Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar 11. apríl 2025 08:03 Gervigreind er að verða betri en við sjálf í að þekkja og hafa áhrif á okkur. Sem þýðir að í fyrsta skipti í sögunni geta utanaðkomandi aðilar vitað meira um tilfinningalíf okkar en við sjálf og notað þær upplýsingar gegn okkur, til að viðhalda þeim kerfum sem eru uppspretta auðs þeirra og valda. Það blasir við okkur að hugmyndakerfi sem voru gagnleg á fyrri tímum eru nú orðin hamlandi. Þjóðernishyggjan, sem braut upp risavaxin konungsveldi fortíðar og opnaði braut fyrir lýðveldi nútímans, er nú orðin ógn við samvinnu um hnattrænar áskoranir. Kapítalisminn, sem losaði milljónir úr fátækt hefur skapað ósjálfbært hagkerfi sem ógnar heilsu okkar og náttúrulegum undirstöðum lífs okkar. Þrátt fyrir augljósa bresti þessara hugmynda er þeim viðhaldið með áróðri sem hefur lokað okkur inni í þversagnakenndum hugmyndakerfum. Mest afhjúpandi einkenni áróðurs eru mótsagnir hans Áróður snýst ekki alltaf um augljósar lygar. Stundum snýst hann um að ramma inn tilfinningar, að hagræða sannleikanum eða viðhalda innri mótsögnum, sem gerir okkur þannig erfiðara fyrir að greina sannleika frá ósannindum. Oftast snýst áróðurinn um að endurtaka hugmyndir sem styðja við ríkjandi valdakerfi. Hugmyndir eins og að kapítalismi jafngildir frelsi. Hernaðaríhlutun er friðargæsla og vopnavæðing lögreglu eykur öryggi. Fátækt er persónuleg vöntun en ekki innbyggð í hugmyndafræði hagkerfisins. Andóf er ógn. Miðjupólitík er eina skynsama afstaðan. Kerfisbreytingar eru öfgar. Það þarf ekki að þröngva þessum sögum upp á okkur með valdi. Þær eru innbyggðar í menninguna okkar, fjölmiðlana og menntakerfið og það er einmitt það sem gerir þær svona áhrifaríkar. Hugmyndafræði einræðisstjórna í frjálslyndum lýðræðisríkjum Mörkin á milli lýðræðis og einræðis eru ekki einföld tvískipting, heldur róf. Þú getur haft kosningar, réttindi og tjáningarfrelsi á pappír og á sama tíma lifað innan kerfa sem takmarka raunverulegt frelsi, þagga niður ákveðnar raddir og viðhalda miklum ójöfnuði. Normalísering á gagnasöfnun, andlitsgreiningu, eftirliti og forvirkum rannsóknarheimildum lögreglu. Þetta eru allt verkfæri einræðislegra stjórna sem lýðræðisríki hafa tekið í notkun, oft með samþykki almennings sem er framkallað með óttaherferðum. Ótti hefur, í gegnum mannkynssöguna verið áhrifaríkasta stjórntæki valdhafa vegna þess að ótti sneiðir framhjá rökhugsun okkar. Hann tekur yfir líkamlega viðbragðskerfið okkar, hvort sem ógnin er raunveruleg eða ekki. Undir áhrifum ótta fellur heimurinn í tvíhyggju: gott gegn illu, við gegn þeim, regla gegn óreiðu. Í slíkri grunnhyggju hverfa öll blæbrigði. Í henni birtast sterkir leiðtogar, jafnvel sérstaklega einræðislegir leiðtogar, sem bjóða upp á aðlaðandi skýrleika. Á slíkum augnablikum er okkur sagt: „Leyfðu okkur að vernda þig. Afsalaðu þér bara frelsinu þínu.“ Eftirlit, hervæðing, ritskoðun og jafnvel harðstjórn verður þolanleg og er fagnað af sumum undir yfirskini öryggis. Eftirlitslaus algrím og tech bros sem græða Bætum við þetta vítahring algríma, sérsniðinna að gróðafíkn stórfyrirtækja þar sem reiði og ótti eru arðbær. Samfélagsmiðlar eru hannaðir til að hámarka þátttöku, ýta undir háværustu raddirnar og þær sem valda mestri sundrungu. Markmiðið er ekki lýðræðisleg umræða, heldur dópamín. Hinn fullkomni jarðvegur fyrir áhrifavalda og öfluga hagsmunaaðila til að markaðssetja þessa dópamín viðbragðshringrás og fyrir áróðursmeistara til að normalísera jaðarhugmyndir öfgaafla og magna upp þeirra narratív með net-herferðum trölla og gervimenna. Þar til það sem er jaðar er allt í einu orðið meginstraumurinn í upplifun fólks. Áróðurinn selur einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Vandinn er innflytjendur, trans fólk, elítan, fræðimenn, opinberir starfsmenn, vinstra fólk, hægra fólk. Áróðurinn afmennskar einn hóp en lyftir þínum upp. Ágreiningur er svik. Allir sem eru ósammála eru annaðhvort vondir eða heimskir. Niðurstaðan er vaxandi hópur fólks sem er sífellt reiðari yfir sömu málunum en finnur samt enga leið til að bæta stöðuna. Reiði er eðlileg og heilbrigð tilfinning þegar henni er beint í átt að jákvæðum breytingum. En áróður skapar það sem sálfræðingar kalla ,,lærða vanmáttarkennd", tilfinninguna um að allt sé að fara á versta veg, að vandamálin séu óleysanleg og að aðgerðir séu gagnslausar. Trúin á að sameiginlegar aðgerðir gætu verið mögulegar, tapast. Þetta er ástæðan fyrir því að algeng viðbrögð við áróðri verða annað hvort bölsýni eða öfgar. Samstaðan víkur fyrir einangrun. Þegar þú ert í beinni tengslum við annað fólk, þá er erfiðara að trúa áróðri um þau Þegar við erum einmana, verður hugur okkar berskjaldaður og móttækilegri fyrir áróðri og við festumst þannig í vítahring ótta, reiði, vanmáttar og einmanaleika. Raunverulega vörnin gegn þessari þróun felst því fyrst og fremst í að efla mannleg tengsl og samfélagsþátttöku. Þannig eflum við líka getu okkar til að hugsa sjálfstætt og viljann til að taka þátt í raunverulegu og marglaga samtali við aðra, bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars og sameinast um lausnir og framtíðarsýn fyrir samfélagið okkar. Einmitt það sem áróðri er ætlað að koma í veg fyrir. Kerfisbreytingar í þessu samhengi eru ekki öfgar, heldur þvert á móti hin eina skynsama afstaða. Hagkerfið þarf að fara í afvötnun vegna gróða- og hagvaxtarfíknar til að ná betur utan um velsæld fólks og umhverfis. Við þurfum breytt viðskiptamódel fyrir samfélagsmiðla, þar sem notendur eru ekki söluvaran. Við þurfum löggjöf sem takmarkar eftirlitskapítalísma, tryggir réttindi fólks gagnvart algrímum, tryggir gagnasjálfræði og sterkar sjálfstæðar stofnanir sem miðla trúverðugum og traustum upplýsingum. Við þurfumöfluga, sjálfstæða fjölmiðla, alvöru stuðning við listafólk, sögufólk og borgaraþing til að skapa nýjar framtíðarsögur. Við þurfum menntakerfi sem setur áherslu á samkennd, söguvitund, stafræna borgaravitund, gagnrýna hugsun og heimspekilega forvitni. Við þurfum einfaldlega samfélag, en ekki verbúð. Lýðræði er ekki bara um val á fulltrúum á fjögurra ára fresti; það er um sterka samfélagsþátttöku og rými þar sem við getum hist, rætt málin, endurskrifað sögurnar okkar og endurheimt rödd okkar sem þenkjandi og skapandi manneskjur frekar en neytendur. Áróður dafnar í tómarúmi einmanaleika. Heilbrigt samfélag byggir upp ónæmi gegn honum. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Gervigreind Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Gervigreind er að verða betri en við sjálf í að þekkja og hafa áhrif á okkur. Sem þýðir að í fyrsta skipti í sögunni geta utanaðkomandi aðilar vitað meira um tilfinningalíf okkar en við sjálf og notað þær upplýsingar gegn okkur, til að viðhalda þeim kerfum sem eru uppspretta auðs þeirra og valda. Það blasir við okkur að hugmyndakerfi sem voru gagnleg á fyrri tímum eru nú orðin hamlandi. Þjóðernishyggjan, sem braut upp risavaxin konungsveldi fortíðar og opnaði braut fyrir lýðveldi nútímans, er nú orðin ógn við samvinnu um hnattrænar áskoranir. Kapítalisminn, sem losaði milljónir úr fátækt hefur skapað ósjálfbært hagkerfi sem ógnar heilsu okkar og náttúrulegum undirstöðum lífs okkar. Þrátt fyrir augljósa bresti þessara hugmynda er þeim viðhaldið með áróðri sem hefur lokað okkur inni í þversagnakenndum hugmyndakerfum. Mest afhjúpandi einkenni áróðurs eru mótsagnir hans Áróður snýst ekki alltaf um augljósar lygar. Stundum snýst hann um að ramma inn tilfinningar, að hagræða sannleikanum eða viðhalda innri mótsögnum, sem gerir okkur þannig erfiðara fyrir að greina sannleika frá ósannindum. Oftast snýst áróðurinn um að endurtaka hugmyndir sem styðja við ríkjandi valdakerfi. Hugmyndir eins og að kapítalismi jafngildir frelsi. Hernaðaríhlutun er friðargæsla og vopnavæðing lögreglu eykur öryggi. Fátækt er persónuleg vöntun en ekki innbyggð í hugmyndafræði hagkerfisins. Andóf er ógn. Miðjupólitík er eina skynsama afstaðan. Kerfisbreytingar eru öfgar. Það þarf ekki að þröngva þessum sögum upp á okkur með valdi. Þær eru innbyggðar í menninguna okkar, fjölmiðlana og menntakerfið og það er einmitt það sem gerir þær svona áhrifaríkar. Hugmyndafræði einræðisstjórna í frjálslyndum lýðræðisríkjum Mörkin á milli lýðræðis og einræðis eru ekki einföld tvískipting, heldur róf. Þú getur haft kosningar, réttindi og tjáningarfrelsi á pappír og á sama tíma lifað innan kerfa sem takmarka raunverulegt frelsi, þagga niður ákveðnar raddir og viðhalda miklum ójöfnuði. Normalísering á gagnasöfnun, andlitsgreiningu, eftirliti og forvirkum rannsóknarheimildum lögreglu. Þetta eru allt verkfæri einræðislegra stjórna sem lýðræðisríki hafa tekið í notkun, oft með samþykki almennings sem er framkallað með óttaherferðum. Ótti hefur, í gegnum mannkynssöguna verið áhrifaríkasta stjórntæki valdhafa vegna þess að ótti sneiðir framhjá rökhugsun okkar. Hann tekur yfir líkamlega viðbragðskerfið okkar, hvort sem ógnin er raunveruleg eða ekki. Undir áhrifum ótta fellur heimurinn í tvíhyggju: gott gegn illu, við gegn þeim, regla gegn óreiðu. Í slíkri grunnhyggju hverfa öll blæbrigði. Í henni birtast sterkir leiðtogar, jafnvel sérstaklega einræðislegir leiðtogar, sem bjóða upp á aðlaðandi skýrleika. Á slíkum augnablikum er okkur sagt: „Leyfðu okkur að vernda þig. Afsalaðu þér bara frelsinu þínu.