Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2025 07:02 Vettvangur meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í Reykholti. Vísir Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu í Reykholti í Biskupstungum í apríl í fyrra er lokið. Það kemur í hlut héraðssaksóknara að gefa út ákæru í málinu. Málið vakti mikla athygli í fyrra en það kom á borð lögreglu eftir tilkynningu þann 23. apríl um að ekki hefði náðst í maltneskan karlmann búsettum í Biskupstungum í nokkra daga. Tveimur dögum síðar bárust lögreglu upplýsingar um að maðurinn hefði fundist á Möltu, illa haldinn og með áverka víðs vegar um líkamann. Fjögur voru handtekin. Hin handteknu voru karlmaður á áttræðisaldri, dóttir hans og tengdasonur um þrítugt auk bróður tengdasonarins. Maltverjinn lýsti því að hafa verið frelsissviptur af þremur aðilum, beittur ofbeldi um nokkurra daga skeið, reynt að kúga út úr honum fé og hann svo þvingaður úr landi. Hann hefði talið að fjárkúgunin hefði ekki tekist en fólkið hefði á endanum haft af honum sparifé upp á sautján milljónir króna. Sólríkur sumardagur í Reykholti. Málið kom íbúum í þorpinu í opna skjöldu.Vísir/Vilhelm Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir sakborningum er atburðarásinni frá sjónarhorni fórnarlambsins lýst. Þrír einstaklingar, tveir karlar og kona, hafi ráðist inn á heimili hans í Reykholti á föstudagskvöldi. Fólkið hafi ráðist á hann með margvíslegu líkamlegu ofbeldi, til að mynda með hnúajárnum. Sparkað hafi verið í hann og hann kýldur víðs vegar um líkamann. Þá hafi hann verið bundinn á höndum og fótum, og látinn liggja löngum stundum á sturtugólfi þar sem köldu vatni hafi verið bunað yfir hann. Einnig hafi hann verið sveltur. Þetta hafi staðið yfir til mánudags. Markmið fólksins hafi verið að fá manninn til að gefa upp aðgangsorð að bankareikningum svo hægt væri að hafa af honum fé. Fólkinu hafi gengið illa að hafa fé frá manninum. Þau hafi neytt hann upp í bíl og fólkið farið með hann í verslun til að afla rafrænna skilríkja fyrir hann, enn í þeim tilgangi að komast yfir fjármuni á bankareikningi hans. Þar á eftir hafi fólkið flutt hann nauðugan og stórslasaðan á flugvöll þar sem honum hafi verið gert að yfirgefa landið. Honum hafi verið hótað að fjölskyldu hans yrði gert mein ef hann myndi leita aðstoðar. Hann hafi því farið úr landi með flugi til Möltu án þess að gera nokkrum viðvart. Hann hafi misst meðvitund fljótlega eftir komuna til Möltu. Í úrskurði héraðsdóms kom fram að karlmaðurinn ætti langt og strangt bataferli fyrir höndum, bæði líkamlega og andlega. Þá óttaðist hann enn mjög um líf sitt. Lögregla sagði í greinargerð sinni með kröfu um gæsluvarðhald yfir konunni að konan væri annar tveggja sakborninga sem hefðu gegnt lykilhlutverki við skipulagningu, undirbúning og framkvæmd brotanna. Þá hefði framburður hennar verið einkar ótrúverðugur og raunar fjarstæðukenndur um margt. Hann hefði stöðugt tekið breytingum og í andstöðu við mjög skýran framburð Maltverjans og rannsóknargögn. Landsréttur féllst ekki á kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni og vísaði til þess að karlmaðurinn hefði ekki verið í lífshættu. Þá væru ekki taldar líkur á líkamlegum afleiðingum. Íbúar í Reykholti hafa lýst fórnarlambinu sem vænum og nægjusömum manni. Sökum nægjusemi sinnar hafi hann komið sér upp sjóði sem sakborningar eru grunaðir um að hafa rænt. