Magdeburg var komið fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9, og vann leikinn á endanum 30-19. Magdeburg keyrði yfir mótherjanna í seinni hálfleiknum.
Magdeburg er þar komið með 33 stig og er enn sjö stigum á eftir toppliðum Fuchse Berlin og MT Melsungen. Magdeburg á hins enn þrjá leiki inni á þessu efstu lið. Vinnist þeir allir þá er Magdeburg bata einu stigi á eftir.
Gísli Þorgeir Kristjánssonvar með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar fyrir Magdeburg í kvöld og Ómar Ingi Magnússon bætti við þremur mörkum og þremur stoðsendingum.
Viggó Kristjánsson var með fimm mörk og fimm stoðsendingar fyrir Erlangen.