Innherji

„Meiri líkur en minni“ að skráning Stoða frestist fram á næsta ár

Hörður Ægisson skrifar
Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða. Fjárfestingafélagið horfir til þess að sækja sér um 15 milljarða með skráningu á markað, en núna er talið sennilegt að þau áform frestist yfir til næsta árs. 
Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða. Fjárfestingafélagið horfir til þess að sækja sér um 15 milljarða með skráningu á markað, en núna er talið sennilegt að þau áform frestist yfir til næsta árs. 

Fjárfestingafélagið Stoðir, sem hefur að undanförnu unnið að undirbúningi að hlutafjárútboði og skráningu í Kauphöllina, mun ósennilega láta verða af skráningunni núna fyrir áramót heldur er núna talið að hún muni færast yfir á fyrri hluta ársins 2026. Á kynningarfundi með fjárfestum var meðal annars bent á að stærstu óskráðu eignir Stoða væru varfærnislega metnar í bókunum miðað við verðmatsgreiningu á mögulegu virði félaganna.


Tengdar fréttir

Stoðir minnkuðu stöðu sína í Arion og Kviku fyrir meira en þrjá milljarða

Stoðir, langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku, minnkaði nokkuð eignarhlut sinn í bönkunum undir lok síðasta mánaðar þegar fjárfestingafélagið stóð að sölu á bréfum fyrir yfir þrjá milljarða að markaðsvirði. Félagið er eftir sem áður með rúmlega fimm prósenta eignarhlut í bönkunum, en salan átti sér stað skömmu áður en hlutabréfamarkaðir féllu verulega í verði samtímis því að Bandaríkjaforseti efndi til tollastríðs við flestar þjóðir heimsins.

Stjórnin stækkuð og Orri verður stjórnar­for­maður First Wa­ter

Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans um árabil, hefur tekið við sem formaður stjórnar First Water en félagið stendur að stórfelldri uppbyggingu á landeldisstöð við Þorlákshöfn og kláraði fyrr á árinu nærri sex milljarða fjármögnun frá núverandi hluthöfum. Á nýlegum hluthafafundi First Water var ákveðið að stækka stjórnina með innkomu fjögurra nýrra stjórnarmanna en jafnframt hefur forstjóri Stoða, stærsti hluthafi landeldisfyrirtækisins, farið úr stjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×