Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2025 13:51 Frá setningu Alþingis í febrúar. Vísir/Vilhelm Skrifstofa forseta Íslands segir afgreiðslu á beiðnum fréttastofu RÚV um upplýsingar um dagskrá forsetans ekki hafa verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Umboðsmaður Alþingis segir ekki tilefni til frekari skoðunar á málinu í ljósi viðurkenningar skrifstofunnar á mistökum. Fréttastofa RÚV fjallaði um það 5. febrúar að skrifstofa forsetans hefði veitt óskýr svör við fyrirspurnum um hvar Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefði verið á meðan minningarathöfn um helförina í Auschwitz fór fram í lok janúar. Þegar RÚV óskaði fyrst eftir upplýsingum um af hverju forsetinn hefði ekki sótt minningarathöfnina sagði forsetaskrifstofan að ekki hefði verið hægt að koma minningarathöfninni heim og saman við dagskrá forsetans. Í síðari svörum kom fram að Halla hefði ekki tök á að sækja viðburðinn því hann stangaðist á við einkaferð forsetahjónanna. Forsetahjónin voru í Dóminíska lýðveldinu þar sem Björn Skúlason forsetamarki nýtti tækifærið og auglýsti collagen-vörumerkið sitt Just Björn á Instagram-reikningi fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by just björn (@justbjorncollagen) Þegar fréttastofa RÚV óskaði eftir að fá dagskrá forseta afhenta sagði forsetaskrifstofan að dagskrá forsetans væri ekki afhent. Var vísað til þess að ekki væri hægt að greina frá fyrirhuguðum ferðum forseta fyrir fram því það væri oft gestgjafans að tilkynna um ferðina. Þá ættu fleiri sjónarmið við til dæmis þau sem snúa að öryggi. Umboðsmaður óskaði því eftir að skrifstofa forseta upplýsti nánar um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann, meðal annars hvaða reglur giltu um meðferð beiðna um upplýsingar um dagskrá hans. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um þau sjónarmið sem lágu til grundvallar synjun á beiðnum fréttastofu RÚV og þá með hliðsjón af því að ekki var beðið um upplýsingarnar fyrir fram heldur eftir á. Umboðsmaður segir í bréfi sínu til skrifstofu forseta Íslands að í upplýsingalögum sé gengið út frá því sem meginreglu að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál sem og aðgengi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þó megi takmarka aðganginn þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Aðilum á borð við skrifstofu forsetans beri skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað sé eftir og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita eigi aðgang að gögnunum í heild eða hluta. Umboðsmaður segir skrifstofu forsetans ekki hafa veitt nægjanlegar upplýsingar um það hvers vegna beiðni RÚV var synjað og sömuleiðis að skort hafi á leiðbeiningar um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fram kemur í bréfi umboðsmanns að í svörum skrifstofunnar hefði verið viðurkennt að afgreiðsla á beiðnum RÚV hefði ekki verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Lét umboðsmaður því nægja að benda skrifstofu forseta á að gæta framvegis að tilteknum ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Athugun umboðsmanns á upplýsingagjöf skrifstofu forseta Íslands væri því lokið. Áfram yrði þó fylgst með afgreiðslu skrifstofunnar á beiðnum um upplýsingar og þær teknar til skoðunar eftir atvikum. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Fréttastofa RÚV fjallaði um það 5. febrúar að skrifstofa forsetans hefði veitt óskýr svör við fyrirspurnum um hvar Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefði verið á meðan minningarathöfn um helförina í Auschwitz fór fram í lok janúar. Þegar RÚV óskaði fyrst eftir upplýsingum um af hverju forsetinn hefði ekki sótt minningarathöfnina sagði forsetaskrifstofan að ekki hefði verið hægt að koma minningarathöfninni heim og saman við dagskrá forsetans. Í síðari svörum kom fram að Halla hefði ekki tök á að sækja viðburðinn því hann stangaðist á við einkaferð forsetahjónanna. Forsetahjónin voru í Dóminíska lýðveldinu þar sem Björn Skúlason forsetamarki nýtti tækifærið og auglýsti collagen-vörumerkið sitt Just Björn á Instagram-reikningi fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by just björn (@justbjorncollagen) Þegar fréttastofa RÚV óskaði eftir að fá dagskrá forseta afhenta sagði forsetaskrifstofan að dagskrá forsetans væri ekki afhent. Var vísað til þess að ekki væri hægt að greina frá fyrirhuguðum ferðum forseta fyrir fram því það væri oft gestgjafans að tilkynna um ferðina. Þá ættu fleiri sjónarmið við til dæmis þau sem snúa að öryggi. Umboðsmaður óskaði því eftir að skrifstofa forseta upplýsti nánar um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann, meðal annars hvaða reglur giltu um meðferð beiðna um upplýsingar um dagskrá hans. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um þau sjónarmið sem lágu til grundvallar synjun á beiðnum fréttastofu RÚV og þá með hliðsjón af því að ekki var beðið um upplýsingarnar fyrir fram heldur eftir á. Umboðsmaður segir í bréfi sínu til skrifstofu forseta Íslands að í upplýsingalögum sé gengið út frá því sem meginreglu að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál sem og aðgengi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þó megi takmarka aðganginn þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Aðilum á borð við skrifstofu forsetans beri skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað sé eftir og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita eigi aðgang að gögnunum í heild eða hluta. Umboðsmaður segir skrifstofu forsetans ekki hafa veitt nægjanlegar upplýsingar um það hvers vegna beiðni RÚV var synjað og sömuleiðis að skort hafi á leiðbeiningar um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fram kemur í bréfi umboðsmanns að í svörum skrifstofunnar hefði verið viðurkennt að afgreiðsla á beiðnum RÚV hefði ekki verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Lét umboðsmaður því nægja að benda skrifstofu forseta á að gæta framvegis að tilteknum ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Athugun umboðsmanns á upplýsingagjöf skrifstofu forseta Íslands væri því lokið. Áfram yrði þó fylgst með afgreiðslu skrifstofunnar á beiðnum um upplýsingar og þær teknar til skoðunar eftir atvikum.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira