Erlendir fjárfestar ekki selt meira í íslenskum ríkisverðbréfum um árabil

Eftir nokkuð stöðugt innflæði fjármagns í ríkisverðbréf að undanförnu, sem hefur átt sinn þátt í að styrkja gengi krónunnar, þá breyttist það í mars þegar erlendir fjárfestar minnkuðu stöðu sína um meira en fjóra milljarða. Vaxtamunur Íslands við útlönd, bæði til skemmri og lengri tíma, hefur heldur farið minnkandi síðustu mánuði.
Tengdar fréttir

Væri „ekki heppilegt“ að sjá gengi krónunnar styrkjast mikið meira
Það er „óþægilegt“ að sjá utanríkisviðskiptin og krónuna vera að færast í sitthvora áttina, eins og hefur verið reyndin að undanförnu með gengisstyrkingu og auknum viðskiptahalla, að sögn seðlabankastjóra, og undirstrikar að þetta sé ekki þróun sem Seðlabankinn fagnar. Krónan hefur aðeins gefið eftir síðustu daga í kjölfar þess að Seðlabankinn beitti gjaldeyrisinngripum í fyrsta sinn í meira en eitt ár og Ásgeir Jónsson segir að það væri „ekki heppilegt“ að sjá gengið styrkjast mikið meira en orðið hefur.

Ekki meira innstreymi í ríkisbréf í eitt ár með auknum kaupum erlendra sjóða
Eftir nokkuð lítil umsvif erlendra skuldabréfasjóða í kaupum á íslenskum ríkisverðbréfum að undanförnu þá jukust þau verulega í febrúar með fjármagnsinnflæði upp á meira en átta milljarða. Fjárfesting erlendra sjóða hefur ekki verið meiri í einum mánuði í eitt ár, sem átti sinn þátt í að ýta undir óvænta gengisstyrkingu krónunnar, og kemur á sama tíma og langtímavaxtamunur við útlönd hefur heldur farið lækkandi.

Krónan styrkist hratt eftir að lífeyrissjóðir og spákaupmenn drógu sig í hlé
Ekkert lát er á gengisstyrkingu krónunnar, sem er núna í sínu hæsta gildi gagnvart evrunni frá því um haustið 2023, en sú þróun má einkum rekja til þess að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafa verið hverfandi frá áramótum og framvirkar stöður með krónunni ekki minni um langt árabil. Mikil hækkun á gengi krónunnar að undanförnu kemur á sama tíma og blikur eru á lofti hjá sumum af helstu útflutningsgreinum landsins og útlit fyrir nokkurn viðskiptahalla á komandi árum.

Á von á meiri erlendri fjárfestingu í ríkisbréf ef vaxtamunurinn „þrengist ekki“
Þrátt fyrir tugmilljarða innflæði fjármagns í íslensk ríkisskuldabréf síðustu mánuði þá hefði mátt reikna með að það yrði enn meira frá því að vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, en fá dæmi eru um vestræn ríki þar sem skuldabréfafjárfestar geta komist í jafn háa vexti. Ef vaxtamunur Íslands við útlönd minnkar ekki að ráði er líklegt að fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum hér á landi, sem er umtalsvert minni borið saman við önnur þróuð hagkerfi, muni halda áfram að aukast.