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir við fréttastofu að rannsókn málsins sé lokið. Það hafi verið sent héraðssaksóknara fyrir nokkru sem hafi í framhaldi kallað eftir frekari upplýsingum frá lögreglu. Nú sé málið á leið aftur til héraðssaksóknara og málið á leið í ákæruferli. Fjárkúgun í Reykholti Lögreglumál Bláskógabyggð Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Málið vakti mikla athygli í fyrra en það kom á borð lögreglu eftir tilkynningu þann 23. apríl um að ekki hefði náðst í maltneskan karlmann búsettum í Biskupstungum í nokkra daga. Tveimur dögum síðar bárust lögreglu upplýsingar um að maðurinn hefði fundist á Möltu, illa haldinn og með áverka víðs vegar um líkamann. Fjögur voru handtekin. Hin handteknu voru karlmaður á áttræðisaldri, dóttir hans og tengdasonur um þrítugt auk bróður tengdasonarins. Maltverjinn lýsti því að hafa verið frelsissviptur af þremur aðilum, beittur ofbeldi um nokkurra daga skeið, reynt að kúga út úr honum fé og hann svo þvingaður úr landi. Hann hefði talið að fjárkúgunin hefði ekki tekist en fólkið hefði á endanum haft af honum sparifé upp á sautján milljónir króna. Sólríkur sumardagur í Reykholti. Málið kom íbúum í þorpinu í opna skjöldu.Vísir/Vilhelm Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir sakborningum er atburðarásinni frá sjónarhorni fórnarlambsins lýst. Þrír einstaklingar, tveir karlar og kona, hafi ráðist inn á heimili hans í Reykholti á föstudagskvöldi. Fólkið hafi ráðist á hann með margvíslegu líkamlegu ofbeldi, til að mynda með hnúajárnum. Sparkað hafi verið í hann og hann kýldur víðs vegar um líkamann. Þá hafi hann verið bundinn á höndum og fótum, og látinn liggja löngum stundum á sturtugólfi þar sem köldu vatni hafi verið bunað yfir hann. Einnig hafi hann verið sveltur. Þetta hafi staðið yfir til mánudags. Markmið fólksins hafi verið að fá manninn til að gefa upp aðgangsorð að bankareikningum svo hægt væri að hafa af honum fé. Fólkinu hafi gengið illa að hafa fé frá manninum. Þau hafi neytt hann upp í bíl og fólkið farið með hann í verslun til að afla rafrænna skilríkja fyrir hann, enn í þeim tilgangi að komast yfir fjármuni á bankareikningi hans. Þar á eftir hafi fólkið flutt hann nauðugan og stórslasaðan á flugvöll þar sem honum hafi verið gert að yfirgefa landið. Honum hafi verið hótað að fjölskyldu hans yrði gert mein ef hann myndi leita aðstoðar. Hann hafi því farið úr landi með flugi til Möltu án þess að gera nokkrum viðvart. Hann hafi misst meðvitund fljótlega eftir komuna til Möltu. Í úrskurði héraðsdóms kom fram að karlmaðurinn ætti langt og strangt bataferli fyrir höndum, bæði líkamlega og andlega. Þá óttaðist hann enn mjög um líf sitt. Lögregla sagði í greinargerð sinni með kröfu um gæsluvarðhald yfir konunni að konan væri annar tveggja sakborninga sem hefðu gegnt lykilhlutverki við skipulagningu, undirbúning og framkvæmd brotanna. Þá hefði framburður hennar verið einkar ótrúverðugur og raunar fjarstæðukenndur um margt. Hann hefði stöðugt tekið breytingum og í andstöðu við mjög skýran framburð Maltverjans og rannsóknargögn. Landsréttur féllst ekki á kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni og vísaði til þess að karlmaðurinn hefði ekki verið í lífshættu. Þá væru ekki taldar líkur á líkamlegum afleiðingum. Íbúar í Reykholti hafa lýst fórnarlambinu sem vænum og nægjusömum manni. Sökum nægjusemi sinnar hafi hann komið sér upp sjóði sem sakborningar eru grunaðir um að hafa rænt. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir við fréttastofu að rannsókn málsins sé lokið. Það hafi verið sent héraðssaksóknara fyrir nokkru sem hafi í framhaldi kallað eftir frekari upplýsingum frá lögreglu. Nú sé málið á leið aftur til héraðssaksóknara og málið á leið í ákæruferli.
Fjárkúgun í Reykholti Lögreglumál Bláskógabyggð Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira