Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 11. apríl 2025 23:29 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra fundaði með utanríkismálastjóra og framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál um varnarsamstarf. Málið er farið í formlegan farveg en hún leggur áherslu á að auka þurfi stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. Þorgerður Katrín Gunanrsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Kaja Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og Andrius Kubilius, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál í dag. „Það er alveg ljóst að við erum að sækjast eftir svipuðu samstarfi og að Norðmenn skrifuðu undir við Evrópusambandið fyrir ári síðan. Við erum að stefna að því og það er ákveðin vinna fram undan og aðildarríki þurfa að samþykkja það. Við erum að nýta öll tækifæri sem að hægt er að og gefast til þess að styrkja öryggi í kringum Ísland,“ segir Þorgerður. Samstarfið fari nú í formlegan farveg en hún segist binda vonir við að það gerist eitthvað síðar á þessu ári. „Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti þegar kemur að samvinnu og samstarfi nágrannaríkja okkar og þeirra þjóða sem eru líkt þenkjandi,“ segir hún. Það sé enn mikilvægara að brekka út samstarfið á sviði varna- og öryggismála og nefnir hún til að mynda fund sinn með fulltrúum Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Kóreu og Japan. Einnig væri það mikill fengur að tengjast Bretlandi og Kanada nánari böndum. „Það skiptir miklu máli í þróun þessarar heimsmyndar þar sem við erum að sjá einræðistilhneigingar vera að aukast því miður. Við megum ekki gleyma því að helsta ógnin við Evrópu í dag er Rússland.“ Þorgerður talaði um að auka stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. „Það að ég skuli segja að við séum að fjölga stoðunum undir okkar varnir og öryggi, það er líka eðlilegt skref og eðlilegur hluti af stærri myndinni. Líka vegna þrýstingi frá Bandaríkjunum að við í Evrópu, við þurfum að gera meira sjálf, þar erum við Íslendingar ekki undanskildir.“ Aukinn stuðningur við Úkraínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með viðbragðssveit JEF í dag um mögulega fjölþjóðlega stuðningsaðgerð við Úkraínu. „Þetta er hópur ríkja sem að styður Úkraínu sérstaklega mikið og það var mikil samstaða sem einkenndi fundinn. Bara á þessum fundi voru tilkynntir yfir 21 milljarður evra í framlög á hinum ýmsu sviðum. Við Íslendingar höldum áfram að leiða og styðja við jarðsprengjuverkefni,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Ísland hafi þá aukið stuðning sinn, innan ramma utanríkisráðuneytisins, við jarðsprengjuleitarverkefni. Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunanrsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Kaja Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og Andrius Kubilius, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál í dag. „Það er alveg ljóst að við erum að sækjast eftir svipuðu samstarfi og að Norðmenn skrifuðu undir við Evrópusambandið fyrir ári síðan. Við erum að stefna að því og það er ákveðin vinna fram undan og aðildarríki þurfa að samþykkja það. Við erum að nýta öll tækifæri sem að hægt er að og gefast til þess að styrkja öryggi í kringum Ísland,“ segir Þorgerður. Samstarfið fari nú í formlegan farveg en hún segist binda vonir við að það gerist eitthvað síðar á þessu ári. „Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti þegar kemur að samvinnu og samstarfi nágrannaríkja okkar og þeirra þjóða sem eru líkt þenkjandi,“ segir hún. Það sé enn mikilvægara að brekka út samstarfið á sviði varna- og öryggismála og nefnir hún til að mynda fund sinn með fulltrúum Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Kóreu og Japan. Einnig væri það mikill fengur að tengjast Bretlandi og Kanada nánari böndum. „Það skiptir miklu máli í þróun þessarar heimsmyndar þar sem við erum að sjá einræðistilhneigingar vera að aukast því miður. Við megum ekki gleyma því að helsta ógnin við Evrópu í dag er Rússland.“ Þorgerður talaði um að auka stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. „Það að ég skuli segja að við séum að fjölga stoðunum undir okkar varnir og öryggi, það er líka eðlilegt skref og eðlilegur hluti af stærri myndinni. Líka vegna þrýstingi frá Bandaríkjunum að við í Evrópu, við þurfum að gera meira sjálf, þar erum við Íslendingar ekki undanskildir.“ Aukinn stuðningur við Úkraínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með viðbragðssveit JEF í dag um mögulega fjölþjóðlega stuðningsaðgerð við Úkraínu. „Þetta er hópur ríkja sem að styður Úkraínu sérstaklega mikið og það var mikil samstaða sem einkenndi fundinn. Bara á þessum fundi voru tilkynntir yfir 21 milljarður evra í framlög á hinum ýmsu sviðum. Við Íslendingar höldum áfram að leiða og styðja við jarðsprengjuverkefni,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Ísland hafi þá aukið stuðning sinn, innan ramma utanríkisráðuneytisins, við jarðsprengjuleitarverkefni.
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira