Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2025 09:32 Nikola Jokic átti stórleik gegn Memphis Grizzlies í nótt. getty/AAron Ontiveroz Nikola Jokic, leikmaður Denver Nuggets, heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar í körfubolta. Jokic var með þrefalda tvennu þegar Denver sigraði Memphis Grizzlies, 117-109, í nótt. Serbinn skoraði 26 stig, tók 26 fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Nikola Jokić notched his 34th triple-double of the season on the night he entered the triple-double history books!🃏 26 PTS🃏 16 REB🃏 13 ASTNuggets get a vital win in the Western Conference standings 🔥 pic.twitter.com/5Gb7bOqdDg— NBA (@NBA) April 12, 2025 Denver á aðeins einn leik eftir á tímabilinu en ljóst er að Jokic lýkur deildarkeppninni með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NBA sem afrekar það. Oscar Robertson gerði það með Cincinnati Royals tímabilið 1961-62 og Russell Westbrook, samherji Jokic hjá Denver, náði því þrisvar sinnum með Oklahoma City Thunder og einu sinni með Washington Wizards. 🚨 NIKOLA JOKIĆ MAKES MORE HISTORY 🚨Tonight, Joker secured another record, as he will AVERAGE a triple-double in the 2024-25 campaign 🤯He joins Russell Westbrook (4x) and Oscar Robertson as the ONLY players in NBA history to accomplish this feat. pic.twitter.com/OBTb5j0Ka3— NBA (@NBA) April 12, 2025 Jokic hefur náð 34 þrennum á tímabilinu. Hann er með 29,8 stig, 12,8 fráköst og 10,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Jokic er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar, annar frákastahæsti og annar stoðsendingahæsti. Denver er í 4. sæti Vesturdeildarinnar og tryggir sér heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar með því að vinna Houston Rockets í lokaleik sínum í deildarkeppninni. NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Jokic var með þrefalda tvennu þegar Denver sigraði Memphis Grizzlies, 117-109, í nótt. Serbinn skoraði 26 stig, tók 26 fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Nikola Jokić notched his 34th triple-double of the season on the night he entered the triple-double history books!🃏 26 PTS🃏 16 REB🃏 13 ASTNuggets get a vital win in the Western Conference standings 🔥 pic.twitter.com/5Gb7bOqdDg— NBA (@NBA) April 12, 2025 Denver á aðeins einn leik eftir á tímabilinu en ljóst er að Jokic lýkur deildarkeppninni með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NBA sem afrekar það. Oscar Robertson gerði það með Cincinnati Royals tímabilið 1961-62 og Russell Westbrook, samherji Jokic hjá Denver, náði því þrisvar sinnum með Oklahoma City Thunder og einu sinni með Washington Wizards. 🚨 NIKOLA JOKIĆ MAKES MORE HISTORY 🚨Tonight, Joker secured another record, as he will AVERAGE a triple-double in the 2024-25 campaign 🤯He joins Russell Westbrook (4x) and Oscar Robertson as the ONLY players in NBA history to accomplish this feat. pic.twitter.com/OBTb5j0Ka3— NBA (@NBA) April 12, 2025 Jokic hefur náð 34 þrennum á tímabilinu. Hann er með 29,8 stig, 12,8 fráköst og 10,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Jokic er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar, annar frákastahæsti og annar stoðsendingahæsti. Denver er í 4. sæti Vesturdeildarinnar og tryggir sér heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar með því að vinna Houston Rockets í lokaleik sínum í deildarkeppninni.
NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira