Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2025 08:03 Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, á langa endurhæfingu fyrir höndum. Ekki er ljóst hversu langa. Vísir/Arnar Aron Elís Þrándarson varð fyrir miklu áfalli þegar tímabili hans í fótboltanum lauk strax í fyrsta leik. Hann er enn að jafna sig á mesta sjokkinu og ná sáttum við það að hann spili ekki fótbolta fyrr en á næsta ári. „Þetta hefur verið erfitt. Maður hefur verið að láta synca inn hvað er fram undan. Að fá þetta í andlitið í fyrsta leik er vægast sagt svekkjandi,“ segir Aron Elís sem meiddist í 2-0 sigri Víkings á ÍBV á sunnudag. Fljótlega kom í ljós að krossband væri slitið, en það aftara. Töluvert algengara er að fremra krossband slitni og eru um 90% krossbandaaðgerða hérlendis á því fremra. Það á því eftir að taka ákvörðun um hvort Aron þurfi að fara í aðgerð en áhætta fylgir báðum kostum, aðgerð eða ekki. „Nú tekur við smá óvissa. Við erum að ákveða hvort verði farið í aðgerð eða ekki. Það eru mismunandi áhættur við báða kostina. Ég held það verði tekin ákvörðun um það á næstu dögum,“ segir Aron Elís. Fjölskyldan á inni Pablo Punyed, liðsfélagi Arons, sleit krossband síðasta sumar og er að vinna sig til baka. Aron segist búa sig undir svipað hlutverk og þá getur hann einnig eytt meiri tíma með tveimur ungum börnum og kærustunni Sigrúnu Dís. „Maður er að undirbúa sig andlega fyrir það að koma í nýtt hlutverk hjá liðinu, líkt og Pablo var í á seinasta ári. Hann er að koma til baka núna. Maður er að búa sig undir það. Svo á fjölskyldan á náttúrulega mikið inni hjá manni, maður hefur kannski aðeins meiri tíma til að borga til baka í þeim efnum,“ „Pabbi verður aðeins meira heima. En ég ætla að leyfa mér að svekkja mig aðeins núna næstu daga og svo þarf maður bara að keyra þetta áfram.“ segir Aron Elís. Ertu bjartsýnn fyrir ferlið sem er fram undan? „Maður er alltaf í smá dimmum dal í byrjun. En svo byrjar maður að sjá ljósið held ég. Þá verður maður aðeins bjartsýnni,“ segir Aron Elís. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Þetta hefur verið erfitt. Maður hefur verið að láta synca inn hvað er fram undan. Að fá þetta í andlitið í fyrsta leik er vægast sagt svekkjandi,“ segir Aron Elís sem meiddist í 2-0 sigri Víkings á ÍBV á sunnudag. Fljótlega kom í ljós að krossband væri slitið, en það aftara. Töluvert algengara er að fremra krossband slitni og eru um 90% krossbandaaðgerða hérlendis á því fremra. Það á því eftir að taka ákvörðun um hvort Aron þurfi að fara í aðgerð en áhætta fylgir báðum kostum, aðgerð eða ekki. „Nú tekur við smá óvissa. Við erum að ákveða hvort verði farið í aðgerð eða ekki. Það eru mismunandi áhættur við báða kostina. Ég held það verði tekin ákvörðun um það á næstu dögum,“ segir Aron Elís. Fjölskyldan á inni Pablo Punyed, liðsfélagi Arons, sleit krossband síðasta sumar og er að vinna sig til baka. Aron segist búa sig undir svipað hlutverk og þá getur hann einnig eytt meiri tíma með tveimur ungum börnum og kærustunni Sigrúnu Dís. „Maður er að undirbúa sig andlega fyrir það að koma í nýtt hlutverk hjá liðinu, líkt og Pablo var í á seinasta ári. Hann er að koma til baka núna. Maður er að búa sig undir það. Svo á fjölskyldan á náttúrulega mikið inni hjá manni, maður hefur kannski aðeins meiri tíma til að borga til baka í þeim efnum,“ „Pabbi verður aðeins meira heima. En ég ætla að leyfa mér að svekkja mig aðeins núna næstu daga og svo þarf maður bara að keyra þetta áfram.“ segir Aron Elís. Ertu bjartsýnn fyrir ferlið sem er fram undan? „Maður er alltaf í smá dimmum dal í byrjun. En svo byrjar maður að sjá ljósið held ég. Þá verður maður aðeins bjartsýnni,“ segir Aron Elís. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira