Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2025 14:49 Merz tekur hér í höndina á Saskia Esken, einum leiðtoga Sósíaldemókrata. Með þeim á myndinni eru Lars Klingbeil og Markus Soeder. AP/Ebrahim Noroozi Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. Stjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag. Þar sagði Merz, sem verður kanslari Þýskalands, að sáttmáli stjórnarflokkanna sendi „sterk og skýr skilaboð“ til Þjóðverja og Evrópusambandsins um að ný stjórn sé „sterk og fær um aðgerðir,“ líkt og breska ríkisútvarpið greinir frá. Nokkur pressa hefur verið á stjórnarflokkunum um að mynda stjórn frá því kosningarnar fóru fram þann 23. febrúar, en það ekki gengið hraðar en raun ber vitni. Efnahagsástandið í Þýskalandi er ekki með stöðugasta móti, og hafa tollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Evrópusambandsþjóðir ekki bætt úr skák. Kristilegir demókratar og íhaldsmenn, sem Merz fór fyrir í kosningunum, voru hlutskarpastir í febrúar og fengu 208 þingsæti af 630. Sósíaldemókratar fengu 120 sæti, og mynda flokkarnir saman meirihluta með 328 þingsæti. Skoðanakönnun sem gerð var í upphafi mánaðar bendir þó til þess að nú hafi jaðarhægriflokkurinn AfD aukið við fylgi sitt, og mælist hann stærri en flokkur Merz. Aðrar þjóðir geti stólað á Þýskaland Þegar stjórnarsamstarfið var kynnt í dag sagði Merz að síðustu vikur hefðu aðilar að stjórnarsáttmálanum unnið baki brotnu, en fram undan væri „rammgerð áætlun um að koma landinu í fremstu röð að nýju“. Hann lofaði því að ríkisstjórnin myndi byggja upp Þýskaland og ná þar jafnvægi, auk þess sem aðrar Evrópuþjóðir myndu geta treyst Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa ekki myndað ríkisstjórni tóku flokkarnir, sem nú hafa náð lendingu, höndum saman um að koma ákveðnum málum í gegnum þingið. Í síðasta mánuði samþykktu þeir að slaka á reglum um nýjar skuldir ríkisins, með það fyrir augum að geta aukið við fjárútlát til varnarmála, og til að geta komið á fót innviðasjóði. Í kosningabaráttunni hafði flokkur Merz talað gegn því að ríkið stofnaði til nýrra skulda. Verður kanslari í næsta mánuði Meðal þess sem var kynnt í dag var að ríkisstjórnin myndi grípa til ýmissa aðgerða til þess að „stjórna og að miklu leyti binda endi á óreglulega fólksflutninga til landsins“, en innflytjendamál voru eitt stærsta kosningamálið í febrúar. Merz sagðist þess fullvis að báðir flokkar myndu samþykkja stjórnarsáttmálann, og að ný ríkisstjórn gæti hafist handa í næsta mánuði, en Merz mun þurfa að bíða þar til þá með að hljóta kjör þingsins í embætti kanslara. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Stjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag. Þar sagði Merz, sem verður kanslari Þýskalands, að sáttmáli stjórnarflokkanna sendi „sterk og skýr skilaboð“ til Þjóðverja og Evrópusambandsins um að ný stjórn sé „sterk og fær um aðgerðir,“ líkt og breska ríkisútvarpið greinir frá. Nokkur pressa hefur verið á stjórnarflokkunum um að mynda stjórn frá því kosningarnar fóru fram þann 23. febrúar, en það ekki gengið hraðar en raun ber vitni. Efnahagsástandið í Þýskalandi er ekki með stöðugasta móti, og hafa tollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Evrópusambandsþjóðir ekki bætt úr skák. Kristilegir demókratar og íhaldsmenn, sem Merz fór fyrir í kosningunum, voru hlutskarpastir í febrúar og fengu 208 þingsæti af 630. Sósíaldemókratar fengu 120 sæti, og mynda flokkarnir saman meirihluta með 328 þingsæti. Skoðanakönnun sem gerð var í upphafi mánaðar bendir þó til þess að nú hafi jaðarhægriflokkurinn AfD aukið við fylgi sitt, og mælist hann stærri en flokkur Merz. Aðrar þjóðir geti stólað á Þýskaland Þegar stjórnarsamstarfið var kynnt í dag sagði Merz að síðustu vikur hefðu aðilar að stjórnarsáttmálanum unnið baki brotnu, en fram undan væri „rammgerð áætlun um að koma landinu í fremstu röð að nýju“. Hann lofaði því að ríkisstjórnin myndi byggja upp Þýskaland og ná þar jafnvægi, auk þess sem aðrar Evrópuþjóðir myndu geta treyst Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa ekki myndað ríkisstjórni tóku flokkarnir, sem nú hafa náð lendingu, höndum saman um að koma ákveðnum málum í gegnum þingið. Í síðasta mánuði samþykktu þeir að slaka á reglum um nýjar skuldir ríkisins, með það fyrir augum að geta aukið við fjárútlát til varnarmála, og til að geta komið á fót innviðasjóði. Í kosningabaráttunni hafði flokkur Merz talað gegn því að ríkið stofnaði til nýrra skulda. Verður kanslari í næsta mánuði Meðal þess sem var kynnt í dag var að ríkisstjórnin myndi grípa til ýmissa aðgerða til þess að „stjórna og að miklu leyti binda endi á óreglulega fólksflutninga til landsins“, en innflytjendamál voru eitt stærsta kosningamálið í febrúar. Merz sagðist þess fullvis að báðir flokkar myndu samþykkja stjórnarsáttmálann, og að ný ríkisstjórn gæti hafist handa í næsta mánuði, en Merz mun þurfa að bíða þar til þá með að hljóta kjör þingsins í embætti kanslara.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira