslóð sem sé núna mikið úti á lífinu. Líklega hafi kynslóðin á undan innleitt þetta. Linda rifjar upp að á árum áður hafi eiginlega þurft að leggja niður jólaglögg fyrirtækja. „Af hverju? Það er vegna þess að við erum kannski bara þannig í okkar mannlega eðli að við höfum gaman að því að fá athygli frá hinu kyninu, og viljum fá viðurkenningu,“ segir Linda. „Þegar við erum dottin í það í jólaglögginu, hvað gerist? Þegar hömlurnar fara, hvað gerist þá?“ Linda segir að á djamminu eigi fólk það til að gera minna úr samböndum sínum. „Þetta gerist á djamminu líka. Því miður hef ég heyrt svolítið margar sögur þar sem er verið að tala um að þeir sem eru á djamminu og eru líka í sambandi, og búa jafnvel með einhverjum, að þeir eru að taka niður hringana. Það er verið að segja: „Jú við erum saman, en samt ekki.“ Það vantar skuldbindinguna,“ segir Linda. Halda dyrunum opnum „Það er verið að halda öllum dyrum opnum. Ég held, en kannski hef ég rangt fyrir mér, að það sé oft ástæðan fyrir því að fólk vilji djamma svona mikið í sitthvoru lagi. Halda þessu aðeins opnu, það gæti verið eitthvað betra þarna hinum megin.“ Breytist þetta þegar barn er komið í spilið? „Þetta heldur nefnilega áfram.“ Ha? „Já. Það gerir það nefnilega.“ Eru þetta þá karlarnir oftar en konurnar? „Já, ég held að ég geti sagt það. En stelpurnar eru mjög duglegar við þetta í dag,“ segir Linda, sem veltir fyrir sér hvort það sé að einhverju leyti hennar kynslóð að kenna, sem sé margskilin, að kynna unga fólkinu fyrir þeim innihaldsefnum sem langt og traust samband þurfi á að halda. Ástin og lífið Bítið Næturlíf Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
Linda ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og vísaði til kenninga bandaríska sálfræðingsins Johns M. Gottman, sem mun hafa sagt að samband byggi á tveimur grunnstöðum, annars vegar trausti og hins vegar skuldbindingu. „Ég velti fyrir mér, hvar er skuldbindingin ef að þú getur ekki verið að djamma með þínum maka, eða þeim sem þú ert með? Og hvar er traustið sem þú ættir að vera fá ef þú ert alltaf á djamminu einn, eða jafnvel þegar þú ert í ferðalögum einn? Þá er ég ekki að tala um einhverjar fótboltaferðir eða vinkonuferðir. Ég er að tala um þegar það er orðið almennt að þú sért að ferðast með einhverjum vinum eða vinkonum. Er þetta eðlilegt?“ Linda telur að slík ferðalög og djamm sé að færast í aukanna hjá þeirri kynslóð sem sé núna mikið úti á lífinu. Líklega hafi kynslóðin á undan innleitt þetta. Linda rifjar upp að á árum áður hafi eiginlega þurft að leggja niður jólaglögg fyrirtækja. „Af hverju? Það er vegna þess að við erum kannski bara þannig í okkar mannlega eðli að við höfum gaman að því að fá athygli frá hinu kyninu, og viljum fá viðurkenningu,“ segir Linda. „Þegar við erum dottin í það í jólaglögginu, hvað gerist? Þegar hömlurnar fara, hvað gerist þá?“ Linda segir að á djamminu eigi fólk það til að gera minna úr samböndum sínum. „Þetta gerist á djamminu líka. Því miður hef ég heyrt svolítið margar sögur þar sem er verið að tala um að þeir sem eru á djamminu og eru líka í sambandi, og búa jafnvel með einhverjum, að þeir eru að taka niður hringana. Það er verið að segja: „Jú við erum saman, en samt ekki.“ Það vantar skuldbindinguna,“ segir Linda. Halda dyrunum opnum „Það er verið að halda öllum dyrum opnum. Ég held, en kannski hef ég rangt fyrir mér, að það sé oft ástæðan fyrir því að fólk vilji djamma svona mikið í sitthvoru lagi. Halda þessu aðeins opnu, það gæti verið eitthvað betra þarna hinum megin.“ Breytist þetta þegar barn er komið í spilið? „Þetta heldur nefnilega áfram.“ Ha? „Já. Það gerir það nefnilega.“ Eru þetta þá karlarnir oftar en konurnar? „Já, ég held að ég geti sagt það. En stelpurnar eru mjög duglegar við þetta í dag,“ segir Linda, sem veltir fyrir sér hvort það sé að einhverju leyti hennar kynslóð að kenna, sem sé margskilin, að kynna unga fólkinu fyrir þeim innihaldsefnum sem langt og traust samband þurfi á að halda.
Ástin og lífið Bítið Næturlíf Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira