Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar 10. apríl 2025 09:00 Lítið leggst nú fyrir Valkyrjurnar. Forsætisráðherra kallaði eftir því fyrir kosningar að Ísland skyldi leiða Norðurlöndin í samtali um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Utanríkisráðherra sagði að hernaðurinn í Palestínu beri öll merki þjóðarmorðs. Síðan Ísrael rauf vopnahléð 18. mars hafa þeir drepið meira en 1500 manns, þar af þriðjunginn börn. Þá hafa þeir, frá því að þeir hófu hefndarstríð sitt, drepið tugi þúsunda af almenningi, konum og börnum og örkumlað enn fleiri. Og svo er allt það fólk sem liggur undir rústum Gazasvæðisins. Nú er það ljóst að Trump hefur sínar fáránlegu hugmyndir um Palestínu eins og t.d. um efnahagsmál. Um flutning á íbúunum sem eru ekkert minna en brott á þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um, m.a. Bandaríkin, og fjalla um alþjóðlegt bann við neyðarflutningi þjóða (forced displacement). Fyrir nú utan mannvonskuna sem felst í tillögunni. Og aldrei er minnst á það einu orði að það eru Ísraelsmenn sem hafa eyðilagt Gazasvæðið, sprengt þar allt í loft upp með vestrænum vopnum. Greinilega er samband á milli þagnarinnar og þess að vilja ekki móðga rauðhærða trúðinn með brúnkukremið. Allir vita hversu hefnigjarn hann er og að hann getur tekið upp á því að leggja heilu þjóðirnar í einelti ef honum mislíkar við þær. Hvað gæti hann gert? Jú, hann myndi örugglega refsa Norðurlandaþjóðunum eftir bestu getu fyrir að hafa forgöngu um e-s konar þvinganir gegn Ísrael. En er hægt að láta það viðgangast að drepnar séu konur, börn og hjálparstarfsmenn árum saman í nafni baráttu gegn Hamas? Allir vita að það er ekki hægt að berjast gegn hugmyndum. Og frelsisneistinn í brjósti hinna kúguðu verður ekki slökktur með blóði. Það er búið að halda þess fólki innilokuðu árum saman, skrúfa fyrir vatn, rafmagn, eldsneyti og nú hafa engir bílar komið inn með hjálpargögn síðan 1. mars. Hvað er þetta eiginlega? Á þetta ríki kynþáttaaðskilnaðar, apartheid ríki að fá að vaða yfir heila þjóð og drepa fólk af handahófi, árum saman, endalaust, án nokkurrar refsingar? Það er löngu kominn tími til að stöðva þessa slátrun sem er ofurljótur blettur á Vesturlöndum. Það er löngu kominn tími til að setja viðskiptabann á Ísrael. Og að apartheid ríkið skuli enn vera að keppa við íslenskar stelpur í handbolta og taka þátt í Evróvision er reginhneyksli sem á ekki að eiga sér stað. Ekki á meðan þetta sama ríki heldur uppi þjóðarmorði í bakgarðinum heima hjá sér. Kominn er tími til að Kristrún Frostadóttir og aðrar valkyrjur standi við stóru orðin. Hafi forgöngu um að Norðurlöndin setji viðskiptabann á Ísrael. Og tali opinberlega, gagnrýni þjóðarmorðið! Það er ekki hægt að þegja lengur. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Steinsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Lítið leggst nú fyrir Valkyrjurnar. Forsætisráðherra kallaði eftir því fyrir kosningar að Ísland skyldi leiða Norðurlöndin í samtali um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Utanríkisráðherra sagði að hernaðurinn í Palestínu beri öll merki þjóðarmorðs. Síðan Ísrael rauf vopnahléð 18. mars hafa þeir drepið meira en 1500 manns, þar af þriðjunginn börn. Þá hafa þeir, frá því að þeir hófu hefndarstríð sitt, drepið tugi þúsunda af almenningi, konum og börnum og örkumlað enn fleiri. Og svo er allt það fólk sem liggur undir rústum Gazasvæðisins. Nú er það ljóst að Trump hefur sínar fáránlegu hugmyndir um Palestínu eins og t.d. um efnahagsmál. Um flutning á íbúunum sem eru ekkert minna en brott á þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um, m.a. Bandaríkin, og fjalla um alþjóðlegt bann við neyðarflutningi þjóða (forced displacement). Fyrir nú utan mannvonskuna sem felst í tillögunni. Og aldrei er minnst á það einu orði að það eru Ísraelsmenn sem hafa eyðilagt Gazasvæðið, sprengt þar allt í loft upp með vestrænum vopnum. Greinilega er samband á milli þagnarinnar og þess að vilja ekki móðga rauðhærða trúðinn með brúnkukremið. Allir vita hversu hefnigjarn hann er og að hann getur tekið upp á því að leggja heilu þjóðirnar í einelti ef honum mislíkar við þær. Hvað gæti hann gert? Jú, hann myndi örugglega refsa Norðurlandaþjóðunum eftir bestu getu fyrir að hafa forgöngu um e-s konar þvinganir gegn Ísrael. En er hægt að láta það viðgangast að drepnar séu konur, börn og hjálparstarfsmenn árum saman í nafni baráttu gegn Hamas? Allir vita að það er ekki hægt að berjast gegn hugmyndum. Og frelsisneistinn í brjósti hinna kúguðu verður ekki slökktur með blóði. Það er búið að halda þess fólki innilokuðu árum saman, skrúfa fyrir vatn, rafmagn, eldsneyti og nú hafa engir bílar komið inn með hjálpargögn síðan 1. mars. Hvað er þetta eiginlega? Á þetta ríki kynþáttaaðskilnaðar, apartheid ríki að fá að vaða yfir heila þjóð og drepa fólk af handahófi, árum saman, endalaust, án nokkurrar refsingar? Það er löngu kominn tími til að stöðva þessa slátrun sem er ofurljótur blettur á Vesturlöndum. Það er löngu kominn tími til að setja viðskiptabann á Ísrael. Og að apartheid ríkið skuli enn vera að keppa við íslenskar stelpur í handbolta og taka þátt í Evróvision er reginhneyksli sem á ekki að eiga sér stað. Ekki á meðan þetta sama ríki heldur uppi þjóðarmorði í bakgarðinum heima hjá sér. Kominn er tími til að Kristrún Frostadóttir og aðrar valkyrjur standi við stóru orðin. Hafi forgöngu um að Norðurlöndin setji viðskiptabann á Ísrael. Og tali opinberlega, gagnrýni þjóðarmorðið! Það er ekki hægt að þegja lengur. Höfundur er tónlistarmaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun