„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2025 10:32 Ögmundur Kristinsson lék níu leiki í Bestu deildinni í fyrra, eftir komuna heim frá Grikklandi, en hefur glímt við meiðsli í aðdraganda þessa tímabils. vísir/Diego Kalt loftslag hefur reynst fyrrum landsliðsmarkverðinum Ögmundi Kristinssyni erfitt. Hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli eftir heimkomu í Val og er óviss um hvenær hann getur snúið aftur á völlinn. Hann segir það hjálpa sér að eiga nýfætt barn heima til að annast. Ögmundur myndi að sjálfsögðu helst vilja vera að fara að spila stórleikinn gegn KR á AVIS-vellinum í Laugardal í kvöld (völlurinn í Vesturbæ er ekki tilbúinn), í 2. umferð Bestu deildarinnar. Það er þó alls kostar óvíst og hann hefur þegar misst af fyrsta leik tímabilsins, jafnteflinu við Vestra. Ögmundur sneri heim síðasta sumar eftir tíu ár í atvinnumennsku og gekk þá í raðir Vals. Hann hafði þá búið í Grikklandi í sex ár, í talsvert hlýrra loftslagi. Eitthvað virðist kuldinn vera að stríða honum því hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli hér heima, eftir að hafa rifið vöðva í náranum í vetur. Mánuðirnir í aðdraganda tímabilsins hafa því verið strembnir. „Það er leiðinlegt að vera bara í ræktinni og geta ekki tekið fullan þátt. En svona er bara lífið. Þetta er bara partur af þessu, að svona gerist, og því miður var það mitt hlutskipti þetta skiptið. Þetta hefur haldið mér úti í raun og veru allan vetur, búið að vera þrálátt, en núna er farið að hlýna og birta til, og þá léttist maður og verður glaður,“ segir Ögmundur en viðtal Vals Páls Eiríkssonar við hann má sjá hér að neðan. Í miðju meiðslaveseni hefur Ögmundur þó haft ástæðu til að gleðjast eftir að hafa orðið pabbi á dögunum. „Heldur betur. Þá sér maður hvað lífið snýst um. Það er léttara að koma heim – maður er aðeins léttari þegar það er saklaus sál þarna heima sem þarf að sjá um,“ segir Ögmundur, ánægður með lífið á Íslandi: „Við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna. Kominn inn í Val sem er flott, vel að öllu staðið hérna og klúbburinn búinn að taka nokkur skref fram á við á þessu tímabili. Ég sé fram á gott sumar.“ Það verður hins vegar að koma í ljós hvenær Ögmundur byrjar að spila aftur með Val. Hann er að minnsta kosti ekki viss um að geta spilað í kvöld: „Í fullkomnum heimi myndi ég vilja segja já. Ég mun reyna það alla vega.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Ögmundur myndi að sjálfsögðu helst vilja vera að fara að spila stórleikinn gegn KR á AVIS-vellinum í Laugardal í kvöld (völlurinn í Vesturbæ er ekki tilbúinn), í 2. umferð Bestu deildarinnar. Það er þó alls kostar óvíst og hann hefur þegar misst af fyrsta leik tímabilsins, jafnteflinu við Vestra. Ögmundur sneri heim síðasta sumar eftir tíu ár í atvinnumennsku og gekk þá í raðir Vals. Hann hafði þá búið í Grikklandi í sex ár, í talsvert hlýrra loftslagi. Eitthvað virðist kuldinn vera að stríða honum því hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli hér heima, eftir að hafa rifið vöðva í náranum í vetur. Mánuðirnir í aðdraganda tímabilsins hafa því verið strembnir. „Það er leiðinlegt að vera bara í ræktinni og geta ekki tekið fullan þátt. En svona er bara lífið. Þetta er bara partur af þessu, að svona gerist, og því miður var það mitt hlutskipti þetta skiptið. Þetta hefur haldið mér úti í raun og veru allan vetur, búið að vera þrálátt, en núna er farið að hlýna og birta til, og þá léttist maður og verður glaður,“ segir Ögmundur en viðtal Vals Páls Eiríkssonar við hann má sjá hér að neðan. Í miðju meiðslaveseni hefur Ögmundur þó haft ástæðu til að gleðjast eftir að hafa orðið pabbi á dögunum. „Heldur betur. Þá sér maður hvað lífið snýst um. Það er léttara að koma heim – maður er aðeins léttari þegar það er saklaus sál þarna heima sem þarf að sjá um,“ segir Ögmundur, ánægður með lífið á Íslandi: „Við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna. Kominn inn í Val sem er flott, vel að öllu staðið hérna og klúbburinn búinn að taka nokkur skref fram á við á þessu tímabili. Ég sé fram á gott sumar.“ Það verður hins vegar að koma í ljós hvenær Ögmundur byrjar að spila aftur með Val. Hann er að minnsta kosti ekki viss um að geta spilað í kvöld: „Í fullkomnum heimi myndi ég vilja segja já. Ég mun reyna það alla vega.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira