Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar 10. apríl 2025 09:00 Lítið leggst nú fyrir Valkyrjurnar. Forsætisráðherra kallaði eftir því fyrir kosningar að Ísland skyldi leiða Norðurlöndin í samtali um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Utanríkisráðherra sagði að hernaðurinn í Palestínu beri öll merki þjóðarmorðs. Síðan Ísrael rauf vopnahléð 18. mars hafa þeir drepið meira en 1500 manns, þar af þriðjunginn börn. Þá hafa þeir, frá því að þeir hófu hefndarstríð sitt, drepið tugi þúsunda af almenningi, konum og börnum og örkumlað enn fleiri. Og svo er allt það fólk sem liggur undir rústum Gazasvæðisins. Nú er það ljóst að Trump hefur sínar fáránlegu hugmyndir um Palestínu eins og t.d. um efnahagsmál. Um flutning á íbúunum sem eru ekkert minna en brott á þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um, m.a. Bandaríkin, og fjalla um alþjóðlegt bann við neyðarflutningi þjóða (forced displacement). Fyrir nú utan mannvonskuna sem felst í tillögunni. Og aldrei er minnst á það einu orði að það eru Ísraelsmenn sem hafa eyðilagt Gazasvæðið, sprengt þar allt í loft upp með vestrænum vopnum. Greinilega er samband á milli þagnarinnar og þess að vilja ekki móðga rauðhærða trúðinn með brúnkukremið. Allir vita hversu hefnigjarn hann er og að hann getur tekið upp á því að leggja heilu þjóðirnar í einelti ef honum mislíkar við þær. Hvað gæti hann gert? Jú, hann myndi örugglega refsa Norðurlandaþjóðunum eftir bestu getu fyrir að hafa forgöngu um e-s konar þvinganir gegn Ísrael. En er hægt að láta það viðgangast að drepnar séu konur, börn og hjálparstarfsmenn árum saman í nafni baráttu gegn Hamas? Allir vita að það er ekki hægt að berjast gegn hugmyndum. Og frelsisneistinn í brjósti hinna kúguðu verður ekki slökktur með blóði. Það er búið að halda þess fólki innilokuðu árum saman, skrúfa fyrir vatn, rafmagn, eldsneyti og nú hafa engir bílar komið inn með hjálpargögn síðan 1. mars. Hvað er þetta eiginlega? Á þetta ríki kynþáttaaðskilnaðar, apartheid ríki að fá að vaða yfir heila þjóð og drepa fólk af handahófi, árum saman, endalaust, án nokkurrar refsingar? Það er löngu kominn tími til að stöðva þessa slátrun sem er ofurljótur blettur á Vesturlöndum. Það er löngu kominn tími til að setja viðskiptabann á Ísrael. Og að apartheid ríkið skuli enn vera að keppa við íslenskar stelpur í handbolta og taka þátt í Evróvision er reginhneyksli sem á ekki að eiga sér stað. Ekki á meðan þetta sama ríki heldur uppi þjóðarmorði í bakgarðinum heima hjá sér. Kominn er tími til að Kristrún Frostadóttir og aðrar valkyrjur standi við stóru orðin. Hafi forgöngu um að Norðurlöndin setji viðskiptabann á Ísrael. Og tali opinberlega, gagnrýni þjóðarmorðið! Það er ekki hægt að þegja lengur. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Steinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lítið leggst nú fyrir Valkyrjurnar. Forsætisráðherra kallaði eftir því fyrir kosningar að Ísland skyldi leiða Norðurlöndin í samtali um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Utanríkisráðherra sagði að hernaðurinn í Palestínu beri öll merki þjóðarmorðs. Síðan Ísrael rauf vopnahléð 18. mars hafa þeir drepið meira en 1500 manns, þar af þriðjunginn börn. Þá hafa þeir, frá því að þeir hófu hefndarstríð sitt, drepið tugi þúsunda af almenningi, konum og börnum og örkumlað enn fleiri. Og svo er allt það fólk sem liggur undir rústum Gazasvæðisins. Nú er það ljóst að Trump hefur sínar fáránlegu hugmyndir um Palestínu eins og t.d. um efnahagsmál. Um flutning á íbúunum sem eru ekkert minna en brott á þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um, m.a. Bandaríkin, og fjalla um alþjóðlegt bann við neyðarflutningi þjóða (forced displacement). Fyrir nú utan mannvonskuna sem felst í tillögunni. Og aldrei er minnst á það einu orði að það eru Ísraelsmenn sem hafa eyðilagt Gazasvæðið, sprengt þar allt í loft upp með vestrænum vopnum. Greinilega er samband á milli þagnarinnar og þess að vilja ekki móðga rauðhærða trúðinn með brúnkukremið. Allir vita hversu hefnigjarn hann er og að hann getur tekið upp á því að leggja heilu þjóðirnar í einelti ef honum mislíkar við þær. Hvað gæti hann gert? Jú, hann myndi örugglega refsa Norðurlandaþjóðunum eftir bestu getu fyrir að hafa forgöngu um e-s konar þvinganir gegn Ísrael. En er hægt að láta það viðgangast að drepnar séu konur, börn og hjálparstarfsmenn árum saman í nafni baráttu gegn Hamas? Allir vita að það er ekki hægt að berjast gegn hugmyndum. Og frelsisneistinn í brjósti hinna kúguðu verður ekki slökktur með blóði. Það er búið að halda þess fólki innilokuðu árum saman, skrúfa fyrir vatn, rafmagn, eldsneyti og nú hafa engir bílar komið inn með hjálpargögn síðan 1. mars. Hvað er þetta eiginlega? Á þetta ríki kynþáttaaðskilnaðar, apartheid ríki að fá að vaða yfir heila þjóð og drepa fólk af handahófi, árum saman, endalaust, án nokkurrar refsingar? Það er löngu kominn tími til að stöðva þessa slátrun sem er ofurljótur blettur á Vesturlöndum. Það er löngu kominn tími til að setja viðskiptabann á Ísrael. Og að apartheid ríkið skuli enn vera að keppa við íslenskar stelpur í handbolta og taka þátt í Evróvision er reginhneyksli sem á ekki að eiga sér stað. Ekki á meðan þetta sama ríki heldur uppi þjóðarmorði í bakgarðinum heima hjá sér. Kominn er tími til að Kristrún Frostadóttir og aðrar valkyrjur standi við stóru orðin. Hafi forgöngu um að Norðurlöndin setji viðskiptabann á Ísrael. Og tali opinberlega, gagnrýni þjóðarmorðið! Það er ekki hægt að þegja lengur. Höfundur er tónlistarmaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun