Íslenski boltinn

Mörkin úr Bestu: Fram af­greiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdimar Þór Ingimundarson var markahæsti leikmaður kvödsins þrátt fyrir að spila bara í tæpar tuttugu mínútur en hér fagnar hann öðru marki sínu i gær.
Valdimar Þór Ingimundarson var markahæsti leikmaður kvödsins þrátt fyrir að spila bara í tæpar tuttugu mínútur en hér fagnar hann öðru marki sínu i gær. Vísir/Anton Brink

Vestri, Víkingur og Fram fögnuðu öll sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar önnur umferðin fór af stað. Nú ná sjá mörkin úr leikjunum hér á Vísi.

Víkingar eru á einir á toppnum eftir 4-0 sigur á KA í Fossvoginum. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði tvö fyrstu mörkin á fyrstu fjórtán mínútunum áður en hann fór meiddur af velli en Karl Friðleifur Gunnarsson og Helgi Guðjónsson skoruðu hin mörkin.

Hinn átján ára gamli Daði Berg Jónsson tryggði Vestra 1-0 sigur á FH á Ísafirði og Djúpmenn eru ósigraðir í fyrstu tveimur umferðunum.

Klippa: Mörkin úr sigri Fram á Breiðabliki

Það var mikil dramatík í Úlfarsárdalnum þegar Íslandsmeistarar Blika komust 2-0 yfir á móti Fram en Framrar fögnuðu á endanum 4-2 sigri.

Óli Valur Ómarsson og Tobias Thomsen komu Blikum í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik.

Framarar buðu upp aftur á móti upp á magnaðar ellefu mínútur frá 72. til 83. mínútu þegar þeir skoruðu fjögur mörk og tryggði sér með því 4-2 sigur.

Sigurjón Rúnarsson og Kennie Knak Chopart jöfnuðu leikinn og varamaðurinn Guðmundur Magnússon tryggði síðan sigurinn með tveimur mörkum.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum þremur leikjum en það var ekkert skorað í nýliðaslag Aftureldingar og ÍBV í Mosfellsbænum.

Klippa: Mörkin úr sigri Víkinga á KA
Klippa: Markið úr sigri Vestra á FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×