“ Eftirlit, hervæðing, ritskoðun og jafnvel harðstjórn verður þolanleg og er fagnað af sumum undir yfirskini öryggis. Eftirlitslaus algrím og tech bros sem græða Bætum við þetta vítahring algríma, sérsniðinna að gróðafíkn stórfyrirtækja þar sem reiði og ótti eru arðbær. Samfélagsmiðlar eru hannaðir til að hámarka þátttöku, ýta undir háværustu raddirnar og þær sem valda mestri sundrungu. Markmiðið er ekki lýðræðisleg umræða, heldur dópamín. Hinn fullkomni jarðvegur fyrir áhrifavalda og öfluga hagsmunaaðila til að markaðssetja þessa dópamín viðbragðshringrás og fyrir áróðursmeistara til að normalísera jaðarhugmyndir öfgaafla og magna upp þeirra narratív með net-herferðum trölla og gervimenna. Þar til það sem er jaðar er allt í einu orðið meginstraumurinn í upplifun fólks. Áróðurinn selur einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Vandinn er innflytjendur, trans fólk, elítan, fræðimenn, opinberir starfsmenn, vinstra fólk, hægra fólk. Áróðurinn afmennskar einn hóp en lyftir þínum upp. Ágreiningur er svik. Allir sem eru ósammála eru annaðhvort vondir eða heimskir. Niðurstaðan er vaxandi hópur fólks sem er sífellt reiðari yfir sömu málunum en finnur samt enga leið til að bæta stöðuna. Reiði er eðlileg og heilbrigð tilfinning þegar henni er beint í átt að jákvæðum breytingum. En áróður skapar það sem sálfræðingar kalla ,,lærða vanmáttarkennd", tilfinninguna um að allt sé að fara á versta veg, að vandamálin séu óleysanleg og að aðgerðir séu gagnslausar. Trúin á að sameiginlegar aðgerðir gætu verið mögulegar, tapast. Þetta er ástæðan fyrir því að algeng viðbrögð við áróðri verða annað hvort bölsýni eða öfgar. Samstaðan víkur fyrir einangrun. Þegar þú ert í beinni tengslum við annað fólk, þá er erfiðara að trúa áróðri um þau Þegar við erum einmana, verður hugur okkar berskjaldaður og móttækilegri fyrir áróðri og við festumst þannig í vítahring ótta, reiði, vanmáttar og einmanaleika. Raunverulega vörnin gegn þessari þróun felst því fyrst og fremst í að efla mannleg tengsl og samfélagsþátttöku. Þannig eflum við líka getu okkar til að hugsa sjálfstætt og viljann til að taka þátt í raunverulegu og marglaga samtali við aðra, bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars og sameinast um lausnir og framtíðarsýn fyrir samfélagið okkar. Einmitt það sem áróðri er ætlað að koma í veg fyrir. Kerfisbreytingar í þessu samhengi eru ekki öfgar, heldur þvert á móti hin eina skynsama afstaða. Hagkerfið þarf að fara í afvötnun vegna gróða- og hagvaxtarfíknar til að ná betur utan um velsæld fólks og umhverfis. Við þurfum breytt viðskiptamódel fyrir samfélagsmiðla, þar sem notendur eru ekki söluvaran. Við þurfum löggjöf sem takmarkar eftirlitskapítalísma, tryggir réttindi fólks gagnvart algrímum, tryggir gagnasjálfræði og sterkar sjálfstæðar stofnanir sem miðla trúverðugum og traustum upplýsingum. Við þurfumöfluga, sjálfstæða fjölmiðla, alvöru stuðning við listafólk, sögufólk og borgaraþing til að skapa nýjar framtíðarsögur. Við þurfum menntakerfi sem setur áherslu á samkennd, söguvitund, stafræna borgaravitund, gagnrýna hugsun og heimspekilega forvitni. Við þurfum einfaldlega samfélag, en ekki verbúð. Lýðræði er ekki bara um val á fulltrúum á fjögurra ára fresti; það er um sterka samfélagsþátttöku og rými þar sem við getum hist, rætt málin, endurskrifað sögurnar okkar og endurheimt rödd okkar sem þenkjandi og skapandi manneskjur frekar en neytendur. Áróður dafnar í tómarúmi einmanaleika. Heilbrigt samfélag byggir upp ónæmi gegn honum. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun