Guðrún beið afhroð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 19:02 Guðrún kom engum vörnum við gegn Hammarby. Alex Grimm/Getty Images Guðrún Arnardóttir bar fyrirliðabandið þegar Svíþjóðarmeistarar Rosengård steinlágu fyrir Hammarby í efstu deild sænska fótboltans, lokatölur 4-0. Rosengård hafði byrjað tímabilið nokkuð vel og unnið fyrstu tvo leiki sína 1-0 og var því með fullt hús stiga þegar Hammarby var sótt heim. Heimaliðið hafði farið frábærlega af stað og það var ljóst snemma leiks hvort liðið væri tilbúnara. Julie Blakstad kom Hammarby yfir strax á fjórðu mínútu og Ellen Wangerheim tvöfaldaði forystuna á 18. mínútu leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu heimakonur tvö mörk til viðbótar. Hin 18 ára Smilla Holmberg gerði þriðja markið og Vilde Hasund bætti fjórða markinu við þegar ein mínúta var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 4-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Guðrún spilaði allan leikinn í hjarta varnar Rosengård sem er nú í 6. sæti með sex stig að loknum þremur umferðum. Íslendingalið Halmstad vann 1- 0 sigur á Öster þökk sé sigurmarki hins 17 ára gamla Bleon Kurtulus. Um var að ræða fyrsta mark Halmstad á tímabilinu og þar af leiðandi fyrsta sigurinn. Gísli Eyjólfsson spilaði allan leikinn á meðan Birnir Snær Ingason kom inn af bekknum á 79. mínútu. Bleon Kurtulus! HBK:s 17-åring nickar 1-0 för HBK i den 94:e matchminuten! 🤯📲 Se Halmstads BK - Östers IF på Max pic.twitter.com/NZwNjBf0Vt— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 14, 2025 Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 73. mínútu og nældi sér í gult spjald þegar Malmö gerði markalaust jafntefli við AIK. Malmö er í 3. sæti með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan Halmstad er í 16. sæti með þrjú stig. Þýskaland Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék aðeins síðustu tíu mínúturnar þegar Bayer Leverkusen gerði 1-1 jafntefli við annars slakt lið Köln. Leverkusen er nú með 37 stig í 4. sæti, þrettán stigum á eftir toppliði Bayern München. Á sama tíma er Köln í 11. sæti – því næstneðsta – með aðeins átta stig. Danmörk Íslendingalið Sönderjyske vann mikilvægan 1-0 sigur á Vejle í efstu deild karla. Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í miðverði á meðan Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum þegar rétt rúm klukkustund var liðin af leiknum. Sigurinn þýðir að Sönderjyske er nú með 23 stig, fjórum meira en Lyngby sem situr í fallsæti með 19 stig ásamt botnliði Vejle sem er með 17 stig. Fótbolti Sænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Rosengård hafði byrjað tímabilið nokkuð vel og unnið fyrstu tvo leiki sína 1-0 og var því með fullt hús stiga þegar Hammarby var sótt heim. Heimaliðið hafði farið frábærlega af stað og það var ljóst snemma leiks hvort liðið væri tilbúnara. Julie Blakstad kom Hammarby yfir strax á fjórðu mínútu og Ellen Wangerheim tvöfaldaði forystuna á 18. mínútu leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu heimakonur tvö mörk til viðbótar. Hin 18 ára Smilla Holmberg gerði þriðja markið og Vilde Hasund bætti fjórða markinu við þegar ein mínúta var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 4-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Guðrún spilaði allan leikinn í hjarta varnar Rosengård sem er nú í 6. sæti með sex stig að loknum þremur umferðum. Íslendingalið Halmstad vann 1- 0 sigur á Öster þökk sé sigurmarki hins 17 ára gamla Bleon Kurtulus. Um var að ræða fyrsta mark Halmstad á tímabilinu og þar af leiðandi fyrsta sigurinn. Gísli Eyjólfsson spilaði allan leikinn á meðan Birnir Snær Ingason kom inn af bekknum á 79. mínútu. Bleon Kurtulus! HBK:s 17-åring nickar 1-0 för HBK i den 94:e matchminuten! 🤯📲 Se Halmstads BK - Östers IF på Max pic.twitter.com/NZwNjBf0Vt— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 14, 2025 Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 73. mínútu og nældi sér í gult spjald þegar Malmö gerði markalaust jafntefli við AIK. Malmö er í 3. sæti með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan Halmstad er í 16. sæti með þrjú stig. Þýskaland Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék aðeins síðustu tíu mínúturnar þegar Bayer Leverkusen gerði 1-1 jafntefli við annars slakt lið Köln. Leverkusen er nú með 37 stig í 4. sæti, þrettán stigum á eftir toppliði Bayern München. Á sama tíma er Köln í 11. sæti – því næstneðsta – með aðeins átta stig. Danmörk Íslendingalið Sönderjyske vann mikilvægan 1-0 sigur á Vejle í efstu deild karla. Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í miðverði á meðan Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum þegar rétt rúm klukkustund var liðin af leiknum. Sigurinn þýðir að Sönderjyske er nú með 23 stig, fjórum meira en Lyngby sem situr í fallsæti með 19 stig ásamt botnliði Vejle sem er með 17 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira