Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. apríl 2025 12:13 Hanna Katrín segist sannfærð um réttmæti hækkananna. Vísir/Ívar Fannar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina. Hún ræddi áform ríkisstjórnarinnar um að hækka auðlindagjöld í sjávarútvegi í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við viljum stoppa það að það sé útgerðin sjálf sem ákvarði það verð sem liggur til grundvallar veiðigjöldum. Það er svo galin aðferð ef maður hugsar um það í raun og veru,“ segir hún. Samkeppnishæfni ekki í húfi Hanna Katrín segir þrátt fyrir að oft sé um að ræða umfangsmiklar hækkanir í tölum talið sé það lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja í greininni. Hækkanirnar komi í tilvikum niður á smærri útgerðum en að verið sé að vinna að því að hækka frítekjumark til samræmis við það til að koma til móts við þær útgerðir sem nýta sér það. „Ég er jafnsannfærð og ég var í upphafi þessarar vegferðar, eftir að hafa skoðað tölur, að við erum alls ekki af því. Þetta er þrátt fyrir allt lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja. Þetta er einfaldlega leiðrétting sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. við erum með mjög arðbæra atvinnugrein. Þetta teflir ekki samkeppnishæfni á erlendum mörkuðum í tvísýnu,“ segir hún. Útgerðin skyti sig í fótinn Hanna Katrín segir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar setið marga fundi með fulltrúum SFS og beðið þá um að leggja fram raunhæfa aðferð við að nálgast það að miða gjöld við raunverulegt aflaverðmæti en að engin tillaga hafi borist. Hún segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa í hótunum við þjóðina sem eigi ekki við rök að styðjast. Láti þau af þeim verða væri það líkt og útgerðin skyti sig í fótinn. „Ég vona hins vegar innilega að menn geri alvöru af því, ég ætli bara að kalla það hótun, þegar að forsvarsfólk lýsir því yfir að þetta verði þeirra fyrstu viðbrögð. Það er órökrétt miðað við tölurnar sem liggja fyrir miðað við aðrsemina af þessari grein, miðað við hagnaðinn, miðað við fjárfestingu, miðað við uppbyggingu eigin fjár í þessari grein og miðað við fjárfestingar í óskylduðum rekstri,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Sprengisandur Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Hún ræddi áform ríkisstjórnarinnar um að hækka auðlindagjöld í sjávarútvegi í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við viljum stoppa það að það sé útgerðin sjálf sem ákvarði það verð sem liggur til grundvallar veiðigjöldum. Það er svo galin aðferð ef maður hugsar um það í raun og veru,“ segir hún. Samkeppnishæfni ekki í húfi Hanna Katrín segir þrátt fyrir að oft sé um að ræða umfangsmiklar hækkanir í tölum talið sé það lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja í greininni. Hækkanirnar komi í tilvikum niður á smærri útgerðum en að verið sé að vinna að því að hækka frítekjumark til samræmis við það til að koma til móts við þær útgerðir sem nýta sér það. „Ég er jafnsannfærð og ég var í upphafi þessarar vegferðar, eftir að hafa skoðað tölur, að við erum alls ekki af því. Þetta er þrátt fyrir allt lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja. Þetta er einfaldlega leiðrétting sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. við erum með mjög arðbæra atvinnugrein. Þetta teflir ekki samkeppnishæfni á erlendum mörkuðum í tvísýnu,“ segir hún. Útgerðin skyti sig í fótinn Hanna Katrín segir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar setið marga fundi með fulltrúum SFS og beðið þá um að leggja fram raunhæfa aðferð við að nálgast það að miða gjöld við raunverulegt aflaverðmæti en að engin tillaga hafi borist. Hún segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa í hótunum við þjóðina sem eigi ekki við rök að styðjast. Láti þau af þeim verða væri það líkt og útgerðin skyti sig í fótinn. „Ég vona hins vegar innilega að menn geri alvöru af því, ég ætli bara að kalla það hótun, þegar að forsvarsfólk lýsir því yfir að þetta verði þeirra fyrstu viðbrögð. Það er órökrétt miðað við tölurnar sem liggja fyrir miðað við aðrsemina af þessari grein, miðað við hagnaðinn, miðað við fjárfestingu, miðað við uppbyggingu eigin fjár í þessari grein og miðað við fjárfestingar í óskylduðum rekstri,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Sprengisandur Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira