Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2025 14:57 Magnús Orri Schram er nýtekinn við formennsku í knattspyrnudeild KR. aðsend KR-ingar eru ósáttir við tveggja leikja bannið sem Aron Sigurðarson var úrskurðaður í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla um síðustu helgi og vinnubrögð aganefndar KSÍ. Aron var rekinn af velli undir lok leiks KA og KR á Akureyri á sunnudaginn. Á þriðjudaginn var hann svo úrskurðaður í tveggja leikja bann. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en upptaka úr Spiideo-myndavél KA sýnt í Stúkunni á mánudaginn. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á því að Aron hefði átt að fá rauða spjaldið. Það voru KA-menn ósáttir við og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, skaut sérstaklega fast á Bjarna Guðjónsson, nýjan sérfræðing Stúkunnar, og benti á að hann ætti nú son í KR-liðinu, Jóhannes Kristinn. Magnús Orri Marínarson Schram, formaður knattspyrnudeildar KR, var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi um bannið sem Aron var dæmdur í. „Það eru tveir menn að kljást og dómarinn á myndbrotinu sér klárlega ekki það sem er að gerast. Ég held við getum allir verið sammála um það. Línuvörður eitt sér það ekki heldur og línuvörður tvö er hinum megin og sér þetta varla vel. Að öllum líkindum hefur þetta verið fjórði dómari sem tekur þessa ákvörðun,“ sagði Magnús. „Það er sett orðalag inn í skýrsluna; ofsaleg framkoma er þetta held ég orðað í skýrslunni sem fer inn til aganefndar. Ég get vel skilið að menn taki þessa ákvörðun. Bekkurinn hjá KA verður brjálaður og það er hiti. Heyrðu, svo bara rautt á manninn. Hann fór í andlitið á honum. Svo koma myndbandsupptökur af því sem gerist og það er viðtal við umræddan KA-mann [Andra Fannar Stefánsson] og þá er þetta kannski ekki eins og fólk hélt að þetta væri.“ KR-ingum var gefinn kostur á að koma andmælum á framfæri þegar mál Arons var tekið fyrir hjá aganefnd og þeir sendu inn í myndbandið sem var sýnt í Stúkunni. Það bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur og Aron var dæmdur í tveggja leikja bann. „Skoðun mín er þessi: Ég tel að dómarinn hefði annað hvort átt að hnippa í aganefndina eða láta hafa eitthvað eftir sér að þetta hafi ekki verið svona ofsaleg framkoma eins og myndbandið sýnir,“ sagði Magnús sem vill meina að aganefndin hefði átt að afgreiða málið á annan hátt. „Vinnulagið er þannig er að málsaðilum er gefinn kostur á að koma fram með gögn sem aganefndin á að taka sjálfstæða afstöðu til. Þess vegna finnst mér tveggja leikja bann of langt seilst. Ég skil vel einn leikur í bann en eftir á, fyrst þessu verklagi var komið á, að það er hægt að kalla inn gögn og taka afstöðu til gagna, þá á dómarinn annað hvort að grípa inn í, eftir að hafa séð gögnin, eða aganefndin. Þetta á bara að vera lærdómur fyrir þetta ferli.“ Hlusta má á viðtalið Magnús í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um bann Arons hefst á 1:24:00. Leikur KA og KR endaði með 2-2 jafntefli. KR-ingar luku leik níu inni á vellinum en Hjalti Sigurðsson var rekinn af velli í uppbótartíma þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Aron, sem er nýr fyrirliði KR, missir af leik liðsins gegn Val á AVIS-vellinum í Laugardalnum á mánudaginn og leik gegn FH í Kaplakrika 23. apríl. Besta deild karla KR KA KSÍ Stúkan Tengdar fréttir Aron í tveggja leikja bann Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn. 8. apríl 2025 15:37 „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist fara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur en hafði ýmislegt að segja um leikinn. 6. apríl 2025 19:44 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Aron var rekinn af velli undir lok leiks KA og KR á Akureyri á sunnudaginn. Á þriðjudaginn var hann svo úrskurðaður í tveggja leikja bann. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en upptaka úr Spiideo-myndavél KA sýnt í Stúkunni á mánudaginn. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á því að Aron hefði átt að fá rauða spjaldið. Það voru KA-menn ósáttir við og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, skaut sérstaklega fast á Bjarna Guðjónsson, nýjan sérfræðing Stúkunnar, og benti á að hann ætti nú son í KR-liðinu, Jóhannes Kristinn. Magnús Orri Marínarson Schram, formaður knattspyrnudeildar KR, var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi um bannið sem Aron var dæmdur í. „Það eru tveir menn að kljást og dómarinn á myndbrotinu sér klárlega ekki það sem er að gerast. Ég held við getum allir verið sammála um það. Línuvörður eitt sér það ekki heldur og línuvörður tvö er hinum megin og sér þetta varla vel. Að öllum líkindum hefur þetta verið fjórði dómari sem tekur þessa ákvörðun,“ sagði Magnús. „Það er sett orðalag inn í skýrsluna; ofsaleg framkoma er þetta held ég orðað í skýrslunni sem fer inn til aganefndar. Ég get vel skilið að menn taki þessa ákvörðun. Bekkurinn hjá KA verður brjálaður og það er hiti. Heyrðu, svo bara rautt á manninn. Hann fór í andlitið á honum. Svo koma myndbandsupptökur af því sem gerist og það er viðtal við umræddan KA-mann [Andra Fannar Stefánsson] og þá er þetta kannski ekki eins og fólk hélt að þetta væri.“ KR-ingum var gefinn kostur á að koma andmælum á framfæri þegar mál Arons var tekið fyrir hjá aganefnd og þeir sendu inn í myndbandið sem var sýnt í Stúkunni. Það bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur og Aron var dæmdur í tveggja leikja bann. „Skoðun mín er þessi: Ég tel að dómarinn hefði annað hvort átt að hnippa í aganefndina eða láta hafa eitthvað eftir sér að þetta hafi ekki verið svona ofsaleg framkoma eins og myndbandið sýnir,“ sagði Magnús sem vill meina að aganefndin hefði átt að afgreiða málið á annan hátt. „Vinnulagið er þannig er að málsaðilum er gefinn kostur á að koma fram með gögn sem aganefndin á að taka sjálfstæða afstöðu til. Þess vegna finnst mér tveggja leikja bann of langt seilst. Ég skil vel einn leikur í bann en eftir á, fyrst þessu verklagi var komið á, að það er hægt að kalla inn gögn og taka afstöðu til gagna, þá á dómarinn annað hvort að grípa inn í, eftir að hafa séð gögnin, eða aganefndin. Þetta á bara að vera lærdómur fyrir þetta ferli.“ Hlusta má á viðtalið Magnús í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um bann Arons hefst á 1:24:00. Leikur KA og KR endaði með 2-2 jafntefli. KR-ingar luku leik níu inni á vellinum en Hjalti Sigurðsson var rekinn af velli í uppbótartíma þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Aron, sem er nýr fyrirliði KR, missir af leik liðsins gegn Val á AVIS-vellinum í Laugardalnum á mánudaginn og leik gegn FH í Kaplakrika 23. apríl.
Besta deild karla KR KA KSÍ Stúkan Tengdar fréttir Aron í tveggja leikja bann Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn. 8. apríl 2025 15:37 „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist fara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur en hafði ýmislegt að segja um leikinn. 6. apríl 2025 19:44 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Aron í tveggja leikja bann Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn. 8. apríl 2025 15:37
„Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist fara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur en hafði ýmislegt að segja um leikinn. 6. apríl 2025 19:44
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn