„Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2025 22:09 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega sár og svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Finnur og lærisveinar hans máttu þola átta stiga tap gegn Grindavík í kvöld og eru þar með komnir í snemmbúið sumarfrí. Finnur segir að sama uppskrift hafi orðið hans mönnum að falli í seinustu þremur leikjum. „Bara eiginlega það sama og í síðustu tveimur leikjum á undan. Þegar hægist á leiknum þá eru þeir bæði að spila vel varnarlega og við í vandræðum með að skapa okkur skot. Á hinum endanum eru þeir svo með Pargo og Kane sem er erfitt að dekka einn á einn. Þeir eru að búa til skot og setja skotin.“ „Svo erum við líka bara að fara illa með hluti. Við fáum á okkur tvö stig eftir sóknarfrákast í víti, köstum boltanum nokkrum sinnum út af og nýtum ekki þau stóru skot sem við tókum. Heilt yfir var Grindavík betra liðið í þessari seríu og átti sigurinn fyllilega skilinn þó ég hefði viljað fá einn leik í viðbót. Ég óska þeim bara til hamingju.“ Valsmenn leiddu lengst af í leik kvöldsins og voru með tíu stiga forskot framan af 3. leikhluta. „Mér fannst þeir bara meira aggressívir þegar þeir voru að koma út og mér fannst við vera að hleypa þeim dýpra. Við vorum að senda þá mikið á vítalínuna og að sama skapi náðum við ekki sama flæði í sóknarleiknum.“ Þá segir hann tímabilið í heild ekki vera vonbrigði, þrátt fyrir að niðurstaða kvöldsins hafi verið vonbrigði. „Að detta út í átta liða úrslitum eru klárlega vonbrigði. En ef maður horfir til baka og skoðar stöðuna sem við vorum í í deildinni í nóvember með þrjá sigra og sjö töp. Við náðum að snúa því við og enda með heimaleikjarétt og unnum bikarinn. Þannig það er erfitt að tala um að þetta hafi verið algjör vonbrigði.“ „En eftir þrjú góð ár þar sem við höfum farið í lokaúrslitin þá eru þetta auðvitað ákveðin vonbrigði. Auðvitað er hægt að tala um mikil meiðsli. Ég er frá fyrstu tvo mánuðina, Kristó er frá í upphafi tímabils og annað árið í röð erum við að missa leikstjórnandan okkar í erfið meiðsli sem binda enda á tímabilið hans. Ég held að heilt yfir hafi þetta verið erfitt tímabil og við hefðum getað gert betur. Við náðum okkur aldrei almennilega í gang eftir bikarinn og svo eru greinilega lið sem eru betri en við.“ Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Finnur og lærisveinar hans máttu þola átta stiga tap gegn Grindavík í kvöld og eru þar með komnir í snemmbúið sumarfrí. Finnur segir að sama uppskrift hafi orðið hans mönnum að falli í seinustu þremur leikjum. „Bara eiginlega það sama og í síðustu tveimur leikjum á undan. Þegar hægist á leiknum þá eru þeir bæði að spila vel varnarlega og við í vandræðum með að skapa okkur skot. Á hinum endanum eru þeir svo með Pargo og Kane sem er erfitt að dekka einn á einn. Þeir eru að búa til skot og setja skotin.“ „Svo erum við líka bara að fara illa með hluti. Við fáum á okkur tvö stig eftir sóknarfrákast í víti, köstum boltanum nokkrum sinnum út af og nýtum ekki þau stóru skot sem við tókum. Heilt yfir var Grindavík betra liðið í þessari seríu og átti sigurinn fyllilega skilinn þó ég hefði viljað fá einn leik í viðbót. Ég óska þeim bara til hamingju.“ Valsmenn leiddu lengst af í leik kvöldsins og voru með tíu stiga forskot framan af 3. leikhluta. „Mér fannst þeir bara meira aggressívir þegar þeir voru að koma út og mér fannst við vera að hleypa þeim dýpra. Við vorum að senda þá mikið á vítalínuna og að sama skapi náðum við ekki sama flæði í sóknarleiknum.“ Þá segir hann tímabilið í heild ekki vera vonbrigði, þrátt fyrir að niðurstaða kvöldsins hafi verið vonbrigði. „Að detta út í átta liða úrslitum eru klárlega vonbrigði. En ef maður horfir til baka og skoðar stöðuna sem við vorum í í deildinni í nóvember með þrjá sigra og sjö töp. Við náðum að snúa því við og enda með heimaleikjarétt og unnum bikarinn. Þannig það er erfitt að tala um að þetta hafi verið algjör vonbrigði.“ „En eftir þrjú góð ár þar sem við höfum farið í lokaúrslitin þá eru þetta auðvitað ákveðin vonbrigði. Auðvitað er hægt að tala um mikil meiðsli. Ég er frá fyrstu tvo mánuðina, Kristó er frá í upphafi tímabils og annað árið í röð erum við að missa leikstjórnandan okkar í erfið meiðsli sem binda enda á tímabilið hans. Ég held að heilt yfir hafi þetta verið erfitt tímabil og við hefðum getað gert betur. Við náðum okkur aldrei almennilega í gang eftir bikarinn og svo eru greinilega lið sem eru betri en við.“
Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira